Mímir - 01.05.1980, Side 66

Mímir - 01.05.1980, Side 66
I grekiska gravar har man funnit skor av lera, och pá en terrakottarelief frán Athen avildas Andromeda med ett par skor som gravgáva.11 DS telur að hliðstæðan milli hegðunar Þorgríms og Gísla við haugsetningarnar sé varla nema á ytra borði; orðalagslíkingin sé stílbragð — parallellism — frekar en merk- ingarfræðilegs eðlis. 8. AH leggur mikla áherslu á að banavopnið var eign Þorkels, það ætti að sanna sekt hans. En það var ekki hið upprunalega vopn, erfða- hlutur bræðranna, heldur spjót soðið upp úr því. Finnst mér því eðlilegt að það tákni átökin milli bræðranna í höndum þriðja að- ilans, Þorgríms. Það liggur í augum uppi að Þorgrímur hefur sjálfur átt í útistöðum við Véstein. Ærinn vanda hefi ek, þótt ek gora þetta við þá báða, Þorkel og Gísla mága mína, en mik skyldir ekki til við Véstein. (bls. 9, 12—14). Fólki á nágrannabæjunum er ljóst að Vé- steinn er í hættu þegar Þorkell er fluttur að Sæbóli. Um leið og Þorkell gefur sig á vald Þorgrími færist togstreitan milli bræðranna til og verður togstreita milli þeirra Gísla og Þorgríms. Undir mynstri ástaþríhyrninganna liggur annað mynstur valdastreitunnar, sem verður aukaatriði í sögunni en er þó vikið að, sjá vísu Gísla í 12. kafla, þar sem Gísli segist hafi veitt Þorgrími, þeim land- gjarna manni jörð. Þetta gæti lotið að póli- tískum átökum Gísla og Þorgríms. Súrsbörnin náðu aldrei þeirri þjóðfélags- legu stöðu á Islandi sem var sambærileg fyrri stöðu þeirra í Noregi. Þau voru komin af hersum, höfðingjum sem stóðu næst jörl- um að tign. Á íslandi höfðu þau ekki manna- forráð, en reyndu að klífa metorðastigann með því að mægjast við höfðingjana Véstein og Þorgrím. Hjónaband Þorgríms og Þórdísar var girndarráð og brot á viðteknum siðum. Hvers vegna var Þorgrímur að mægjast við aðkomu- menn í sveitinni? Var hann að tryggja sér mannaforráð, valdastöðu? Enda var heiman- fylgja Þórdísar Sæból, eign þeirra Súrsbarna. Þorgrími lízk systir þeira bræðra væn og biðr hennar, ok því næst er hon hon- um föstnuð, ok er þá þegar gört brúð- kaupit ok fylgir henni heiman Sæból, ok rézk Þorgrímr vestr þangat. (bls. 7, 22 —25). Það væri hliðstæða við vangaveltur Anne Holtsmark að fara að ímynda sér hvernig Þorgrímur hefði hugsað sitt manntafl, til dæmis í sambandi við að heimta reflana fyrir veisluhöldin. (15. kafli). Holtsmark telur þetta atriði upp meðal annarra enn ótil- greindra dæma um sakleysi Þorgríms. Þar eð þetta myndi leiða enn frekar burt frá bók- menntarýni í áttina að lögregluskýrslum eða varnarræðum í réttarsal, skal nú lokið upp- talningu á dæmum Anne Holtsmark. Anne Holtsmark byggir túlkun sína á því að Gísli hafi borið ættarsjónarmiðið fyrir brjósti. Gísli hafi alltaf vitað að Þorkell væri hinn seki, en með því að drepa Þorgrím væri hann að dylja sekt Þorkels og þar með að verja sóma ættarinnar. AH segir að sagan sé tvíræð og að enginn á undan henni hafi dirfst að halda því fram að Þorgrímur væri ekki morðinginn. Að áliti hennar vaxi Gísli með þessari túlkun, verði sönn tragísk hetja. Thomas Bredsdorff reynir að nálgast sög- una útfrá ákveðinni heildarsýn. Hann leggur aðaláherslu á andstæðurnar milli bræðranna, Gísla og Þorkels, og bendir á að höfundurinn hafi notað svipaða aðferð og 19. aldar im- pressiónistar: að sýna mismun skapgerða tveggja einstaklinga með því að setja þá í 64

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.