Mímir - 01.05.1980, Qupperneq 6
Samkvæmt kenningu módernistanna átti
skáldverkið að vera „samastaður hins firrta
manns í sundruðum heimi“.5 Og þó að
sum skáldin máli veröldina dökkum litum
þá koma þau ekki með neinar úrbætur —
þau forðast að predika, en „fela hugsanir
sínar myndum og líkingum og seilast fremur
eftir margræðum setningum en beinskeyttum
staðhæfingum", eins og Hannes Sigfússon
kemst að orði.8
Ákjósanlegast var þegar ljóðið hafði ver-
ið hreinsað af hinu mannlega, að það væri
einungis tilbúinn, sjálfstæður myndheimur
og gerði ekki einu sinni kröfur um lesendur.
Þannig gengur T. S. Eliot svo langt að segja:
„Ljóðlistin er rödd skáldsins að ræða við
sjálft sig, eða við engan. Hún er innri hug-
leiðing, eða rödd úr loftinu, án tillits til
mögulegs mælanda eða hlustanda.“7
Ekki veit ég nú hvort ljóða í þessa ver-
una hefur gætt svo mjög á Islandi, en í bók
sinni Að yrkja á atómöld segir Sveinn Skorri
Höskuldsson það stórt einkenni á þeirri
skáldakynslóð sem fram kom eftir seinna
stríð hve hljóðlát og innhverf hún er og
hversu stór hluti ljóða hennar eru lýrískar
náttúrumyndir.8
Fræg eru sömuleiðis einkunnarorð Steins
Steinars að Tímanum og vatninu þar sem
hann segir að kvæðin eigi „ekki að merkja
heldur vera“, eða með orðum Archibald Mac-
Leish’s: ,,A poem should not mean but be.“
Þó hér að framan sé vitnað í erlend skáld
er alls ekki verið að gera því skóna að ein-
hver bein hugmyndaleg tengsl hafi verið milli
þeirra og íslenskra skálda. Sömuleiðis fer
því víðs fjarri að hér á landi hafi verið til
einhver ,,bókmenntaskóli“ sem kalla má
módernískan, eða að íslensk skáld bafi fylgt
einhverjum stefnuskrám. Sannleikurinn er sá
að þau íslensk skáld sem helst hafa verið
kennd við módernisma eru á margan hátt
býsna ólík.
Hins vegar fer þó ekki hjá því að þessi
skáld hafa ýmis sameiginleg einkenni sem
4
þau deila með erlendum nútímaskáldum. Auk
þeirra einkenna sem nefnd eru hér að fram-
an má nefna vantrú skálda á manninum og
getu hans til að sigrast á aðsteðjandi vanda-
málum. Allt er tilgangslaust, vonlaust; eng-
in heilög gildi eru til hjálpar, engin hug-
myndafræði til bjargar. Tilveran er í einu
orði sagt fáránleg og því verður ekki breytt.
Angistin er fullkomin, algild, ósigrandi;
heimsslitin óumflýjanleg.
Reyndar eru þau vafalaust fá (ef nokkur)
íslensku verkin sem uppfylla þessi einkenni
að öllu leyti, en líldega komast fyrstu ljóða-
bækur Hannesar Dymbilvaka og Imbrudagar
nokkuð nálægt því.
Árið 1960 skrifaði Hannes Sigfússon grein
í Tímarit Máls og menningar sem hann nefndi
Bókmenntir á blindgötu. Þar lýsir hann þeirri
skoðun sinni að í rauninni væru ekki nema
tveir valkostir þegar rætt er um framtíð
heimsins: annaðhvort næði sósíalisminn yf-
irtökunum eða heimurinn yrði á endanum
sprengdur í loft upp. Og þó að björtustu
vonir manna um framgang sósíalismans hafi
enn ekki ræst sé hann þó skárri valkostur en
helsprengjan. Hannes segir:
Ef t. d. verður um það að ræða, eins og
nú horfir, að sósíalisminn vinni smám sam-
an sigur yfir menningu, sem þegar hefur
glatað hugsjónalegu inntaki sínu, eða hins-
vegar að vetnissprengjan verði höfð á odd-
inum um alla framtíð til að verjast hinu
óhjákvæmilega og að henni verði beitt
þegar allt um þrýtur þá munu þeir /vest-
rænir rithöfundar, innskot mitt Þ.Ó./ á-
reiðanlega velja fyrri kostinn.9
Með öðrum orðum, þá hafnar Hannes
efasemdunum og gildiskreppunni. Ennþá er
einhver von um sigur lífsins.
Það mun einkum hafa verið Kóreustríð-
ið sem olli þessum straumhvörfum í huga
Hannesar. Um svipað leyti og það geisaði (um
1950) var hann í miðju kafi í Imbrudögum.