Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 41
Smásaga
Smitið
Horrenglan skalf og nötraði í ræðustólnum.
Regnið frussaðist á feitt hárið og gírugir lækir
mynduðu rimla á andlitinu. Milli rimlanna
glitti í stjörf augun og galopinn munninn,
skældar tennur. Annað slagið hljóp flog í kjálk-
ana svo regndroparnir írðust af gisnu skegginu.
Illa prjónuð peysan var áþekkust sauðkind á
sundi. Horrenglan veinaði ámátlega: „Félagar.
Haldið vöku ykkar. Nú þegar eru um 60%
þjóðarinnar smitaðir og alger yfirráð Sótt-
kveikjunnar blasa við. Okkur er lífsnauðsyn að
efla og virkja Mótefnið. Lokið fyrir leiðir
smitberans. Stöndum saman!“ gólaði horrengl-
an í kapp við gnauð vindsins. Hinir sárafáu
áheyrendur jörmuðu mæðulega og litu flótta-
lega í kringum sig, blóðhlaupnum augum.
Einar gekk frá glugganum og hlammaði sér
í sófann. Hann gat ekki annað en hugsað urn
manngarmana í rigningunni, fálmandi í ör-
væntingu út í loftið líkt og þeir væru að reyna
að ná taki á björgunarhring. Hvað er á seyði.
Af hverju standa þeir í þessu veseni. Ég gat
ekki betur séð en að Össi hafi staðið þarna
hundrennandi. Hann hefur alltaf verið dálítið
pólitískur, en ég get ekki séð neina ástæðu til
mótmæla núna. Þeir segja mér að ástandið sé
alveg bærilegt í dag og gott betur. Einar tók
pípuna af borðinu og sló gætilega úr henni í
öskubakkann, en snerist hugur og teygði sig eft-
ir vindlakassanum. Ég verð að tala við Össa
einhvern daginn. Við höfum svo lítið talast við
síðan við lukum nárninu. Hann stóð upp og
kveikti á sjónvarpinu. Hvaða rás ætti ég að
glápa á. Fréttaskýringar, fræðsluefni, kvik-
myndir. Hann stillti umhugsunarlítið á rás D.
Skratti notalegt prógramm hjá þeim. Þeir setja
hlutina fram á svo einfaldan og skemmtilegan
hátt að maður þarf ekki að streða við að hugsa.
Það er stundum gott að láta aðra hugsa fyrir
sig. Æ já, þetta með hann Össa. Mér finnst
stundum að við tölum alls ekki sama málið
lengur. Síðast þegar ég hitti hann var hann
ægilega alvarlegur og talaði bara um spillingu,
græðgi og innrætingu. Meira þruglið. Kannski
hefur hann vitkast síðan. Kannski.
Þéttvaxni maðurinn í bláu jakkafötunum var
í þann veginn að ráðast til atlögu við postulíns-
súpudiskinn. Honum var ennþá heitt eftir
gufubaðið, blés og rumdi. Lýsistaunrarnir
runnu niður eftir holdugu andlitinu h'kt og
drottningarhunang, féllu niður á diskinn og
mynduðu olíubrák á trjónukrabbasúpunni.
Skyndilega klauf silfurskeiðin brákina og
steypti sér niður eftir gómsætum krabbabita.
Síðan hélt hún upp úr djúpinu með feng sinn.
Rétt við yfirborðið mættust ágjörn tunga og
krabbinn og snertingin framkallaði nautnaleg
búkhljóð frá þéttvaxna manninum.
Konan hans kom kjagandi í flegnum ljósblá-
um silkislopp, brún og sælleg eftir ljósin. Hún
renndi fingrunum frygðarlega gegnum felling-
arnar á hálsi mannsins. „Komdu nú í rúmið
elsku bangsinn minn“ másaði hún. Bangsinn
leit á hana sljóum augum og rumdi: „Eg er að
borða elskan og auk þess nenni ég ekki að
standa í neinu erfiði í kvöld. Geturðu ekki bara
farið í áhaldaherbergið?1 „Jú jú elskan, malaði
hún. Ég skal ekki þreyta þig, en mig langar
bara stundum að hafa tólin lifandi.“
Einar lagði niður símtólið. Það verður gam-
an að hitta Össa aftur, hugsaði hann og fór að
búa sig upp á. Hann var Iéttur í skapi og söngl-
aði með Frjálsa útvarpinu: „Komdu vinur
vertu með eða viltu troðast undir."
Þetta var virkilega fallegt maíkvöld. Loksins
hafði stytt upp eftir tveggja sólarhringa úr-
41