Mímir - 01.05.1980, Síða 55
Því að hann ekki þóttist fær
þjáður af kuldans brandi
í hríðinni að sér herða þær.
Hróðurinn þanninn standi.18
Stefán orti mikið um óverklagni vinnuhjúa
sinna. Hann lýsir þá störfunum og dregur
upp myndir af kauðahætti vinnufólksins við
þau. M. a. lýsir hann kolagerð:
Svo var slysin kúa knekt
við kolaverkið heldur frekt,
að axar fékk hann hyrnu hnekt
í hnúa bein með öngva spekt.
Pínu ei minni Poli bar,
því pungurinn iljar stuttur var,
skældist ekki skórinn par,
en skorðaðist samt í bífurnar.10
í tækifærisvísum sínum minnist Stefán
oft á vinnufólkið. Þar segir m. a. um ,,Dag-
sláttumenn“:
Aldrei sá eg hann Odd á grundu
einu sinni hræra ljá,
á hann horfði ég eiktarstundu,
ekki var hann þó að slá,
hinir lítt við haginn undu,
hýmdi Starri en Týri lá.20
Hugsanlegt er að Stefán hafi reynt að
nota þessar vísur sem eins konar stjórnunar-
tæki, þ. e. ef vinnufólkið hagaði sér ekki
eftir hans höfði þá átti það á hættu að fá
um sig illkvittna vísu eða kvæði. Og kvæði
Stefáns hafa borist fljótt á milli bæja og orð-
ið þeim sem fyrir urðu til mikillar skammar.
„Vinnumannakvæði" er langt kvæði, um
390 línur. Það er almennari ádeila en þau
fyrrnefndu. Stefán byrjar þar á að lýsa göll-
um vinnumannanna. Þeir eru m. a. yfirlæti,
tóbaksfíkn og tilhaldssemi. Það á nú ekki við
vinnumenn.
. . . hugsaðu ei þú haldir þig
sem herramaðurinn,
sem alskyns aura hefur
og öðrum með sér gefur.
Verknám varla kunna
vinnumenn sem ber,
það þarf ei neinn að nunna
að nokkur fáist hér
fyrir minna fé
en full tíu aurar sé
átta stikur vaðmáls víst
verður að láta í té,
að auki aðra hýru,
alt þeir leggja að rýru.21
Auk þess telja þeir eftir sér að vinna og þeir
slóra allan daginn. Ef bóndinn ætlar að
setja ofan í við þá, hóta þeir að fara úr vist-
inni.
Til að kóróna allt langar vinnumennina
að gifta sig og stofna eigið bú. Það finnst
skáldinu hámark heimskulegrar kröfugerðar,
því auðvitað verður ekkert lag á búskapnum.
Hann fýsir að fara að búa
fljótlega giptast skal,
að kotinu kalda snúa,
en kvikfé er ekki val,
ekki orf né ljá
eiga þá fara að slá,
ekki reip né reiðing neinn
né reiddan klifbera á,
koppur og kolla er engin,
ketill að láni fenginn.
. . . þá gestur að garði gengur
gefst hann upp að slá.22
Þegar þannig er staðið að búskapnum er auð-
vitað ekki von á góðu. Þegar líður á vetur-
53