Mímir - 01.04.1986, Side 14
(Nokkrar) Niðurstöður
Ljóðagerð síðasta áratugar er í raun afar fjöl-
breytt og sundurleit bæði hvað varðar form og
innihald. Formgerð flestra ljóða þessa tímabils
er þó frjáls, hrynjandi jafnan óregluleg og sára
lítið um stuðla og höfuðstafi. Þórarinn Eldjárn
er eina skáldið í hópnum sem yrkir undir hefð-
bundnum bragarháttum. Yrkisefni sín sækja
ungskáldin gjarna til nútímans og nánasta
umhverfis og þau leitast við að lýsa lífsháttum
samtíðarinnar á gagnrýninn hátt í ljóðum sín-
um. Viðhorf þeirra til lífsins í þjóðfélagi nú-
tímans er heldur neikvætt þótt oft bregði fyrir
húmor og kaldhæðni. Skáldin bjóða sjaldan
uppá beinar lausnir í ljóðunum — nema þá
helst þær sem óhjákvæmilega felast í andstæðu
þess sem fjallað er um. Mjög er deilt á lífsgæða-
kapphlaup, kapítalisminn beint og óbeint lýst-
ur ábyrgur fyrir sljóleika fólksins og firring nú-
tímamannsins er gegnumgangandi þema hjá
flestum ef ekki öllum skáldunum sem hér er
íjallað um.
Áhrifa ýmissa hugmyndastrauma 6. og 7.
áratugarins gætir víða í ljóðum ungskáldanna
en það er einsog þau verði óbeinni í verkum
hinna yngstu þeirra sem virðast þreytt orðin á
pólitískum frösum. Reyndar er tímabilið ekki
með öllu heilsteypt hvað varðar listrænt
stefnumið heldur klofið í það sem nrætti kalla
nýraunsæi annarsvegar og „tilfinningalegt“
raunsæi hinsvegar. Hið fyrrnefnda hefur raun-
veruleikamiðið, lýsinguna, að leiðarljósi en það
síðarnefnda skáldskaparmiðið, ummyndun í
listrænum tilgangi. I einfölduðu máli má
kannski segja að yngstu skáldin, þe. Anton
Helgi og Einar Már, séu hallari undir tilfinn-
ingalegt raunsæi en hin nýraunsæið — Stein-
unn Sigurðar mundi þó líklega lenda einhvers-
staðar þarna á milli! Auðvitað getur svona
skifting aldrei orðið einhlít og sama skáld getur
sýnt á sér báðar — og oft miklu fleiri — hliðar.
Það sem einna nýstárlegast má telja í ljóðum
ungskáldanna er myndmál og málnotkun;
hvorttveggja er nútímalegt og ferskt. Myndir og
líkingar eru gjarna sóttar til vorrar neyslu-
hrjáðu samtíðar. Stíll skáldanna er oft húmor-
ískur og orðaleikir þeirra hnittnir; slíkum stíl-
brögðum er ýmist beitt í ádeiluskyni eða til að
blása lífi í viðteknar málhefðir — en þó stund-
um í þeim misgöfuga tilgangi að vera fyndinn.
í heild hafa ungskáldin lagað ljóðið að þörf-
um síns tíma og gætt það andblæ hans og
tungumáli — en þau hafa líka lært af fyrirrenn-
urum sínum. Þannig eru þau í senn mörkuð
samtíðar sinnar „æðstu menning og úthrópuðu
ómenning“.
Heimildir:
Eysteinn Þorvaldsson (sá um útg.): Nýgrœöingar í Ijóða-
gerð 1970-1981, Rvík 1983.
Anton Helgi Jónsson: Dropi úr siðustu skur, Rvik 1979.
Birgir Svan Símonarson: Hraðfryst Ijóð, Rvík 1975, Nat-
ursöltuð Ijóð, Rvík 1976, Gjalddagar, Rvík 1977,
Ljóð úr lífsbaráttunni, Rvik 1980.
Einar Már Guðmundsson: Sendisveinninn er einmana,
Rvík 1980, Er nokkiir 1 kórónafötum hér inni, Rvík
1980, Róbinson Krúsó snýraftur, Rvík 1981.
Pétur Gunnarsson: Splunkunýr dagur, Rvík 1973.
Sigurður Pálsson: Ljóð vega salt, Rvík 1975.
Steinunn Sigurðardóttir: Þar og þá, Rvík 1971, Verksum-
merki, Rvík 1979.
Þórarinn Eldjárn: Kvaði, Rvík 1974, Disneyrímur, Rvík
1978, Erindi. Rvík 1979.
Einnig stuðst við ljóðahefti í samantekt Njarðar P. Njarð-
vík, Store norske leksikon, Osló 1978 — 81 og Hugtök
og heiti í bókmenntafræði, Rvík 1983.
14