Mímir - 01.05.1980, Side 63
Þorgrím og hagar frásögn sinni þannig að
þriðji aðilinn, Þorgrímur nef, verður ekki
sýknaður heldur.
Hafi það verið ásetningur höfundar M-
gerðar að skrifa magnaða og dulræna sögu
sem gæti valdið mönnum heilabrotum um-
fram að vera góð sagnaskemmtan verður ekki
annað séð en að þetta hafi tekist. Eru vanga-
veltur fræðimanna til vitnis um það.
MORÐGÁTAN
Allt fram á sjötta tug aldarinnar voru
menn á einu máli um að Þorgrímur Freys-
goði væri morðingi Vésteins eða til árs-
ins 1951, þegar Anne Holtsmark (AH)
birti ýtarlega könnun sína á M-gerð sögunn-
ar, sem hún samkvæmt ríkjandi skoðunum
taldi eldri og upphaflegri.4 Hafa menn síð-
an skipst í tvo flokka eftir þessum sjónar-
miðum, T. M. Andersson (TMA) 1968,°
Dag Strömbáck (DS) 1970,° og C. W.
Thompson (CWT) 1973,7 hafa andmælt
AH, en Thomas Bredsdorff (TB) 1971,8
styður kenningu AH, þar sem niðurstaðan
fellur eðlilega inn í aðferð hans við túlkun
Islendingasagna. Hermann Pálsson telur að
höfundur hafi vísvitandi talað myrkt um
morðið svo að grunur félli á þrjá menn, og
því ástæðulítið að reyna að sanna neitt, því
hið dularfulla tengist söguheildinni og list
hennar.a
1.
AH segir að Þorkell hafi mikla ástæðu til
að vera á móti Vésteini og sá eini sem ætti
að vera það, Vésteinn var og er enn elskhugi
konu hans.
Því er til að svara að Þorkell var ekki
einn um að vera andsnúinn Vésteini. Þorgrím-
ur hætti við að ganga í fóstbræðralag við
hann, en sagan skýrir ekki hvort ástæðunn-
ar sé að leita í valdastreitu höfðingja, eða
hvort Þorgrímur treysti sér ekki til að binda
sig sterkum böndum bróður þeirrar stúlku,
sem hann hafði átt vingott við, og sem þar
að auki er gift mági hans.
Dag Strömbáck hefir bent á, að Vésteinn
hafi e. t. v. spillt sambandi þeirra Auðar og
hafi gert það fyrir Gísla.
Frá mínum bæjardyrum séð hefur Þorkell
miklu meiri ástæðu til að vera andvígur ’bróð-
ur sínum en Vésteini, en hann hefur alltaf
orðið að lúta honum, þótt eldri væri. í öðr-
um kafla segir frá því er Gísli hafði drepið
Bárð, elshuga Þórdísar og vin Þorkels.
Þorkell reiddisk ok kvað Gísla illa
gört hafa; en Gísli bað bróður sinn sefask,
,,ok skiptu vit sverðum, ok haf þú þat,
sem betr bítr.“ Hann brá á glens við hann.
Nú sefask Þorkell og sezk niðr hiá Bárði.
En Gísli ferr heim ok segir föður sínum
ok líkaði honum vel.
Aldri varð síðan iafnblítt með þeim
bræðrum, ok ekki þá Þorkell vápnaskiptit,
ok eigi vildi hann heima þar vera ok fór
til Hólmgöngu-Skeggia í eyna Söxu, hann
var miök skyldr Bárði, ok var hann þar.
Hann eggiar miök Skeggia at hefna Bárðar
frænda síns, en ganga at eiga Þórdísi syst-
ur sína. (bls. 3, 11—21).
,,. . . at hefna Bárðar frænda síns“ þýðir
í reynd að Þorkell óski dauða bróður síns.
Síðan skyldi treysta vináttuböndin við
Skeggja með mágsemd. Gísli er fulltrúi föð-
ur- og ættarvalds, sem stendur hamingju
einstaklingsins fyrir þrifum. Bræðurnir eru
fulltrúar fyrir tvenns konar lífsviðhorf, ætt-
arskyldur gagnvart einstaklingsfrelsi.
Þorkell er samninga- og friðsemdarmaður
í eðli sínu, eru mörg dæmi um það. Hann
er ekki framtakssamur og ekkert bendir til
að hann sé maður sem sjálfur standi í stór-
ræðum, heldur nuddar hann málefnum sín-
um áfram með aðstoð annarra.
Hann heldur að sér höndum við búskap
þeirra bræðra, er annaðhvort latur eða geng-
ur upp í hlutverki höfðingjans. Aðeins eitt
61