Mímir - 01.05.1980, Qupperneq 13

Mímir - 01.05.1980, Qupperneq 13
líkt og skákborði þar sem tveir menn sitja að tafli (bls. 66) Og þessum taflmönnum er á öðrum stað líkt við bjargfuglinn sem verpir brothættum eggjum sínum yst á bjargbrúnina (Líf með- færilegt eins og vindlakveikjarar). Nema hvað hreiður mannanna eru full af voveifleg- um stáleggjum, fleirum en svo að nægi til að eyða mannkyninu oftar en einu sinni. Spurn- ingin er aðeins hvenær eggjunum verði klak- ið út — hvenær framtíð mannkynsins verði ráðin. I ljóðinu Fæðingarhátíð nazismans minnist Hannes uppgangs nasismans og lýsir þeim skelfingum sem heimsstyrjöldin hafði í för með sér og ber þetta saman við fjörbrot gamallar valdastéttar á skinhelgum jólum. Saklaus einkasæla hinna útvöldu er enn einu sinni í hættu og knýr þá til að grípa til sömu aðgerða og leitt hafði til heimsstyrjaldar að- eins örfáum árum áður — framleiðslu vígvéla. Kynslóðaskipti hafa átt sér stað og í hinni feigu valdastétt endurfæðist frelsari hins kristilega heims, sá sami og hafði verið kross- festur örfáum árum áður þegar fallbyssufóð- ur hans var uppurið, þ. e. stríðsmaðurinn. Nú er ný æska reiðubúin að láta leiða sig til slátrunar. Og farsótt vígbúnaðar slær allar borgir hins kristna heims á einni nóttu. Þannig virðist Hannesi líf manna vera . . . eins og lokaður hringur frá lygi að blóðugum sannleik til lygi (bls. 62) Hin feiga valdastétt notar forn og ,,heilög“ gildi almennings (kristindóminn) til að koma eigin áformum á framfæri — efla auð sinn og völd. Því þó að menn skynji hættuna sem vígvélaframleiðslan býður heim verður krist- indómurinn það ópíum sem heldur aftur af þeim. Og hinn blóðugi jsannleikur nýrra hörmunga virðist vera að koma fram í dags- Ijósið. (Ó glitofnu færibönd sem flytja nýja æsku inn í fægðar vélar hinna stríðsóðu framleiðenda stríðs og mannlegra örkumla — ó nývígðu samstæður véla er stýfa menn og steikja lifandi! ó nýliðna martröð og morð milljóna í gasofnum!) (bls. 62) En Hannes er sannfærður um að hin sjúka valdastétt eigi ekki langt líf fyrir höndum. Dauðinn hefur tekið völdin og hann mun væntanlega ekki hlífa hinum stríðsóðu. Það er dauðinn sjálfur sem ríkir: hann reiknar og selur nokkrar rauðar mínútur og krónur á fallanda gengi feigri stétt og voldugum ábúendum manna — fyrir veðsett líf annarra (bls. 63) I Ijóðinu Mr. Dulles á sjúkrabeði sér Hannes þennan Mr. John Forster Dulles fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna sem ímynd helsprengjustefnu feigrar valdastéttar, „deyjandi hönd hans kreppist hægt um líf okkar allra“. Hannes líkir honum við köng- urló spinnandi vef til að veiða mannkynið — flugurnar. Og skáldið spyr: Hve lengi eigum við að bíða úrslitanna þegar dauðinn læsir hendi hans um líf okkar allra eða leysir hann hnútinn mildilega svo að allt raknar . . .? (bls. 58) Og svo virðist sem Hannes sé fullkomlega sannfærður um að hnúturinn verði leystur og mannkynið eigi einhverja framtíð í vænd- um — um það vitnar síðasta ljóð Viðtala og eintala: Vaknandi birtan. Það ljóð er eins og fyrr segir í fullkominni andstöðu við von- leysið og dauðaóttann sem annars einkennir ljóðabálkinn svo mjög. I Ættjarðarkvæði fyrst í bókinni hafði sigur vorsins yfir vetrinum aðeins verið möguleiki. Skáldið hafði þá einungis leyft 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.