Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 65

Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 65
Auði silfrið fyrir að segja til Gísla. Sagan lætur Eyjólfi ekki nægja að bjóða Auði fé, heldur býður hann henni annað mannsefni líka. Kon- an má ekki standa ein. Við dauða Gísla mynd- ast skarð sem þarf að fylla með nýjum eigin- manni handa Auði. En Auður svíkur ekki mann sinn heldur rek- ur silfursjóðinn í nefið á Eyjólfi með þessum orðum: „Haf nú þetta ok með bæði skijmm ok klæki. Skaltu þat muna, vesall maðr, meðan þú lifir, at kona hefir barit þig.“44 Meiri háðung er varla hægt að hugsa sér fyrir nokkurn karlmann. Karlar/dauði — konur/líf Þessar frásagnir sýna sterkar konur sem leggja sig í hættu við að hjálpa útlaganum og vernda hann með snjallræðum sínum. Þarna kemur greinilega fram kvenlegt sjónarhorn. Hlutverk kvenna hefur löngum verið að vernda líf og viðhalda því meðan karlar þeirra voru úti að berjast, þ.e. eyða lífi.43 En verndarahlutverk kvenna í sögunni nær ekki bara til útlagans. Þegar Gísli fréttir að syn- ir Vésteins hafi komið á bæ þeirra Auðar eftir að hafa vegið Þorkel, kallar hefndarskyldan og fer hann stórum orðum um hana í vísu. En Auður hefur komið þeim undan, forðað lífi þeirra. Þegar morðingi Vésteins skilur spjótið eftir í sárinu, biður Auður þrælinn Þórð huglausa að draga það úr. Með því reynir hún að koma hefndarskyldunni yfir á Þórð og afstýra hætt- unni sem fylgdi því að Gísli hefndi. A þessum dæmum sést berlega hvernig karl- ar tengjast dauða en konur lífi. I sögunni allri eru athafnasvið karla og kvenna mjög skýrt af- mörkuð. Athafnasvið kvenna nær t.d. ekki til bardaga og hefnda. Tvisvar í Gísla sögu reynir 44 íslensk fornrit VI, bls. 101. 45 Sjá grein Helgu Kress „Barnsburður og bardagi" þar sem hún fjallar um þetta atriði. 46 íslensk fornrit VI, bls. 116. kona að drepa með vopni. Það er athyglisvert að í bæði skiptin mistekst það. Þórdís reynir að hefna Gísla og leggur til Eyjólfs með sverði þar sem hann situr við borð. Sagt er: „hon lagði neðar en hon hafði ætlat, ok kom í lærit, ok var þat mikit sár.“46 Henni tekst sem sé ekki að drepa hann, heldur rétt að særa hann. í lokabardaga sögunnar stendur eiginkonan, Auður, með lurk47 í hönd við hlið hetjunnar. Hún verst óvinunum sem sækja að Gísla. Sagt er að Eyjólfur og Helgi komi að þeim og Gísli höggvi Helga í tvennt, en Auður berji Eyjólf með lurkinum þannig að hann hratar aftur. Gísli hrósar Auði fyrir tiltækið en segir svo: „En minna lið veittir þú mér nú en þú mundir vilja eða þú ætlaðir, þó at tilræðit væri gott því at eina leið mundu þeir nú hafa farit báðir.“48 Hann geur í skyn að hún hafi aðeins verið að þvælast fyrir. Eyjólfur er foringi liðsins og ef Gísli hefði náð að fella hann þarna er eins víst að aðförin hefði stöðvast. Því er það hreinlega banvænt fyrir Gísla að Auður skuli fara svona út fyrir verkahring sinn. Þannig er sýnt á táknrænan hátt að bardagar eru ekki fyrir konur, eða eins og Helga Kress segir í grein sinni „Barnsburður og bardagi": Þá sjaldan konur grípa til vopna í íslendinga- sögunum til að drepa, eins og t.a.m. Bróka- Auður í Laxdælasögu og Þórdís í Gísla sögu, mistekst þeim ætlunarverk sitt. Svo andstætt hefur það verið talið eðli þeirra og menn- tt49 ingu. Hins vegar er það í verkahring karlmanna þess ættarsamfélags sem ríkir í Gísla sögu að taka þátt í bardaga og sjá um hefndir ef svo ber undir. Aður hefur verið fjallað um skömmina sem fylgdi því að bregðast karlmannlegri skyldu sinni. Karlaheimur og kvennaheimur eru greinilega aðskildir að þessu leyti. Ef karl- 47 Gísli er sjálfur með öxi, sverð og skjöld! 48 íslensk fornrit VI, bls. 112. 49 Helga Kress, 1982, bls. 35. 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.