Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 16

Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 16
I'æddir voru hér á landi og höl’ðu hlotið nafn sitt hér(sbr. Hagstofa íslands 1915:7). Árið 1961 kom út bók eftir Þorstein Þor- steinsson fyrrverandi hagstofustjóra um nafn- gjafir áratuganna 1921 — 1950. í þeirri skýrslu var reynt að fylgja þeirri reglu að taka með nöfn þeirra barna sem voru íslenskir ríkisborg- arar (sbr. Þorsteinn Þorsteinsson 1961:6 — 7). Þessi skýrsla er frábrugðin fyrri skýrslum að því leyti að hún er ekki byggð á manntali held- ur á skýrslum presta sem þeir senda Hagstof- unni um skírnir og nafngjafir. Árið 1981 gaf Hagstofan út bækling urn nafngjafir áranna 1960 og 1976. Sú skýrsla er byggð á presta- skýrslum og greinir frá nöfnum barna sem fædd eru árin 1960 og 1976. Á skýrslunum frá 1703, 1855 og 1910 og á yngri skýrslunum er mikill munur. Yngri skýrslurnar sem eru byggðar á skýrslum presta um skírnir og nafngjafir hljóta að vera miklu öruggari heimild um nöfnin en manntölin því þær koma beint frá prestunum. 1 manntölun- um geta nöfnin verið rangrituð vegna mis- heymar og t.d. er líklegt að nöfnin Hugraun og Helvítus í manntalinu 1703 séu þannig til kom- in (sbr. Ólafur Lárusson 1960:4—5). Þegar sýna á hvaða tíska hefur verið ríkjandi í nafngjöfum á ákveðnu tímabili hafa presta- skýrslurnar einnig ýmislegt fram yfir manntöl- in. Manntölin sýna nöfn allra þeirra manna sem lifandi voru á manntalsdaginn. En þau nöfn stafa frá nafngjöfum á ýmsum tímum um nærri aldarskeið og t.d. hljóta flest öll nöfnin í manntalinu 1703 að stafa frá nafngjöfum á 17. öld. Manntölin veita þó ekki fullkomna vitn- eskju um nafngjafir síðustu aldar því í þau vantar nöfn allra þeirra sem dánir eru en var gefið nafn á þessum tíma. Prestaskýrslurnar ná hins vegar yfír öll nöfn sem gefin voru á ákveðnu tímabili, þ.e. þær ná líka yfir nöfn þeirra sem dánir eru. Þegar athugaðar eru breytingar á nafnavali landsmanna hlýtur að vera mikilvægara að fá að vita allar nafngjafir síðustu áratuga en að fá upplýsingar um nokk- urn hluta af nafngjöfum síðustu hundrað ár- anna (sbr. Þorsteinn Þorsteinsson 1961:5). Manntölin eru okkur þó ómetanleg heimild um nöfn íslendinga fyrr á tímum og það hlýtur að teljast nær einstakt að við vitum nöfn allra landa okkar fyrir tæpum þremur öldum. Auk þeirra fimm skýrslna sem nú hefur ver- ið getið, hefur í þessari grein verið notast við þjóðskrána 1982. Hún gefur upplýsingar um nöfn allra íslendinga sem lifandi voru árið 1982 og þeirra sem létust á árunum 1976 — 1982. Heildarfjöldi nafnbera í þessari skýrslu er því töluvert hærri en fjöldi íslendinga árið 1982 (sbr. Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson 1985). Þjóðskráin hefur þann galla eins og manntölin að þegar menn heita fleirnefnum eru nöfn oft skammstöfuð eða þeim hreinlega sleppt. í 22. sæti yfir algengustu kvennanöfn árið 1982 er t.d. skammstöfunin S. sem ómögu- legt er að ráða í. Þetta veldur því að þjóðskráin er ekki áreiðanleg heimild um hvað margir heita hverju nafni, þó hún gefi að sjálfsögðu aðallínurnar í nafnavali landsmanna á þessari öld. 3. íslenski nafnaforðinn og þróun hans Tafla 1 sýnir fjölda karla- og kvennanafna í skýrslunum 1703, 1855, 1910, 1921-50, 1960, 1976 og 1982. Fjöldi karla/sveina og kvenna/ meyja er gefinn upp til hliðsjónar (sbr. Þor- steinn Þorsteinsson 1974:171, Hagstofa íslands 1981:2+ og 1 —14 og þjóðskráin 1982). Af töflunni sést að nafnaíjölgunin er mest á árununr 1855 — 1910 og á því tímaþili hefur nöfnum fjölgað meira en nafnberum. Frá 1910—1982 hefur nafnafjöldinn einnig nær tvö- faldast en ljölgun nafnbera hefur þó orðið meiri, þ.e. nær þrefaldast. Árið 1703 eru karla- nöfn aðeins fleiri en kvennanöfn en síðan hefur kvennanöfnum ijölgað mun meira en karla- nöfnum. Þannig eru kvennanöfnin orðin Ijórð- ungi fleiri en karlanöfnin árið 1982. Þau mannanöfn sem við höfum heimildir um frá landnámstíð eru flestöll af norrænum stofni. Flest þeirra hafa einnig tíðkast í Noregi 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.