Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 46

Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 46
en þó er munurinn þar alls ekki svo mikill, þ. e. börnin beittu þeim sjaldnast og þeir fullorðnu ekki mjög oft. Munurinn á hlut- falli réttra mynda liggur hins vegar aðallega í því að börnunum hættir meira til endur- tekninga eða að festa sig í einni endingu og nota hana síðan alltaf (alhæfa) og er í þess- um tilfellum -ar endingin langsterkust. Full- orðna fólkið hefur hins vegar miklu meiri möguleika á því að hitta á rétt svör, þar sem það kann fleiri reglur og hefur auk þess meiri orðaforða til að miða við. Pó að við höfum í þessari grein sleppt kafl- anum um samanburðinn á börnunum teljum við þó rétt að minnast aðeins á niðurstöður hans í þessum lokakafla. Pessi samanburður náði aðeins til þriggja barna. Það var þó á- hugavert að sjá niðurstöður hans, því aðeins hjá einu barnanna kom greinileg „jákvæð“ þróun, sem við höfum svo kallað. Þetta barn (nr. 13) setur mun oftar eitthvert ft.-mark í seinna sinnið, þó það sé ekki alltaf rétt. Hin tvö börnin höfðu minna rétt í seinna skiptið og höfum við að sjálfsögðu reynt að skýra það. Annað þessara barna er 4.1 við fyrri athugun og 4.7 við þá síðari, og gæti því í seinna skiptið verið komið á alhæfinga- aldurinn svokallaða, enda er -ar endingin svo til gegnumgangandi hjá barninu við síðari at- hugun. Einnig er þetta barn í fyrra skiptið athugað heima hjá sér í rólegheitum en í seinna skiptið á barnaheimili, þar sem börn- in brevtast kannski fyrr. Hitt barnið (nr. 3) hefur lært óreglulegu myndirnar snemma en fer svo í seinna skiptið að breyta þeim og alhæfa útfrá reglum sem það hefur lært í millitíðinni. Af umfjölluninni um beygingarflokkana kemur vel fram að sumir eru sérstaklega ríkj- andi og aðrir eru mjög víkjandi. Eins og væntanlega hefur komið í Ijós voru 16 full- orðnir teknir með í atbugun þessa. Var það aðallega til að sjá afstöðu beygingarflokk- anna, þ. e. hverjir stæðu vel að vígi og öfugt. Ríkjandi flokkarnir eru þeir sem ætla má að séu stærstir (t. d. veik og sterk orð í kk. sem hafa -ar endingu í ft.) og jafnframt þeir sem e. t. v. eru auðveldastir (t. d. veik kvk.orð með -ur ft. endingu). En þeir flokkar eru víkjandi sem fá algeng orð eru í eða þeir sem einhverjar hljóðreglur virka á við ft.- myndun (t. d. veik hvk.orð með ft.-ending- una -u og sterk kk.orð með ft.-endinguna -ur). Pað virðist því ljóst að auðveldast er að læra fleirtölu orða sem falla í algenga og einfalda flokka, en ft. orða lærist síðar ef þau tilheyra litlum beygingarflokkum eða ef flóknar hljóðreglur koma við sögu í ft.-mynd- uninni. Pessi niðurstaða þarf svo sem ekki að koma á óvart. Ef við athugum hvað það er sem lærist fyrst, eru það greinilega algengustu og ein- földustu orðin, svo og algengustu og einföld- ustu flokkarnir. Þó sést að börnin geta lært einstakar óreglulegar myndir snemma, en eft- ir að þau fara að læra fleiri reglur bendir ýmislegt til þess að óreglulegu myndirnar máist út um tíma og endingar sem þau hafa lært verða allsráðandi. Erfitt er að fara út í hvaða atriði lærast hvenær og hvernig þróunin er í smáatriðum. Petta er allt mjög einstaklingsbundið, sem sést greinilega á línuritum Ai og Bi og verð- um við að láta okkur nægja mjög gróflega umfjöllun á því á þessu stigi málsins. Börnin kunna greinilega meira í lista A en í Jista B. Ljóst er því að þau læra reglurnar seinna en einfaldar myndir. Þannig má sjá að aðferðir þeirra Brown og Berko (sem minnst var á í upphafi) eru ekki sambærilegar hvor við aðra. Brown kannar fyrst og fremst lærð- ar mvndir en Berko er að leita eftir því hvort börnin kunni reglurnar. I þessu sambandi má benda á að ef farið er eftir hugmyndum Brown um það hvenær barn sé búið að læra tiltekið beygingaratriði kemur í ljós að ekk- ert barn undir 7 ára aldri í athuguninni hef- ur náð valdi á ft.-myndun í íslensku, því að- eins 2 elstu börnin fara vfir 31.5 orð (sem er 90%) í myndalista A. Par sem þau Adam, 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.