Mímir - 01.05.1980, Síða 57
Þar er vinnumÖnnunum lýst á svipaðan hátt
og einnig því þegar vinnuhjú taka sig sam-
an og fara að hokra. Og það fer á sömu leið
og hjá Stefáni, að lokum flosna þau upp.
Vinnufólk að fá sér nú
latur verður lágnætti feginn,
furðumikil er neyðin sú,
um alla dagana ekur hann sér;
held eg, að þurfir á hnjánum þú
að hokra að báðum megin.
Hundraðskaup hafa nú þessi greyin.
Giftast vill, þó grannt sé féð,
latur verður lágnætti feginn,
gort er nóg og volsið með,
um alla dagana ekur hann sér;
hispursrófuna hefur hann séð,
sem honum til jafns er vegin.
Hundraðskaup hafa nú þessi greyin.
Kjötinu fá þau fljótan stað,
latur verður lágnætti feginn,
fínlega hjónin krydda spað,
um alla dagana ekur hann sér;
loksins frá ég svo lyktar það,
þau lalla á húsgangsveginn.
Hundraðskaup hafa nú þessi greyin.27
Það var slæmt fyrir bændurna að missa
gott vinnufólk, þegar það fór að búa sjálft.
— En það var erfitt að vera sjálfstæður bóndi
á Islandi.
Líf einyrkjans, líf hins sjálfstæða manns,
er í eðli sínu flótti undan öðrum mönnum
sem ætla að drepa hann. Ur einum nætur-
stað í annan verri.28
Þeir frændur, Stefán og Bjarni, hafa ekki
skilið sjálfstæðisþrá vinnumannsins, eða ver-
ið á móti „algiftingum" vegna þess að þær
voru andstæðar hagsmunum þeirra.
Þorlákur Þórarinsson verður tekinn í þessa
umfjöllun þó hann tilheyri ekki austfirsku
skáldunum. Hann fæddist 1711 í Þingeyjar-
þingi og má teljast lærdómsaldarmaður.
Hann var fyrst djákni á Möðruvöllum og
síðan prestur þar. Hann drukknaði í Hörgá
1773.
Þorlákur orti nokkuð af sálmum og ýmis
guðrækileg kvæði. Um helmingur kvæðanna
í Ljóðmælum hans eru gamankvæði og fræði-
ljóð. Þar er m. a. að finna ádeilur á vinnu-
fólk. Kvæði hans „Hugraunarslagur er lcall-
ast þagnarmál, kveðinn 1728“ ber þess merki
að hann hefur þekkt kvæði austfirsku skáld-
anna, sérstaklega Bjarna Gissurarsonar, því
það er mjög svipað „Oflátungakvæði" að
efni og orðavali.
Vinnuhjúa vandræðin
vaxa nú ei minna
sum ótrú og sérplægin
söfn í búi grynna.
Hundraðs-kaupið heimtar sá
haddar laupi veldur
þiggur staupið ofan á
allt í raupi geldur.29
Þorlákur orti sérstakt kvæði um vinnu-
konur, „Marklýsing á óþrifnum vinnudrós-
um“. Það stendur sem nokkuð sérkenni-
legur minnisvarði um hugsanagang þessa
manns sem yfirleitt er talinn hafa verið nokk-
uð merkur klerkur.
I fyrstu fjórum erindunum lýsir hann því
hvernig góð vinnukona á að vera. Hún er
hirðusöm og nýtin með föt, hirðir hár sitt
vel, borðar hóflega og safnar jafnvel af-
göngum, er dugleg og verkhyggin. — Það er
greinilegt að hér talar atvinnurekandi. —■ En
síðan kemur lýsing á vinnukonunum eins og
skáldið sér þær. Og Þorlákur skýtur engu
smáatriði undan:
55