Mímir - 01.05.1980, Page 7

Mímir - 01.05.1980, Page 7
í viðtali við Birting árið 1958 segir Hannes m. a. um þessi sinnaskipti sín: Eg var rómantískur kommúnisti innan við tvítugt. Síðan snerist ég algerlega gegn þeim um tíma, aðallega vegna þess að mér mislíkaði framferði þeirra gagnvart lista- mönnum. En nú voru viðsjár miklar í heiminum, Kóreustríðið skollið á og engu líkara en til úrslita drægi. Eg varð því að gera mér grein fyrir hvar ég stæði, og næst- síðasti kafli kvæðabálksins er í rauninni ákall til byltingarinnar að syngja sálu- messu auðvaldsskipulagsins („föður míns“) til enda: ,,Ó láttu nýja strengi storminn herða og stæltum boga leika rekvíem föður míns heitins, hans er bíður lík í húsi voru, að því lokið sé . . .“lu í þessum kafla Imbrudaga er Hannes vissulega nokkuð stórorður. Hann stefnir ,,eldingu“ sósíalismans gegn stríðsöflum auð- valdsins, „stálbrynjuðum eggfuglinum“, „varúlfi vindheiðanna“. Þó er varla hægt að segja að Hannes sé „skorinorður“ í þess- um kafla fremur en öðrum köflum Imbru- daga, því hugsanir skáldsins vilja býsna oft dyljast í súrrealísku myndmálinu. Hins veg- ar fer því víðs fjarri að ljóðin uppfylli þær kröfur erlendra súrrealista að vera óháð öll- um skynsemis og siðferðissjónarmiðum, nán- ast leikur ímyndunaraflsins. En nóg um Imbrudaga. I þessari ritgerð er ætlunin að skoða aðeins ljóðabókina Sprek á eldinn sem út kom árið 1961 eða þremur árum eftir fyrrnefndar skáldaumræður í Birtingi, með tilliti til þeirrar hugmynda- fræði sem þar kemur fram, og að athuga hvort Hannes er hugmyndum sínum um „skorinorða ljóðið“ trúr. Vissulega hefði verið ástæða til að bera Sprek á eldinn sam- an við fyrri bækur Hannesar og athuga hverj- ar breytingar hefðu á orðið, en þess er ekki kostur hér. Sprek á eldinn krefst alls þess rúms sem til umráða er. II. Sprek á eldinn skiptist í fjóra kafla: Ætt- jarðarkvæði, Vetrarmyndir úr lífi skálda, Viðtöl og eintöl og Landnám í nýjum heimi. Ættjarðarkvæði er að öllum líkindum elsta ljóð bókarinnar, birtist í Tímariti Máls og menningar árið 1953 og síðar í Ijóða- safninu Svo frjáls vertu móðir árið 1954. Kvæðið er fimm erindi, ort undir dróttkvæð- um hætti, háttlausa hefði Snorri líklega kall- að það, og lýsir vonbrigðum og sorg skálds- ins yfir ömurlegu hlutskipti ættjarðarinnar. Landið er í vetrarböndum, öll náttúran er köld og lífvana, melurinn er ,,blásinn“, gróð- urinn ,,kurlaður“, jörðin ,,kalin“ og „úlfa- hjarðir vindanna“ leggjast á náinn. En mest eru þeir þó leitandi. Vetrarlangt yfir landið leituðu móðir vindar þess sem þér er kærast: þar sem eldur brann fyrr í gígsins fylgsni flæðir lindin heita fóstrar blóm og frestar frostsins veldi um sinn (bls. 13) Einungis hin „heita lind“ nær þannig að veita vetraröflunum einhverja mótstöðu. En hve lengi fær hún dulist hinum köldu, leit- andi vindúlfum dauðans? I kvæðislok birt- ist smá von um að hin jákvæðu öfl færi allt til betri vegar; að sumarið sigri hinn harð- svíraða vetur. Kannski blæðir birtu bleikri um æðar skýja kannski opnast augu allra linda á ný renna gullnir röðlar 5

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.