Mímir - 01.05.1980, Side 19
MAGNIÚS SNÆDAL:
„ÆVISAMLÍKING“ KOLBEINS GRÍMSSONAR
Grein þessi er hluti af B.A.-ritgerð höf.,
,,Kolbeinn sat hæst á klettasnös", sem fjall-
aði um þrjú kvæði Kolbeins Grímssonar og
lítillega um skáldskap hans almennt. Ekki
vannst mikill tími til breytinga og sjást þess
eflaust merki. Ástæðulaust þótti að prenta
hér stafréttan texta kvæðisins sem um ræðir,
enda handritasamanburður látinn liggja milli
hluta.
1. SKÁLDIÐ
Um Kolbein Grímsson jöklaraskáld er fátt
vitað með vissu. Hann er oftast í sögnum
kenndur við Einarslón undir Jökli, skammt
frá Dritvík. Einnig Dagverðará (Dagverðar-
nes á Skarðsströnd er misskilningur Gísla
Konráðssonar), Fróðá, Hraunlönd og Brim-
ilsvelli, en tíu hundruð í þeirri jörð á Kol-
beinn að hafa þegið af Brynjólfi biskupi að
launum fyrir Sveins rímur Múkssonar, segir
sagan.1
Aldur Kolbeins er einnig óviss, nema hvað
hann lýkur Grettisrímum sínum 1658 á Dag-
verðará ,,nærri sextugus aldri“ og er þá fædd-
ur um 1600. Sálmur hans um Hólabiskupa
er prentaður á Hólum 1678, aftan við Genes-
issálma2 og Vikusálmar út af bænabók Haber-
mans eru prentaðir á Hólum 1682.3 I hvor-
ugu tilvikinu er hann sagður „heitinn“ eða
„sálugur” sem oft mun hafa verið gert á þeim
tíma þegar prentuð voru verk látinna manna.
Petta gæti bent til þess að Kolbeinn hafi lif-
að fram yfir 1682 og því orðið all-gamall.
Uppruni Kolbeins er ókunnur svo og af-
komendur hans.4 Björn Sigfússon setur fram
þá tilgátu að Kolbeinn klakkur í Lóni undir
Jökli, launsonur Jóns á Svalbarði og því
hálfbróðir Magnúsar prúða, sé afi Kolbeins
Grímssonar.5 Kolbeinn klakkur var Þingey-
ingur og sótti þriðju konu sína þangað norð-
ur 1611. Þessa kvonbænasögu flytur Gísli
Konráðsson yfir á Kolbein jöklaraskáld —
hvort sem þar veldur nafn eða skyldleiki."
Kvæði Kolbeins eru ekki til í eiginhandar-
riti svo vitað sé. Það eina sem hann hefur
skrifað og vitað er um, er nafn sitt í þing-
bók Snæfellsnessýslu nokkrum sinnum á ár-
unum 1652—’67 og hefur hann verið vott-
ur við dóma. Bendir það e. t. v. til þess að
hann hafi verið bjargálna bóndi.
Jarðardýrleika Einarslóns, þar sem ætla
má að Kolbeinn hafi lengst af búið, er ekki
getið í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls
Vídalíns. Þá (árið 1707) eru tveir ábúendur
á heimajörðinni. Tuttugu búðir eru þar tald-
ar upp auk Malarrifs. Af þeim eru þá þrettán
byggðar, sumar með grasi, aðrar þurrar.7
Landkostum á Einarslóni er annars svo lýst
í Jarðabókinni:
Selstöðu á jörðin í landi sínu, og er fyrir
hús brúkaður hellir, sem lítt eður ekki er
inni verandi þegar votviðri upp á koma.
17