Mímir - 01.05.1980, Page 47

Mímir - 01.05.1980, Page 47
Eva og Sarah (en svo kallaði Brown þau börn sem hann rannsakaði) höfðu náð valdi á enskri fleirtölu skv. 90% reglunni hans einhvers staðar á milli 2ja og 3ja ára aldurs (sjá Brown 1973:271), gæti mönnum dottið í hug að mismunurinn hér stafaði af því hve miklu flóknari reglur gilda um íslenska ft,- myndun en enska. Munurinn liggur þó fyrst og fremst í prófunaraðferðinni, eins og áður er lýst hér að framan. Sé 90% reglu Brown beitt á niðurstöður Berko á sama hátt, kemur í Ijós að enskumælandi börn á forskólaaldri (4—5 ára) sem hún prófaði höfðu yfirleitt ekki heldur náð valdi á fleirtölu og börn í fyrsta bekk barnaskóla (5—7 ára) höfðu að- eins náð valdi á sumum tegundum ft.-mynd- unarinnar (sjá Brown 1973:273). Niðurstöð- ur Berko og okkar eru sambærilegar að því leyti til að aldurshópurinn 4—5 ára hefur alls ekki náð fullkominni ft.-myndun. Niður- stöður um eldri hóp Berko virðast einnig sambærilegar við sama aldurshóp hjá okkur, þ. e. að við teljum ekki hægt að tala um að íslensk börn séu komin með rétta ft.-myndun fyrr en í fyrsta lagi eftir 7 ára aldur. Af þessu sést því visst samhengi milli athugananna tveggja þó að e. t. v. virðist svo sem að rétt ft.-myndun í íslensku sé seinna á ferðinni en í ensku. Þó að athugun þessi sé e. t. v. nokkuð gölluð, vonum við þó að hún hafi gefið ein- hverja hugmynd um ft.-myndun hjá 3—4 ára börnum. Einstaklingar í öðrum aldurs- hópum eru alltof fáir til þess að hægt sé að grundvalla lokaniðurstöður um íslenska ft,- myndun á þeim. Því er ýmislegt í þessari at- hugun sem vekur spurningar, sem fróðlegt væri að leita svara við, eins og bent hefur verið á. Er því óskandi að athuganir þeirra Indriða Gíslasonar og Jóns Gunnarssonar sem minnst var á í upphafi fari sem fyrst af stað af fullum krafti og verði sem víðtæk- astar. Við viljum nota tækifærið og þakka öll- um þátttakendum og aðstandendum þeirra fyrir samstarfið, því að þetta samstarf var jú grundvöllur könnunarinnar. Að lokum ber að þakka kennara okkar, Höskuldi Þráins- syni enn og aftur fyrir alla hans fórnfúsu hjálpsemi í okkar garð. Án hans hefði þetta ekki verið mögulegt. HLIÐSJÓNARRIT: Roger Brown. 1973: A First Language. The Early Stages. Harvard University Press, Cambridge, Mass. Jean Berko. 1958: The Child’s Learning of English Morphology. Word, 14: 150—177. 45

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.