Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 32

Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 32
 fyrir þátttakendur í athuguninni, en ekkert slíkt var til fyrir íslensku. Pað var svo aðal- lega kennari okkar í þessum námsþætti, Höskuldur Þráinsson, sem hannaði þetta próf, sem miðað er við íslensku beygingar- flokkana. Hann naut aðstoðar Kjartans Arn- órssonar við teikningu myndanna sem taldar eru upp á B-lista hér á eftir, og eiga þeir báðir okkar blíðustu þakkir skildar. Athugun okkar var sem fyrr segir byggð á érlendum fyrirmyndum. Var það aðallega áðferð Berko sem við tókum upp, þ. e. að lagt var fyrir börnin próf. Börnunum eru sýndar myndir fyrst af einum hlut eða fyrir- bæri og síðan tveimur alveg eins. Börnunum var gefið upp heiti fyrirbærisins í et. og síð- an kyn orðsins í ft. (það var gefið til kynna með töluorðinu, sbr. myndir hér að neðan) og síðan áttu þau að segja ft.-mynd orðsins. Pekktasta mynd Berko er þessi: Við höfum hins vegar einnig lagt fyrir börnin myndalista með þekktum fyrirbærum (myndalisti A), en slíkt gerði Berko ekki. Gerðum við þetta aðallega til viðmiðunar við bull-orðin (myndalisti B) og til að sjá hvort ft.kunnátta (myndalisti A) og reglu- beiting (myndalisti B) fari saman. Sem dæmi um myndir úr prófinu okkar má nefna: Nú er komin önnur darga. Pað eru tvær svoleiðis. Petta eru tvær ............................... Petta er þetir. Petta er frímun. Við höfum talsvert fleiri myndir með til- búnu orðunum en Berko gerði. I fyrsta lagi er það vegna þess að við einbeittum okkur að ft.-myndun nafnorða, en Berko prófaði fleiri atriði, s. s. þátíðarendingu so. o. fl. I öðru lagi þurfti fleiri myndir til að ná yfir alla ft.-möguleika íslenskunnar en þeirrar ensku þar sem ft.-myndun í íslensku er mun flóknari en sú enska. Eins og kunnugt er, er í ensku oftast aðeins um morfemið { —s } að ræða við reglulega ft.-myndun og síðan mismunandi framburð þess eftir grannhljóð- um, en í íslensku fer ft.-ending ekki eingöngu eftir grannhljóðum, heldur ræðst hún af öðr- um atriðum, þ. e. eftir því hvaða beygingar- flokki orðið tilheyrir. Framkvæmd athugunar okkar var síð- an á þá leið að lagðir voru fyrir myndalistar A og B og höfðum við á meðan segulbands- tæki í gangi. Síðan skráðum við niður af segulböndunum svör barnanna á sérstök eyðublöð. Við sögðum þeim orðið í et. og síðan gáfum við þeim til kynna kyn orðsins með töluorðinu eins og áður er getið, sbr. mynd II hér að ofan. Þó að athugun okkar sé byggð að miklu leyti á athugun Berko viljum við þó ekki 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.