Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 11

Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 11
aða sterkum áhersluorðum — ofar skáldskap- armiðinu sem er ummyndun veruleikans í skáldlegum tilgangi; í þessu sambandi má td. benda á ljóð Birgis Silfur hafsins. Fleiri skáld fjalla um svipað efni en gera þó skáldskapar- miðinu nokkru hærra undir höfði þótt vissu- Iega gnauði vindar próletarismans víða í inn- viðum ljóðanna. Marxismi og sósíalismi eru því ekki síst það sem knýr skáldin til yrkinga, andi stúdentahreyfingarinnar er á sveimi og í þeim anda býður Pétur Gunnarsson einn skálda uppá beina lausn í ljóði; tegundin sameinist um framleiðslutækin jörðin er tæki til fullkontnunar! (PG: Splunkunýrdagur, bls. 92). Af þeim kveðskap sent hér er hafður til hliðsjónar má marka amk. þrennt um afstöðu skáldanna til ljóðsins; í fyrsta lagi að það eigi að taka fyrir „ídentítet" hinnar nýu skálda- kynslóðar einsog Einar Már kemst að orði í áðurnefndu blaðaviðlali; tilgangur þess er möo. að tjá lífsviðhorf hennar og heimsmynd sem hvorttveggja á sér rætur í nýu umhverfi og ný- um tíma, mettuðum sígarettureyk, dópi, rokki, hávaða, hraða, skrumi osfrv. (sbr. heimsókn Einars Más); í öðru lagi er ljóðið lausn frá „hel- víti neysluskyldunnar, sljóleika margtuggunnar og eitri dagblaðasúpunnar“ einsog Sigurður Pálsson segir í Á hringvegi Ijóðsins — og í þriðja lagi á ljóðið samkvæmt Birgi Svan að vera vopn í baráttunni við auðvaldið (sbr. Fjöður \ Nætursöltuðum ljóðum). Markmið ljóðsins er mismunandi í augum þessara skálda einsog sjá má en sameiginlegt er þeim þó að vilja endurnýa það og laga að aðstæðum síns tíma. Málið er bara að sínum augum lítur hver silfrið. Sem betur fer. Ljóðmálfar Eitt helsta einkenni á ljóðum ungskáldanna er einfaldleiki; ljóðin eru öllu jöfnu auðskilin bæði hvað varðar myndmál og innihald. Þau eru oft á tíðum löng og útleitin, ein hugmynd tekur við af annarri og tengslin milli þeirra eru ekki alltaf föst; ekki er síður algengt að skáldin grípi til útskýringa eða frásagna í því skyni að greiða Ieið Ijóðsins til lesandans. Þessi atriði eru þó að sjálfsögðu ekki algild — hvorki fyrir heildina eða einstök skáld. Reyndar er ekkert skáldanna dæmigert fyrir tímabilið — og enn segi ég sem betur fer, því fátt er Ieiðinlegra en dæmigert skáld. En þótt mörg Ijóð þeirra séu vissulega stutt er varla hægt að skilgreina slíkt sem viðleitni til samþjöppunar í máli einsog víða verður vart hjá skáldum kynslóðanna á undan. Maður þarf td. ekki að eiga von á að rekast á ljóð af gerðinni „hom skugga/skuggi horns“ hjá ungskáldunum. Séu ljóðin stutt er yfirleitt um að ræða framsetningu einfaldrar hugmyndar eða fullyrðingar; maðurinn er jafnóðum maðurinn er hér .. . (PG: Splunkunýr dagur, bls. 83) eða: einhvern veginn finnst mér að allir skrifstofumenn hljóti að heita snorri (EMG: Er nokkur í kórónafötum . .., bls. 15). Ljóð ungskáldanna komast þannig einna næst því að kallast „opin“; það er fátt — og oft ekkert — sem torveldar skilning lesandans. Efnið er líka tíðum sótt í hversdagsleikann og tjáð nreð hversdagslegum orðum. Þetta er raunar mjög í anda þeirra Matthíasar Johanne- sens og Jóhanns Hjálmarssonar. Þó bregður stöku sinnum fyrir efnivið úr eldri þjóðmenn- ingu. — ss. þjóðsögum — en í slíkum tilvikum er skírskotunin til nútímans sjaldan hulin: Djákninn fórá Faxa, en fann nú ábyrgð vaxa: — Eftirá að hyggja, ég ætla fyrst að byggja. (ÞE: Erindi, bls. 65). Vísanir er all víða að finna hjá ungskáldunum; oftast er um að ræða vísun í alþekkt fyrirbæri, eitthvað sem er „eign alþjóðar" ef svo má segja, gjarna beitt til að kalla fram ákveðna stemm- ingu eða gefa til kynna aðstæður sem allir ættu að þekkja:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.