Mímir - 01.05.1980, Qupperneq 64

Mímir - 01.05.1980, Qupperneq 64
atriði hef ég fundið um vasklega framgöngu hans. I sjálfvörn drepur hann tvo menn — en Gísli þrjá. (3. kafli). Ömurlegur dauðdagi hans, þar sem hann skrautbúinn er veginn af ungum sveini með sverði hans sjálfs, ætti að renna stoðum undir þá skoðun að hann sé ragmenni, sem verður að deyja í sögulok, hvort sem hann er sekur eða ekki. En að Vésteinssynir skulu drepa hann hefur AH einmitt talið vera sterk- asta sönnun fyrir sekt Þorkels. Andersson er ekki sammála. Algengt að fleiri yrðu drepnir fyrir einn, sbr. Njálu, Fóstbræðra sögu, Laxdælu, Reykdælu. 2. AH segir að viðbrögð Þorkels séu snögg, sbr. vísuna með forspá hans um dauða margra manna. Auðvitað er ljóst að orð hans um manns bana lúta fyrst og fremst að drápi Vésteins. Þau valda því að hann óttast Auði, því að hún ein, auk Ásgerðar konu hans, hafði heyrt þau. Uggur hans vegna þessara ógætilegu um- mæla birtist í þrálátum spurningum hans um hugarástand Auðar, sbr. orðaskipti hans við Gísla bróður sinn í 14. kafla. En að öðru leyti eru viðbrögð Þorkels ekki mjög snögg. Hann flytur ekki strax frá sameignarbúi þeirra bræðra, heldur segir sagan: Nú líða missarin af hendi ok kemr at fardögum. Þá heimtir Þorkell Gísla bróður sinn á tal við sik ok mælti: ,,Svá er háttat, frændi,“ segir hann, ,,at mér er ráðabreytni nökkur í hug ok í slcapi; en því víkr svá við, at ek vil, at vit skiptim fé okkru, ok vil ek ráðask til búlags með Þorgrími mági mínum. (bls. 14, 22—27). 3. Að skömm Þorkels sé svo mikil að hann vilji ekki búa undir sama þaki og systir Vé- 62 steins held ég fái varla staðist. TMA: Þorkell fer frá Hóli til að forða sér frá Gísla en ekld frá Vésteini, en Gísli myndi annars komast að raun um ráðagerðir hans. Hann stendur betur að vígi þegar hann er laus frá Gísla. Allt sem á undan hefur gengið sýnir yfir- burði Gísla og stjórnsemi. Að mínu áliti er það tvennt sem fær Þorkel til að slíta sig lausan frá Gísla, bróðurhatur (Kain-minni) og afbrýðisemi í garð Vésteins. Fyrir Þorkel hefur dauði Vésteins því tvöfaldan tilgang, að koma elskhuga konu sinnar fyrir kattar- nef og ná sér niðri á Gísla — en Vésteinn var besti vinur hans og fóstbróðir. Gísli hafði áður drepið ekki einn heldur fleiri vini Þor- kels. 4. Vésteinn var drepinn með vopninu Grá- síðu, sem var erfðagripur þeirra bræðra en hafði fallið í hlut Þorkels við skiptingu lausa- fjárins. AH bendir á að með því að taka sjálfur spjótið úr undinni gæti Gísli ráðið hefndinni. Auður vildi láta þrælinn gera það. Spjótið tilheyrði hans eigin bróður og hefnd- arskyldan hvíldi nú á honum gegn bróður hans. Að Gísli felur spjótið finnst AH vera rök fyrir því, að hann vilji ekki koma upp um bróður sinn. TMA bendir á að þetta getur alveg eins hafa verið gert í sjálfsvörn. Gísli ætlaði að nota spjótið við hefndina, sem hann vann af mikilli hugkvæmni. Það gæfi aðeins sterk áhrif að notuð væri Grá- síða gegn Þorgrími, að hann hafi sjálfur not- að það gegn Vésteini. Það er líka greinilegt, að Gísli ætlaðist ekki til að nokkurn tímann kæmist upp um morðið á Vésteini. (Átti hann sjálfur sök á því að öðruvísi fór). 3. Gísli sendir fóstru sína að Sæbóli til að kanna viðbrögðin, samkvæmt túlkun AH í þeim tilgangi að vita hvort þetta sé nú eins slæmt og hann grunar, að bróðurmorð væri framundan. Þar sitja þrír vopnaðir menn,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.