Mímir - 01.05.1980, Side 30
því að hafa tækifæri til að efla málbeitingu
fólks, ef við höfum undirbúning til þess
héðan. Þennan undirbúning mætti gefa í nám-
skeiði þar sem t. d. væri kennd framsögn,
ritgerðasmíð, leikræn tjáning og kennsluað-
ferðir í íslensku og nemendur gætu farið út í
skólana og kannað málfar barna.
I bókmenntakennslunni finnst okkur að
tengslin við skáldin sem fjallað er um mættu
vera líflegri. Kennarar eða Mímir gætu staðið
fyrir skáldakynningum, leikhúsferðum eða
einhverju slíku.
MISMUNUR Á NÁMSKEIÐUM
Það er grunsamlega mikill munur á náms-
mati og yfirferð í námskeiðum og kröfur eru
ekki nógu samræmdar. Verkefnavinna og rit-
gerðaskil eru einnig mjög mismunandi. Ann-
ars ríkir blessunarlega mikið frjálslyndi hjá
bókmenntakennurunum varðandi námsmat.
Nemendum jafnvel boðið að velja milli rit-
gerðar og prófs.
TILHÖGUN NÁMSINS
Okkur þykir full ástæða til þess að gera
námið í íslensku til B.A. prófs viðameira
þannig að það yrði 90 einingar, vegna þess
að bæði er um bókmennta- og málfræðinám
að ræða. Það sem bættist við núverandi
skipulag yrði valfrjálst og hægt yrði að fá
námskeið úr almennum málvísindum og bók-
menntafræði metin.
Þær 30 einingar sem nemendur úr öðrum
greinum taka sem aukagrein eru mjög fast-
bundnar. Þarna mætti gjarnan bjóða uppá
frjálsara val fyrir þá sem vilja leggja mesta
áherslu á annað tveggja, bókmenntir eða
málfræði. Þau sex námskeið sem nú eru
skylda skiptast jafnt milli bókmennta og
málfræði, svo þetta nám verður í raun hvorki
fugl né fiskur.
UMBÓTAVILJI NEMENDA
Gagnrýni á námið í vetur hefur helst fal-
ist í kaffistofunöldri en engin opinber um-
ræða hefur fylgt í kjölfarið. Nemendur hafa
tækifæri til áhrifa á námið með setu sinni í
námsnefnd en þar verður ekkert gert nema
hreyfing nemenda búi að baki. Lítill sam-
gangur er á milli árganga og eldri nemendur
virðast hafa gefið upp alla von um breyting-
ar. Nemendur þegja í tímum þó þeim finn-
ist eitthvað að; bíta á jaxlinn og bölva í
hljóði. Margir eru aðeins tvö ár í náminu.
Fyrra árið eru menn að kynnast aðstæðum en
á því seinna finnst mönnum elcki taka því
að breyta hlutunum.
Á næstunni koma nýir kennarar til starfa
í deildinni og nemendur verða að veita þeim
aðhald í byrjun svo þeir falli ekki í sama
gamla farið. Eins er ástæðulaust að gefa upp
alla von með gömlu kennarana. Það er líka
sök okkar ef kennarar staðna. Þeir verða að
finna að nemendum sé elcki sama um námið
og hafi áhuga á tilhögun þess.
Eitt af því sem staðið hefur umræðum
fyrir þrifum í vetur er að stjórn Mímis hefur
ekki séð ástæðu til að halda félagsfundi.
Aðeins aðalfundur hefur verið haldinn og
mun hann víst teljast til afreka fyrri stjórn-
ar. Virðist því líkt á komið með félaginu og
fornafna þess í Ásgarði að ekkert er eftir
nema höfuðið.
Að lokum vonum við að þessi grein og
umræða um fagrýni í öðrum deildum verði
til að ræsa umræður næsta vetur.
28