Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 45

Mímir - 01.05.1980, Blaðsíða 45
þessi orð fá (eins og auðvelt er með orð sem enda á -a í et. að sjá að þau fá -ur í ft.)- Eins og vikið hefur verið að fyrr í þessari grein hafa þrjú orð í B-lista val milli endinganna -ir, -ar, -ur og velja börnin alls staðar alla mögu- leikana. Fullorðna fólkið velur einnig alla möguleikana, nema það setur aldrei -ir aftan við híf, og er það nokkuð sérstakt. Ástæðan liggur ekki í augum uppi, ekki er sýnilegt neitt innan orðanna gros, híf, bús sem kallar á einhverja vissa endingu eða aftekur aðra. Óreglulegu myndirnar eru svo aðeins lærð- ar utan að og hafa börnin í A-lista ýmsar út- gáfur af þeim, sem sýnir þá beint að þau kunna ekki myndina, en reyna að beygja orðið eftir einhverjum reglum sem þau kunna. Hvorugkyns-beygingarflokkar. Veiki -u flokkurinn er greinilega ekki sterk- ur ef dæma má af þessari könnun. Minnst hefur verið á áður hvað hann er sjaldgæfur í A-lista en einnig er hann mjög óvirkur í B-lista. Algengastar eru endurtekningar í B- lista og fullorðnir hafa ekki nema um helm- ing réttan þar. S., -0 flokkurinn (þ. e. end- ingarlaus) virðist hins vegar mjög sterkur og raunar alls ráðandi í hgk. Ft.-myndin vög er nokkuð sérstök (í svör- um barnanna). Þar gera þau á einhvern hátt ráð fyrir -u, en samt verður ft.-myndin eins á yfirborðinu og ef orðið væri í s., -0 flokkn- um (d. göf, dorm). Erfitt er að segja til um tengslin hér á milli, hvor flokkurinn sé í raun hér að verki. Einnig eru sérkennilegar myndirnar vign, sor og sör, bun, vög og vog hjá þeim fullorðnu. Þessar myndir eru e. t. v. tilkomnar vegna analógíu við s., -0 flokkinn, þar sem flest orð þess flokks enda á sam- hljóða. Þessi orð ættu þó að beygjast eftir hinum hgk. flokknum (nema buni), en þó sést í sumum myndum að gert er ráð fyrir -u í grunnformi sbr. sör og vög. Um tengslin þarna á milli er erfitt að fullyrða á þessu stigi málsins. VI. NIÐURSTÖÐUR Línuritin sýna skýrt hvernig ft. þróast hjá börnunum, þ. e. línan hækkar mest á aldrin- um 3—4 ára, en síðan hægir á þróuninni uppfrá því. Af því mætti ráða að ft. sé í mestri þróun á aldrinum 3—4 ára, en eins og oft hefur verið minnst á áður er könnun- in e. t. v. ekki marktæk eftir 4.5 ára aldur. Þess vegna væri brýnt að athuga sem fyrst fleiri börn sem eru eldri en 4.5 ára. Einnig væri forvitnilegt að skoða betur hvort börn- unum ,,fer aftur“ í ft.-notkuninni, eins og við fundum dæmi um. I þessu sambandi er fróðlegt að athuga sambandið milli réttra svara barnanna í A-lista annars vegar og B- lista hins vegar (sjá töflu 4). Utfrá þeim samanburði er hægt að sjá hvar börnin standa í þróuninni, þ. e. hvort þau eru á því stigi að þau eru að læra óreglulegar myndir eða hvort þau hafa lært einhverjar reglur og beita þeim í öllum tilfellum. Greinilegt er að endapunktur þróunarinn- ar næst mun fyrr í þekktu orðunum en þeim óþekktu. I raun er ekki hægt að tala um endapunkt þróunar í lista B, þar sem aðeins einn einstaklingur (fullorðinn) hefur allt rétt þar. Það er því kannski ekki hægt að segja að ft. ,,lærist“ nokkurn tíma til hlítar í ís- lensku, með öllum hljóðbreytingum sem við eiga í hvert skipti. Þó gæti þessi niðurstaða líka legið í gerð prófsins, eins og áður hefur verið drepið á. Endapunkturinn er greinileg- ur í A-lista og þá gæti maður ályktað að þar sem fólk lærir ekki reglur eða beitir þeim, þá lærast bara ft,-myndirnar, þ. e. fyrir sjald- gæfa beygingarflokka læra menn ekki virkar reglur, heldur bara ft.-myndina sem óreglu- lega mynd í heild. Samanburður á börnum og fullorðnum er grundvallaður á B-lista. Auðvitað kann full- orðna fólkið meira en börnin og hefur hærra hlutfall af réttum myndum. Munurinn virð- ist þó aðallega liggja í því að flestir fullorðnir kunna a-hljóðvarp og beita því yfirleitt rétt. Aðrar hljóðreglur eru líka réttari hjá þeim, 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.