Mímir - 01.05.1980, Side 26

Mímir - 01.05.1980, Side 26
hver samskipti við fjandann. Af fleiri kvæð- um má ráða að Kolbeinn hafi eitthvað á samviskunni eða hafi bjargast frá glötun á elleftu stundu. T. d. þessi erindi úr mansöng í Sveins rímum: Eg má segja ekki sízt og allir vel það veit, mér hann fleygja mátti víst í mestan pínu reit. Dásemdena mildur mig mjög auglýsti við, lét mér þéna sjálfan sig og sótti í heljar hlið.28 I formála að Ævisamlíkingu segir Gísli Konráðsson: ,,Ætla menn að Kolbeinn kvæði kvæði jaetta síðasta á sínum dögum . . .“ (GK 23). Það verður a. m. k. að teljast senni- legt að Kolbeinn yrki kvæðið á efri árum sínum. Fyrri hlutinn er eins og uppgjör við fortíðina þegar hann lét berast fyrir ástríðum sínum og í 9. er. lýsir hann hvernig komið er. Mikið þarf til að glatast ekki en maðurinn farinn að kröftum. En hann biður drottin um ..liðuga strauma“, lofar alvarlegri iðr- an til þess að mega ná landi. Síðan lýsir hann javí hvernig hann ætlar að útbúa skip sitt með guðsorði, staðfastri trú og hlíta leið- sögn almættisins. Vegna þessa hefur hér ver- íð vnlinn lesháttur JS. 230, 8vo á síðustu hnndingu viðlags, jn. e. „landfallið ber . . .“ hó öll önnur handrit hafi bar. Skáldið trúir því að það muni bjargast fyrir guðs náð en á skdft lítinn þátt í lendingunni. Að vísu má einnig liugsa sér að lokaorð kvæðisins „enn láti hálf farið“ eða úr sama erindi ...lífs á miðju laginu laöfn“ bendi til sinnaslcipta á miðri ævi skáldsins, en þau geta einnig átt við skilin milli þessa lífs og næsta. b) Bygging — form. Kvæðið er laust í byggingu. Stígandi er ekki um að ræða, heldur er hvert erindi sjálfstætt, tekur fyrir ákveðna líkingu með náttúruöflunum og mannlegum breyskleikum í fyrri hlutanum eða með guðlegum verum og útbúnaði skipa í síðari hlutanum. Innan þessarra marka geta erindin flakkað nokkuð bví röð þeirra er ekki fast skorðuð af sam- henginu. Rétt er að minnast á erindaröð í B- og C-flokki handrita þar sem skipt er um erindi nr. 10 og 11. Ef efni þeirra er skoðað með hliðsjón af þeim sem eru á undan og eftir, sýnast þessi umskipti byggjast á nokkr- um rökum. Efni 9. er. hefur þegar verið gerð skil, þ. e. lýsing á aðstæðum skáldsins. Því má segja að 11. er. sé e. t. v. í eðlilegra frambaldi af því. Skáldið biður drottin að gefa sér þrennt: iðran, trúarstyrk og auð- mýkt. Síðan væri 10. er. upphafið að lýs- ingu á búnaði skipsins eins og hann þarf að vera svo hægt sé að sigla klakklaust — á drottins fund. Vegna upphafs síns sennilega, ,.Eleim á þetta hafnar hléð / halda vil eg um síðir . . .“, hefur 10. er. í sumum handritum (TS. 256, 4to, E, F) verið flutt aftur í kvæð- j.ð. Vafasamt er að taka annað mark á þessu en að það sé afleiðing munnlegrar geymdar, sem handritin byggja að einhverju leyti á (TS, 507, 8vo gerir það örugglega), enda vtkur erindaröðin í þessum handritum meira og minna frá A, B, C og JS. 588, 4to. Bragformið á kvæðinu er vikivakabragur af gerðinni C + 2R.2ð Frumbragurinn er fjög- ur v'suorð víxlrímuð og jöfnu vísuorðin stvttri. eða sex atkvæði. Viðlagið er einnig óiíjct, Torjú vísuorð, hið síðasta lengst eða níu atkv., þríliður og þrír réttir tvíliðir. Eins og fram hefur komið er kvæðið al- legórískt — skáldið Xíkir ævi sinni (og ann- arra) við sjóferð eða sjóhrakninga. Þó er ekki beinlínis sögð saga í kvæðinu. Hvert erindi þjónar því hlutverki að gera megin- jtkinvuna nálevæmari og skýrari. Líkingin er skvrð úr jafnóðum þannig að aldrei fer á milli máia hvernig ber að skilja hana eða hvað skáldið er að fara. Að líkja orsökum 24

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.