Mímir - 01.05.1980, Síða 32
fyrir þátttakendur í athuguninni, en ekkert
slíkt var til fyrir íslensku. Pað var svo aðal-
lega kennari okkar í þessum námsþætti,
Höskuldur Þráinsson, sem hannaði þetta
próf, sem miðað er við íslensku beygingar-
flokkana. Hann naut aðstoðar Kjartans Arn-
órssonar við teikningu myndanna sem taldar
eru upp á B-lista hér á eftir, og eiga þeir
báðir okkar blíðustu þakkir skildar.
Athugun okkar var sem fyrr segir byggð
á érlendum fyrirmyndum. Var það aðallega
áðferð Berko sem við tókum upp, þ. e. að
lagt var fyrir börnin próf. Börnunum eru
sýndar myndir fyrst af einum hlut eða fyrir-
bæri og síðan tveimur alveg eins. Börnunum
var gefið upp heiti fyrirbærisins í et. og síð-
an kyn orðsins í ft. (það var gefið til kynna
með töluorðinu, sbr. myndir hér að neðan)
og síðan áttu þau að segja ft.-mynd orðsins.
Pekktasta mynd Berko er þessi:
Við höfum hins vegar einnig lagt fyrir
börnin myndalista með þekktum fyrirbærum
(myndalisti A), en slíkt gerði Berko ekki.
Gerðum við þetta aðallega til viðmiðunar
við bull-orðin (myndalisti B) og til að sjá
hvort ft.kunnátta (myndalisti A) og reglu-
beiting (myndalisti B) fari saman. Sem dæmi
um myndir úr prófinu okkar má nefna:
Nú er komin önnur darga. Pað eru tvær svoleiðis.
Petta eru tvær ...............................
Petta er þetir. Petta er frímun.
Við höfum talsvert fleiri myndir með til-
búnu orðunum en Berko gerði. I fyrsta lagi
er það vegna þess að við einbeittum okkur
að ft.-myndun nafnorða, en Berko prófaði
fleiri atriði, s. s. þátíðarendingu so. o. fl. I
öðru lagi þurfti fleiri myndir til að ná yfir
alla ft.-möguleika íslenskunnar en þeirrar
ensku þar sem ft.-myndun í íslensku er mun
flóknari en sú enska. Eins og kunnugt er, er
í ensku oftast aðeins um morfemið { —s }
að ræða við reglulega ft.-myndun og síðan
mismunandi framburð þess eftir grannhljóð-
um, en í íslensku fer ft.-ending ekki eingöngu
eftir grannhljóðum, heldur ræðst hún af öðr-
um atriðum, þ. e. eftir því hvaða beygingar-
flokki orðið tilheyrir.
Framkvæmd athugunar okkar var síð-
an á þá leið að lagðir voru fyrir myndalistar
A og B og höfðum við á meðan segulbands-
tæki í gangi. Síðan skráðum við niður af
segulböndunum svör barnanna á sérstök
eyðublöð. Við sögðum þeim orðið í et. og
síðan gáfum við þeim til kynna kyn orðsins
með töluorðinu eins og áður er getið, sbr.
mynd II hér að ofan.
Þó að athugun okkar sé byggð að miklu
leyti á athugun Berko viljum við þó ekki
30