Mímir - 01.05.1980, Qupperneq 11
— fölir steingervingar
stjörf líkneski (bls. 32)
Menn eru þannig eins og ljósfælnir svart-
álfar eða nátttröll sem þola eklti dagsbirtuna
en steinrenna, því að í dagsbirtunni er ekki
lengur hægt að gleyma sér við draumóra
og „elligrænar koparstungur". Þá fá allir
hlutir sitt rétta form og mönnum verður
ljós sá veruleiki sem þeir byggja.
— Dagsbirtan fellur eins og ryk
á andlit okkar (bls. 33)
Og þetta er ekki neitt venjulegt ryk, held-
ur hið skelfilega helryk sem engin landamæri
þeltkir og enginn er því óhultur fyrir.
En þar sem kjarnorkusprengjan er það afl
sem tryggir valdhöfunum áframhaldandi yf-
irráð sín er þeim enginn akkur í að almenn-
ingur geri sér ljósa þá hættu sem steðjar að.
Því stunda þeir markvissa yfirbreiðslustarf-
semi. Draumaiðnaðurinn — fjarstýrt kerfi
í formi „ósýnilegra geisla“ sem smjúga inn
á hvers manns heimili — verður það afl sem
heldur borgaranum í skefjum, n. k. deyfilyf
sem slævir alla sjálfstæða hugsun. Fjölmiðl-
arnir byggja okkur þannig nýjan heim —
óskaveröld þar sem við erum frjáls eins og
fuglinn, e. k. ofurmenni sem ekkert fær
stöðvað, en svífum um alla heima og geima,
jafnvel þótt við virðumst sitja kyrr á sama
stað.
Tæringarsjúklingurinn er fjötraður við
járnrúmið
að því er virðist honum er ekki hugað
líf íugls eða antilópu
Ósýnilegur geisli skelfur við eyra hans
— og hann er í einni svipan: hvítur örn
leiftrandi vígahnöttur
voldug sveifla inn í blá víðerni
— sprengir glerhjálm tíma og rúms
og þræðir launstigu guðs um rökkvaðar
eilífðir (bls. 33)
Þannig fjarlægjumst við jörðina, það líf
sem okkur er eiginlegast og varðar mestu.
Að dómi Hannesar hafa vísindin (eða öllu
heldur valdhafarnir og hugmyndakerfi þeirra)
leitt okkur burt úr mannheimum og inn í
einhvern ómælisheim þar sem allt er afstætt
og óhlutbundið, tími, rúm og efni. Hin jarð-
nesku gildi (,,salt jarðar“) eru fyrir bí, þau
verða að engu í samanburði við eilífðir ó-
mælisins — sem eru þó í rauninni ekkert
nema „þögn og þánandi ljós“. Og með þess-
um veruleikaflótta fer fram ákveðin afmenn-
ing, hið „stranga form“ mannsins leysist upp
í skugga af manninum.
Við leitum að aðferð til að fæðast
inn í fjarstæður okkar sjálfra
og fjarstæður alls sem við þekkjum
reynum að flýja reynum að deyja
inn í rökkvaða vitund annarrar veru
sem væri fær um að leysa okkur frá þeim
vanda
að vera sjálfir (bls. 37)
Og einnig listin er hluti yfirbreiðslunnar,
að minnsta kosti ef listamaðurinn viðurkenn-
ir ríkjandi hugmyndafræði og gengst þannig
við firringu einstaklingsins og fráhvarfi hans
frá þjóðfélagsveruleikanum. Þannig taka
listamenn þátt í því með vísindunum að leysa
heildina upp í öreindir sínar — brotabrot
af sundurleitustu hlutum, samhengislausum
og óskiljanlegum.
Sjá myndir þínar eru vitni
um skynbragð augans við að leysa upp
staðreyndir
jafnvel múrveggir eiga sér grósku og líf
sem litróf og iðandi ljósfletir
bak við luktar brár
Tónlistin er ekki framar djúpur farvegur
þungs fljóts sem hverfir ástríðum og
hjartablóði
heldur slitrótt taugaviðbrögð
— stærðfræði taktmælanna
9