Mímir - 01.05.1980, Page 46

Mímir - 01.05.1980, Page 46
en þó er munurinn þar alls ekki svo mikill, þ. e. börnin beittu þeim sjaldnast og þeir fullorðnu ekki mjög oft. Munurinn á hlut- falli réttra mynda liggur hins vegar aðallega í því að börnunum hættir meira til endur- tekninga eða að festa sig í einni endingu og nota hana síðan alltaf (alhæfa) og er í þess- um tilfellum -ar endingin langsterkust. Full- orðna fólkið hefur hins vegar miklu meiri möguleika á því að hitta á rétt svör, þar sem það kann fleiri reglur og hefur auk þess meiri orðaforða til að miða við. Pó að við höfum í þessari grein sleppt kafl- anum um samanburðinn á börnunum teljum við þó rétt að minnast aðeins á niðurstöður hans í þessum lokakafla. Pessi samanburður náði aðeins til þriggja barna. Það var þó á- hugavert að sjá niðurstöður hans, því aðeins hjá einu barnanna kom greinileg „jákvæð“ þróun, sem við höfum svo kallað. Þetta barn (nr. 13) setur mun oftar eitthvert ft.-mark í seinna sinnið, þó það sé ekki alltaf rétt. Hin tvö börnin höfðu minna rétt í seinna skiptið og höfum við að sjálfsögðu reynt að skýra það. Annað þessara barna er 4.1 við fyrri athugun og 4.7 við þá síðari, og gæti því í seinna skiptið verið komið á alhæfinga- aldurinn svokallaða, enda er -ar endingin svo til gegnumgangandi hjá barninu við síðari at- hugun. Einnig er þetta barn í fyrra skiptið athugað heima hjá sér í rólegheitum en í seinna skiptið á barnaheimili, þar sem börn- in brevtast kannski fyrr. Hitt barnið (nr. 3) hefur lært óreglulegu myndirnar snemma en fer svo í seinna skiptið að breyta þeim og alhæfa útfrá reglum sem það hefur lært í millitíðinni. Af umfjölluninni um beygingarflokkana kemur vel fram að sumir eru sérstaklega ríkj- andi og aðrir eru mjög víkjandi. Eins og væntanlega hefur komið í Ijós voru 16 full- orðnir teknir með í atbugun þessa. Var það aðallega til að sjá afstöðu beygingarflokk- anna, þ. e. hverjir stæðu vel að vígi og öfugt. Ríkjandi flokkarnir eru þeir sem ætla má að séu stærstir (t. d. veik og sterk orð í kk. sem hafa -ar endingu í ft.) og jafnframt þeir sem e. t. v. eru auðveldastir (t. d. veik kvk.orð með -ur ft. endingu). En þeir flokkar eru víkjandi sem fá algeng orð eru í eða þeir sem einhverjar hljóðreglur virka á við ft.- myndun (t. d. veik hvk.orð með ft.-ending- una -u og sterk kk.orð með ft.-endinguna -ur). Pað virðist því ljóst að auðveldast er að læra fleirtölu orða sem falla í algenga og einfalda flokka, en ft. orða lærist síðar ef þau tilheyra litlum beygingarflokkum eða ef flóknar hljóðreglur koma við sögu í ft.-mynd- uninni. Pessi niðurstaða þarf svo sem ekki að koma á óvart. Ef við athugum hvað það er sem lærist fyrst, eru það greinilega algengustu og ein- földustu orðin, svo og algengustu og einföld- ustu flokkarnir. Þó sést að börnin geta lært einstakar óreglulegar myndir snemma, en eft- ir að þau fara að læra fleiri reglur bendir ýmislegt til þess að óreglulegu myndirnar máist út um tíma og endingar sem þau hafa lært verða allsráðandi. Erfitt er að fara út í hvaða atriði lærast hvenær og hvernig þróunin er í smáatriðum. Petta er allt mjög einstaklingsbundið, sem sést greinilega á línuritum Ai og Bi og verð- um við að láta okkur nægja mjög gróflega umfjöllun á því á þessu stigi málsins. Börnin kunna greinilega meira í lista A en í Jista B. Ljóst er því að þau læra reglurnar seinna en einfaldar myndir. Þannig má sjá að aðferðir þeirra Brown og Berko (sem minnst var á í upphafi) eru ekki sambærilegar hvor við aðra. Brown kannar fyrst og fremst lærð- ar mvndir en Berko er að leita eftir því hvort börnin kunni reglurnar. I þessu sambandi má benda á að ef farið er eftir hugmyndum Brown um það hvenær barn sé búið að læra tiltekið beygingaratriði kemur í ljós að ekk- ert barn undir 7 ára aldri í athuguninni hef- ur náð valdi á ft.-myndun í íslensku, því að- eins 2 elstu börnin fara vfir 31.5 orð (sem er 90%) í myndalista A. Par sem þau Adam, 44

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.