Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 19
1962:333). Einkum eru það erlendu viðskeytin
-ína og -ía sem notuð eru til þess að mynda
slík kvennanöfn (sþr. Halldór Halldórsson
1967:57). Frá upphafi virðist hafa tíðkast að
mynda kvennanöfn af karlanöfnum með því að
skeyta endingunni -a við karlanöfn, t.d. Þóra,
Halla o.s.frv. I manntalinu 1910 virðist þessarar
nafnmyndunarreglu þó gæta meira en áður því
þá koma fyrir nöfn eins og Baldvina, Sigurða,
Eiríka o.s.frv. (sþr. Þorsteinn Þorsteinsson
1964:176 og 211 og Hagstofa íslands
1915:72 — 123). í kringum 1910 er því eins og
gætt hafi sérstakrar tilhneigingar til þess að
mynda kvennanöfn af karlanöfnum. Tafla 3
sýnir fjölda kvennanafna sem mynduð eru með
því að skeyta endingunum -ína, -ía og -sína
við norræna stol'na (sþr. Þorsteinn Þorsteinsson
1964:225—226 og Hagstofa íslands 1981:4 — 7
og 11 — 14).
Tafla 3 1855 1910 1921-50 1960 1976
-ía 5 13 9 1 —
-ína 10 74 43 5 !
-sína 1 21 8 1
Þó mikið kveði að þessari gerð þastarða-
nafna í manntalinu 1910 þá eru þau flestöll
mjög fátíð. í nafngjöfum áranna 1921 — 50 er
helmingur þessara nafna með aðeins einn nafn-
bera hvert og aðeins 4 þessara nafna virðast
hafa náð nokkurri verulegri útbreiðslu. Það eru
nöfnin Olafía, Ólína, Gíslína og Guðmundína
(sbr. Þorsteinn Þorsteinsson 1964:176 — 177 og
þó ekkert þessara nafna fyrir en 1960 eru
nokkrar stúlkur skírðar Ólafía, Ólína og 6737-
ína (sjá Hagstofa fslands 1981:4 — 7 og 11 — 14).
Tafla 4 sýnir hversu margar konur/stúlkur
báru nöfn með endingunum -ína, -ía og -sína
skeyttum við norræna stofna í skýrslunum
1855, 1910, 1921-50, 1960 og 1976 (sbr. Þor-
steinn Þorsteinsson 1964:225—226 og Hagstofa
225—226). í nafngjöfum ársins 1976 kemur íslands 1981:4- 7 og 11-14).
Tafla 4 1855 1910 1921-50 1960 1976
-ía 27 387 286 14 —
-ína 40 626 341 8 1
-sína 3 72 37 2 -
Samtals 70 1085 664 24 1
Af töflu 4 sést að þessi nöfn hafa notið
mestra vinsælda á fyrri hluta þessarar aldar.
Það hafa þó augljóslega aldrei verið þessi nöfn
sem sett hafa mestan svip á nafnaval lands-
manna því árið 1855 báru aðeins 0,2% ís-
lenskra kvenna svona nöfn og 2,0% kvenna
árið 1910. Á árunum 1921 — 50 var 1,1% stúlkna
gefíð slíkt nafn en innan við 1,0% stúlkna árið
1960 og 1976 (sbr. Þorsteinn Þorsteinsson
1964:179 og Hagstofa íslands 1981:4—7 og
11-14).
En endingarnar -ína og -ía hafa einnip verið
notaðar til þess að mynda kvennanöfn af töku-
nöfnum. Tafla 5 sýnir þau nöfn sem mest hefur
kveðið að í gegnum tíðina og fjölda þeirra sem
ber þau samkvæmt skýrslunum.
19