Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 18

Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 18
ÓH: Það á fyrst og fremst við um þær sögur sem skráðar voru skömmu eftir að atburðir þeirra áttu sér stað, t. d. Sturlungu, sem speglar höfðingjastétt 12. og þó einkum 13. aldar og stjórnmálabaráttu hennar. Ég tel hins vegar að Islendingasögur sýni þjóð- lífsmyndir frá 10. og 11. öld eins og þær litu út í augum 13. og 14. aldar manna eftir að kynslóðirnar þarna á milli höfðu sett sitt mark á þær, líklega bæði viljandi og óvilj- andi, svo að þær samræmdust ríkjandi við- horfum, smekk og menntaþörf hvers tíma. Mestu breytingarnar hafa orðið þegar sögurn- ar voru settar saman með tilliti til ritunar. Upp úr sterkri sameiginlegri frásagnarhefð koma höfundareinkenni, helst í áhrifamestu sögunum. Þjóðlíf ritunartímans lifir þar, að ég ætla, fyrst og fremst óbeint. Þegar sagna- meistari bregður upp ljóslifandi mannlýsingu þá er joað því að þakka að hann hefur þekkt fólk. En þær hugmyndir að sögurnar séu sam- bland traustra heimilda og vísvitandi upp- spuna rithöfunda eiga sér varla framtíð. Mímir: Finnst þér síðari alda bókmenntir íslendinga geta jafnast á við fornbókmennt- irnar? ÓH: Það besta í þeim, já. En þess er að gæta að stærstu skáld og bestu textahöfund- ar á síðari öldum hafa jafnframt ausið úr fornum brunnum: Hallgrímur, Bjarni, Jónas, Stephan G., Laxness, Jón Helgason, svo dæmi séu tekin. Þetta er skáldum enn mikilvægt því að efast má um að málmenningin almennt, sem skáldin hljóta að byggja á, standi á hærra stigi en í fyrri daga. Mímir: Hvað áttu við með málmenningu og af hverju cfastu um að hún sé á hærra stigi en áður? ÓH: Málmenningin er háð því að kynslóð- in sem um er rætt skilji þjóðtungu sína og valdi henni. í bændaþjóðfélagi flyst málið sjálfkrafa milli kynslóða en borgarbörnin hafa verið tekin úr sambandi. Þess vegna er málfar þeirra að ýmsu leyti frumstætt. Mímir: Hvers vegna er það undantekning fremur en regla að almenningur hafi brag- eyra og geti böglað saman rétt kveðinni vísu? Ættu skólar að grípa hér inn í eða láta af- skiptalaust? ÓH: Við vitum að bragheyrn er áunninn eiginleiki, menn öðlast hann ekki nema hann komi nokkurn veginn með móðurmálinu. Börn heyra of lítið af bragbundnum kveð- skap. Skólinn tekur sennilega of seint við þeim til að leggja þennan grundvöll en get- ur áreiðanlega styrkt hann mikið. Og meðan bragheyrn og vísnagerð eru íslensk menn- ingareinkenni og síst lakari en mörg önnur verður að ætlast til að skólarnir vaki yfir þeim. Bragfræði ein sér dugir náttúrlega skammt en ýmiss konar fræðsla um kveðskap hjálpar til. Mímir: Finnst þér að rithöfundar eigi að halda sér við eitthvert ,,idealt“ gullaldarmál fremur en t. d. götumál unglinga? ÓH: Rithöfundur getur ekki sniðgengið málfar þeirra þjóðfélagshópa sem hann tekur dæmi af. Ef hann træði tómu gullaldarmáli upp í unglinga verka sinna yrði textinn geld- ur. Sjálfur kemst hann hins vegar ekki af án gullaldarmáls — þar sem það á við. Mlmir: Hvaða aðilar (stéttir?) mynda að þínum dómi íslensku „bókmenntastofnun- ina“? ÓH: Ef ,,bókmenntastofnun“ er sá hluti þjóðarinnar sem heldur bókmenntunum uppi þá er ekki um stéttbundinn hóp að ræða nema að litlu leyti. I heild má kannski segja að bókhneigt fóllc sé síður haldið fáranlegri neysludellu. Við væntum skálda úr hvaða stétt sem er. Mímir: Þetta sígilda „eitthvað að lokum“? ÓH: Ég óska aðstandendum Mímis allra heilla. Viðtalið var tekið í feb. 1980. APK og GMG. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.