Mímir - 01.05.1980, Síða 27
Og afleiðingum freistinga og synda við nátt-
úruöflin beinir athyglinni að varnarleysi
mannsins gagnvart þessu og verður eins og
afsökun. Eini möguleikinn til að komast
klakklaust gegnum lífið til himnaríkis er að
brynja sig vel með guðsótta.
Málið á kvæðinu er einfalt og auðskilið.
Einlægni einkennir framsetninguna. Þetta
kvæði sem heild er án efa eitt besta kvæði
Kolbeins. Þar sýnir hann skáldlegust tilþrif
og lýsir mest í hug sinn. Benda og margar
uppskriftir til vinsælda þess og sumar til
munnlegrar geymdar. Hrifning Gísla Kon-
ráðssonar leynir sér a. m. k. ekki því hann
segir: „Sjá má af kvæði þessu, þó ekki færi
annað eptir hann, hvert skáld Kolbeinn var
á sínum dögum“ (Lbs. 1128, 4to). Má það
til sanns vegar færa.
Eklci sýnist ástæða til að efast um að við-
lagið sé eftir Kolbein þó til séu kvæði með
svipað viðlag, t. d. í JS. 490, 8vo (82):
„Rooed hef Eg um» allan« Sioo, / og Ecki
Fiskad pared / landfalled Bar mig heim i
Vared.“ Það er ekki eignað Kolbeini en gæti
e. t. v. verið stæling á kvæði hans. Samsvör-
un í líkingum er þó nokkur, t. d.: „. . . varid
merker vil Eg Tiaa / velldis himna sælld og
Roo . . .“ Munurinn er einkum sá að í þessu
kvæði er skáldið ekki eins hætt komið og
Kolbeinn.
TILVÍSANIR OG ATLIUGASEMDIR:
1. „Kolbeinus Grimeri Dagverdaraensis . . .“
Hálfdán Einarsson, Sciagraphia, bls. 85. Gísli
les úr þessu „Dagverðarnes".
Heimildum ber ekki saman um hver laun
Kolbeinn fékk fyrir Sveins rímur. Jón Espólín
(Árbækur, VII. deild, bls. 103) segir hann
hafa fengið 10 dali, Gísli Konráðsson (JS. 302,
4to) bætir við: „eður nær hálft þriðja hundrað
á Iandsvísu“, Jón Grunnvíkingur (JS. 96, 4to)
segir „1. rd. sp. fyrir hverja“ og flytur sögnina
yfir á Grettis rímur. Sighvatur Grímsson Borg-
firðingur (Tímar. Bókm.fél. V. bls. 252—253)
segir þetta rangt, Kolbeinn hafi fengið 10
hundruð í Brimilsvöllum og búið þar síðustu
æviárin. Hvað sem hæft er í öllu þessu má
benda á þessar ljóðlínur úr einu kvæði Kol-
beins: „Oska eg þess af / erlegum
Daaandes kollumw / sem heira hiedanw traa
Vollum / Hreift vid Mærdar Spiolluw . . .“
(Lbs. 2661, 8vo).
2. Ein Saungvija, Ort af Kolbeine Grijmssyne. —
Jón Porsteinsson: Genesis Psalmar . . . 1678.
3. Kolbeinn Grímsson: Nockrer psalmar . . . 1682.
4. Gísli Konráðsson (Páttur af Kolbeini skáidi
Grímssyni ok Galdra-Brandi, JS. 302, 4to)
rekur ættir frá Kolbeini og hefur eftir Ólatí
Snóksdalín (sbr. einnig: íslenzkar æviskrár, III.
b. bls. 366). Börn Kolbeins eru talin Guörún,
Grímur og Guðrún. Grímur er sagður búa í
Staðarsveit, kona hans Sigríður Jónsd., synir
þeirra Kolbeinn og Pétur. Skv. Manntalinu
1703 býr í Staðarsveit (á Ölkeldu) Grímur
Kolbjörnsson, kona hans Sigríður Jónsd. og
meðal barna þeirra eru Kolbjörn og Pétur.
Annars hef ég ekki athugað réttmæti þess-
arar ættrakningar.
5. B. Sigf.: Samtíð og saga IV. bls. 206.
6. JS. 302, 4to, og sbr. einnig 5.
7. Jarðabók Árna og Páls, bls. 182—187.
8. Sama, bls. 186—187.
9. JS. 302, 4to.
10. Gísli Konráðsson, Lbs. 2856, 4to. Stök sögn
frá Kolbeini sem Gísli tekur ekki upp í Páttinn.
11. B. Sigf.: Samtíö og saga IV. bls. 201.
12. Sveins rímur, II.r. 5—7.
13. JS. 96, 4to (eftir Add. 3 fol.) Sbr. Rit Rímna-
félagsins I. bls. xxxi.
14. JS. 30, 4to. Sbr. Rit Rímnafél. I. bls. xxxi—
xxxii.
15. Sveins rímur, III.r. 2.
16. Olgeirs rímur danska eftir Guðmund Berg-
þórsson I—II. Rvík 1947. XLII.r. 13. Sjá
einnig B. Sigf.: Rit Rímnafélagsins I. bls. xxii:
Guðmundur Bergþórsson minnist Kolbeins í
Olgeirs-rímum 1680. Hann talar þar í þátíð
um mörg látin skáld eins og Hallgrím Pét-
ursson, en í nútíð og núliðinni tíð um Kol-
bein, eins og hann sé á lífi (og hafi ort, en
sé hættur því):
Sbr. það sem segir um aldur Kolbeins bls. 4.
17. JS. 302, 4to. Gísli fer með vísuna „í hina átt-
ina“: Eyju Dranga . . .
18. ÍB. 512, 4to.
19. Lbs. 1756, 4to ókyrrari JS. 230, 8vo.
20. JS. 479, 8vo, C. fleygir JS. 230, 8vo.
21. Allmikið breytt gerð af 6. er. er í JS. 256, 4to
og gengur aftur í JS. 588, 4to ásamt þessari.
22. Bl, C, E, F, krammar JS. 230, 8vo.
23. Flest hdr. illa JS. 230, 8vo.
25