Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 58

Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 58
Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir: „ ... kvenvælar einar.“ Ritgerð um hlutverk kvenna í Gísla sögu Súrssonar. Ritgerð þessa samdi ég sem lokaritgerð til B.A. prófs vorið 1985 og birtist hún hér óbreytt. Eg vil nota tœkifœrið og þakka kennara mín- um, Helgu Kress fyrir leiðsögn hennar og hvatningu. Inngangur Gísla saga Súrssonar virðist í fljótu bragði mjög heilsteypt að byggingu. Sagan hefur upp- haf, miðju og endi. Atburðir leiða hver af öðrum. En vegna þess að sagan er tvennt í senn, harmsaga og alþýðusaga um útiaga, er eins og hún skiptist í tvö lög. Mörkin milli lag- anna tveggja eru óljós og oft erfitt að greina á milli því að þau skarast og tengjast. Um þessa tvískiptingu sögunnar hefur Ida Gordon fjallað í grein sinni „The Origins og Gíslasaga".1 Hún heldur því fram að Gísla saga sé saman sett úr tvenns konar efniviði, vísunum, sem geymi hinn tragíska þráð sögunnar, og alþýðlegum sögnum um Gísla. En vegna hins ólíka efnivið- ar sem höfundur notar finnst Gordon að ósam- ræmi verði í sögunni og togstreita myndist. And I think the explanation of the apparent confusion of purpose lies in the double source of the saga — that we have in Gíslasaga an at- tempt to make a family saga from two incon- 1 I þeirri grein svarar Gordon ýmsu sem Björn Karel Þórólfsson skrifar um vísur Gísla sögu í formála að útgáfu Hins Islenska fornritafélags. gruous elements, popular stories about Gísli (some of them very thin, in the sense of being merely strandard motives foisted on to Gísli), and the tragic theme, which I believe to be de- rived from the ,poetic‘ source to a much greater degree than Björn Þórólfsson would allow.2 Athugun mín felst fyrst og fremst í því að rannsaka hvernig þessi togstreita kemur fram í sögunni. Eg mun skoða hvort lag sögunnar fyr- ir sig, og auk þess ætla ég að athuga karlaheim og kvennaheim í lögunum tveimur sérstaklega. í framhaldi af því reyni ég einnig að sýna fram á hvernig harmsagan tengist rithefð og þar með karlahefð og alþýðusagan munnmælahefð þar sem áhrifa kvenna gætir meira. Gísla saga er til í tveimur gerðum, minni gerð eða M og stærri gerð eða S. Ekki er mikill munur á gerðunum; aðalmunurinn er á forsög- unni sem gerist í Noregi, þar er S-gerðin lengri. Til skamms tíma hafa fræðimenn verið á eitt sáttir með að styttri gerðin væri betri og þar með eldri en lengri gerðin yngri og aukin.3 Nú hafa þeir Jónas Kristjánsson og Guðni Kol- beinsson fært fyrir því textafræðileg rök að S- gerðin sé upprunalegri en M-gerðin stytt.4 Ég styðst við texta M-gerðar, sem er aðaltexti Hins íslenska fornritafélags, en tek dæmi úr S-gerð sem mér finnst áhugaferð fyrir viðfangs- efnið. : Ida Gordon. 1949 —50. bls. 199. 3 Sjá t.d. formála að íslenskum fornritum VI. 4 Sjá grein þeirra, „Gerðir Gísla sögu“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.