Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 31

Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 31
ÁSLAUG J. MARINÓSDÓTTIR og GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR: ATHUGUN Á FLEIRTÖLU í BARNAMÁLI I. INNGANGUR Athugun þessi var gerð í prófþættinum „Sálfræðileg málvísindi“ í Almennum mál- vísindum við H.I. og var skilað sem jafngildi prófs á haustmisseri 1979. Þessi könnun er sú fyrsta síns eðlis hér á landi, en vcrt er að benda á að um þessar mundir eru að fara af stað víðtækari athug- anir á barnamáli á vegum Jóns Gunnarssonar (Alm. málvísindi, H.í.) og Indriða Gíslason- ar (K.H.Í.). Pað er því líklegt að þessi at- hugun okkar verði síðar meir talin hafa ýms- an byrjendabrag. Kannanir sem þessar hafa þó talsvert ver- ið gerðar erlendis. Er þar helst að nefna ann- ars vegar könnun Brown og samstarfsmanna hans (sjá Brown. 1973) og hins vegar könn- un Berko (sjá Berko. 1958), en athugun okk- ar er að mestu leyti sniðin eftir athugunum þeirra, eins og vikið verður nánar að hér síðar. Ef við skýrum aðeins nánar frá þessum erlendu fyrirmyndum okkar er fyrst að nefna bandaríska málfræðinginn Roger Brown, en hann og samstarfsmenn hans rannsökuðu mál- far þriggja barna á löngu tímabili án þess að leggja fyrir þau sérstakt próf (þ. e. þeir at- huguðu „spontaneous speech“). Hann taldi að börnin hefðu „náð“ tilteknu atriði í mál- fræðinni þegar þau notuðu það rétt í 90% þeirra tilfella þar sem þess var þörf eða þar yfir. Hinn málfræðingurinn, einnig banda- rískur, er Tean Berko, en hún var fyrst til að útbúa próf með sama sniði og það sem við notum. Hún vildi kanna hvort og hvenær ákveðnar fónólógískar (hljóðkerfislegar) og morfólógískar (beygingarfræðilegar) reglur yrðu hluti af málvitundinni. Því bjó hún til bull-orð (non-sense) en með því að prófa slík orð gat hún verið fullviss um að börnin noti reglur við beyginguna og að þau læri ekki aðeins myndirnar „utan að“, en ef notuð eru orð sem barnið þekkir er að sjálfsögðu sú hætta fyrir hendi að það cinfaldlega muni ft.- myndina og beiti því ekki neinni reglu. Hins vegar getur athugun af því tagi sem Berko gerði verið svolítið villandi vegna þess að aðstæðurnar við prófunina geta haft neikvæð áhrif á barnið og það getur virst kunna minna en það kann í raun og veru þegar það er í cðlilegu „málumhverfi“ sínu. Raunar eru niðurstöður Brown og Berko ekki sambæri- legar að öllu leyti vegna þess að Brown at- hugaði eingöngu hvort börnin notuðu réttar beygingarmyndir af þeirn orðum sem þau þekktu og þurftu að nota í daglegu tali en Berko lét börnin eingöngu fást við ný og ó- þekkt orð (tilbúin orð). Þess vegna geta sum- ar beygingarmyndirnar sem börn Brown not- uðu hafa verið lærðar utan að. Með hliðsjón af þessu er eðlilegt að börnin virðast síðar ná valdi á ft. samkvæmt athugunum Berko en athugunum Brown og félaga (sjá Brown. 1973: 289 og áfram). II. AÐFERÐIN Tilgangurinn með athugun okkar var að kanna fleirtölumyndun nafnorða í íslensku með því að styðjast við barnamál. Fyrsta atriðið í þeirri viðleitni var að sjálfsögðu að komast yfir prófaðferð eða próf til að leggja 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.