Mímir - 01.05.1980, Page 45

Mímir - 01.05.1980, Page 45
þessi orð fá (eins og auðvelt er með orð sem enda á -a í et. að sjá að þau fá -ur í ft.)- Eins og vikið hefur verið að fyrr í þessari grein hafa þrjú orð í B-lista val milli endinganna -ir, -ar, -ur og velja börnin alls staðar alla mögu- leikana. Fullorðna fólkið velur einnig alla möguleikana, nema það setur aldrei -ir aftan við híf, og er það nokkuð sérstakt. Ástæðan liggur ekki í augum uppi, ekki er sýnilegt neitt innan orðanna gros, híf, bús sem kallar á einhverja vissa endingu eða aftekur aðra. Óreglulegu myndirnar eru svo aðeins lærð- ar utan að og hafa börnin í A-lista ýmsar út- gáfur af þeim, sem sýnir þá beint að þau kunna ekki myndina, en reyna að beygja orðið eftir einhverjum reglum sem þau kunna. Hvorugkyns-beygingarflokkar. Veiki -u flokkurinn er greinilega ekki sterk- ur ef dæma má af þessari könnun. Minnst hefur verið á áður hvað hann er sjaldgæfur í A-lista en einnig er hann mjög óvirkur í B-lista. Algengastar eru endurtekningar í B- lista og fullorðnir hafa ekki nema um helm- ing réttan þar. S., -0 flokkurinn (þ. e. end- ingarlaus) virðist hins vegar mjög sterkur og raunar alls ráðandi í hgk. Ft.-myndin vög er nokkuð sérstök (í svör- um barnanna). Þar gera þau á einhvern hátt ráð fyrir -u, en samt verður ft.-myndin eins á yfirborðinu og ef orðið væri í s., -0 flokkn- um (d. göf, dorm). Erfitt er að segja til um tengslin hér á milli, hvor flokkurinn sé í raun hér að verki. Einnig eru sérkennilegar myndirnar vign, sor og sör, bun, vög og vog hjá þeim fullorðnu. Þessar myndir eru e. t. v. tilkomnar vegna analógíu við s., -0 flokkinn, þar sem flest orð þess flokks enda á sam- hljóða. Þessi orð ættu þó að beygjast eftir hinum hgk. flokknum (nema buni), en þó sést í sumum myndum að gert er ráð fyrir -u í grunnformi sbr. sör og vög. Um tengslin þarna á milli er erfitt að fullyrða á þessu stigi málsins. VI. NIÐURSTÖÐUR Línuritin sýna skýrt hvernig ft. þróast hjá börnunum, þ. e. línan hækkar mest á aldrin- um 3—4 ára, en síðan hægir á þróuninni uppfrá því. Af því mætti ráða að ft. sé í mestri þróun á aldrinum 3—4 ára, en eins og oft hefur verið minnst á áður er könnun- in e. t. v. ekki marktæk eftir 4.5 ára aldur. Þess vegna væri brýnt að athuga sem fyrst fleiri börn sem eru eldri en 4.5 ára. Einnig væri forvitnilegt að skoða betur hvort börn- unum ,,fer aftur“ í ft.-notkuninni, eins og við fundum dæmi um. I þessu sambandi er fróðlegt að athuga sambandið milli réttra svara barnanna í A-lista annars vegar og B- lista hins vegar (sjá töflu 4). Utfrá þeim samanburði er hægt að sjá hvar börnin standa í þróuninni, þ. e. hvort þau eru á því stigi að þau eru að læra óreglulegar myndir eða hvort þau hafa lært einhverjar reglur og beita þeim í öllum tilfellum. Greinilegt er að endapunktur þróunarinn- ar næst mun fyrr í þekktu orðunum en þeim óþekktu. I raun er ekki hægt að tala um endapunkt þróunar í lista B, þar sem aðeins einn einstaklingur (fullorðinn) hefur allt rétt þar. Það er því kannski ekki hægt að segja að ft. ,,lærist“ nokkurn tíma til hlítar í ís- lensku, með öllum hljóðbreytingum sem við eiga í hvert skipti. Þó gæti þessi niðurstaða líka legið í gerð prófsins, eins og áður hefur verið drepið á. Endapunkturinn er greinileg- ur í A-lista og þá gæti maður ályktað að þar sem fólk lærir ekki reglur eða beitir þeim, þá lærast bara ft,-myndirnar, þ. e. fyrir sjald- gæfa beygingarflokka læra menn ekki virkar reglur, heldur bara ft.-myndina sem óreglu- lega mynd í heild. Samanburður á börnum og fullorðnum er grundvallaður á B-lista. Auðvitað kann full- orðna fólkið meira en börnin og hefur hærra hlutfall af réttum myndum. Munurinn virð- ist þó aðallega liggja í því að flestir fullorðnir kunna a-hljóðvarp og beita því yfirleitt rétt. Aðrar hljóðreglur eru líka réttari hjá þeim, 43

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.