Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 8
(bls. 13)
rjúfa umsát vetrar
fyrr en heitu hjarta
hennar blæðir út ■—?
Ættjarðarkvæði er á margan hátt nokkuð
dæmigert fyrir ljóð þau sem komu fram með-
al sósíalískra skálda sem andsvar við varnar-
samningi Islendinga við Bandaríkjamenn og
endurkomu erlends hers til Islands. Skáld-
unum fannst sem þjóðin hefði verið stung-
in svefnþorni, það þyrfti að vekja hana áður
en hjarta landsins, „hin heita lind“, hætti að
slá. Eins og svo mörg önnur skáld höfðar
Hannes til þjóðerniskenndar manna með því
að nota fornan bragarhátt. Einnig minnist
hann á sameiginleg verðmæti þjóðarinnar
(„þess sem þér er kærast“) — menninguna
eða þjóðarsálina sem aðgreinir íbúa þessa
lands frá öðrum. Þannig setur Hannes hina
þjóðlegu menningu andspænis þeirri menn-
ingarflóðbylgju sem barst inn yfir landið er
einangrun þess rofnaði í heimsstríðinu.
Athyglisverð er breytt afstaða Hannesar til
lífsins frá því hann orti Dymbilvöku. Svart-
sýnin er horfin þótt kalt stríð geisi og heims-
útlit sé fjarri því að vera bjartara. Nú segir
skáldið ekki lengur ,,Ó Amora! Ekki hing-
að!“ eins og í Dymbilvöku þar sem uppgjöf-
in var fullkomin. En enn sem komið er leyfir
hann sér aðeins að segja „Kannski?“ Og í
því orði felst vissulega von.
III.
Annar hluti Spreka á eldinn eru Vetrar-
myndir úr lífi skálda. Þetta er alllangur ljóða-
bálkur og eins og í Ættjarðarkvæði eru von-
brigði og tregi ríkjandi í upphafi. Stemn-
ingin minnir jafnvel nokkuð á upphaf Sona-
torreks Egils: „Mjölc erum tregt/tungu at
hræra . . .“
Djúpt sefur þú í djúpi mínu
Og dumbrautt kvöldskin blóðs míns
sveiflar geislasnörum
í gegnum auð og barkarlituð fiskinetin
Þau ná of grunnt þú sefur dýpra
(bls. 17)
Skáldinu gengur illa að finna rétt orð til
að lýsa tilfinningum sínum og ber þar ýmis-
legt til; sókn hans sjálfs eftir orðum er veik,
svefn þeirra er hins vegar þungur. Og þá
sjaldan orðum skýtur upp fyrir einhverja til-
viljun eru þau gerð úr brothættu efni, kristal
eða gleri. Sjálfur er skáldið eins og „vokandi
máfur“, einn í stórum, eyðilegum heimi.
Vettvangur hans er hið „vindgráa haf“ sem
felur alla veiði (orðin) í öldum sínum.
Tómlát er vaka mín í þessum víða hjálmi:
vokandi máfur vindgrátt haf
vítt stálblikandi hvolfþak. (bls. 18)
Eins og í Ættjarðarkvæði er veturinn ríkj-
andi og „lífið liggur þá ekki á lausu“. Sam-
bandsleysi manna er algjört. Skáldið líkir
nútímamanninum við lokað hús á stöðugri
ferð frá borginni og öðrum mönnum, til ein-
hvers afvikins staðar.
Nýr veruleiki og ný reynsla krefjast nýs
Ijóðforms, nýrra orða og umfram allt lifandi
orða svo þau hljóti einhvern hljómgrunn,
megni að vekja menn af vetrardvalanum,
evða einsemdinni. Og skáldið auglýsir eftir
slíkum orðum:
Hvaða orð eiga lýsandi kjarna
í luktri skel þessarar hauskúou
sem ert þú sjálfur? þetta hús sem hnikast
hægt yfir snjóinn til enn afviknari staðar?
Þú sérð þegar borgina fjarlægjast
með sínum veifandi ljósum
Þáð er ekki sársaukalaust Hvaða orð lýsa
upp leghöll einveru þinnar? (bls. 21)
Andvaraleysi og doði eru allsráðandi og
í stað þess að glírna við vandamál samtíð-
arinnar, þann andlega vetur sem ríkir og
þann
6