Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 87

Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 87
,,Uppgjörið við arfhelgi ljóðformsins í kvæð- inu Rímþjóð er enn miskunnarlausara fyrir það, að vísurnar eru með hefðbundinni hrynj- andi og kunnuglegu sköpulagi, en ljóðstöfum og rími hefur verið svipt burt.“8 Þessi orð Eysteins eiga jafnvel enn betur við ljóðið Ferskeytlur sem hlýtur að hafa farið fyrir brjóstið á mörgum hagyrðing- um. Þar segir m.a.: Rennurgegnum hjarta mitt blóðsins heita elfur: upp í strauminn bylta sér kaldir sorgarfiskar. (Ljóðasfn VII, bls. 31) Jóhannes gekk lengst í þeirri átt að hafna hinum fornu bragreglum í fyrstu því að eftir út- komu Sjödœgru (1955) verða rímlausar fer- hendur harla fáséðar í ljóðasögnum hans enda má segja, eins og Óskar Halldórsson bendir réttilega á9, að enn sem komið er hefur Jóhann- esi ekki tekist að losa Ijóð sín undan einhvers konar höftum. Ekki er hægt að tala um frelsi í Ijóðagerð fyrr en hvert ljóð lýtur aðeins þeim reglum sem höfundi virðast bestar, þ.e. hvert ljóð hefur sitt viðeigandi form. Þannig verður ljóðlínan stuðluð eða óstuðluð eftir því hvað best á við. Skáldið er ekki lengur háð formbylt- ingunni og þarf ekki að forðast eldri formfyrir- þæri. Þannig er hlutunum t.d. farið í lokabók Jóhannesar Ný og nið (1970) og þar sést að enn á ný hefur hann fylgt eftir ljóðþróuninni og þeim skáldum sem þekktust eru fyrir samruna eldri skáldskapar og nýrri ljóðhefðar, þeim Hannesi Péturssyni, Snorra Hjartarsyni og Þor- steini frá Hamri. Hér þarf þó ekki að vera um nein áhrif að ræða, heldur aðeins á ferðinni eðlileg skáldskaparþróun. En hvað annað skyldi hafa breyst í kveðskap Jóhannesar með Sjödægru? Nýtt inntak þolir ný form og vissulega hafði hið síðarnefnda breyst. Ljóð Jóhannesar voru nú orðin mið- leitnari en áður og myndmálið skipaði meira rúnt. Þrátt fyrir það stígur Jóhannes ekki skref- ið til fulls sem módernisti, t.d. eru viðlíkingar margar í kveðskap hans (Mallarmé sagði: „Je rai le met comme du dictionnaire.“ — „Ég þurrka orðið eins og úr orðabókinni"). Jó- hannes fylgir vart heldur þeim orðum T.S.Eli- ots: „Myndin sem hlutlæg samsvörun tilfinn- ingar“, því að myndmál hans og tákn eru ekk- ert nýstárleg. Segja má að það komi síðar, þ.e. með Óljóðum (1962). Innlak Ijóðanna var þó annað. Ásýnd heims- ins hafði breyst. Heimsstyrjöldin síðari hafði sýnt svo um munaði villidýrseðli mannsins, og nú lifði maðurinn á nýjum tímum, því að nú gat hann í fyrsta skipti í sögu sinni eytt sjálfunt sér og öllu öðru í einu gjöreyðingarstríði. Því er ekki að undra að dauða- og tortímingarminnið verði fyrirferðarmikið. Gott dæmi um ljóð af þessu tagi er Nceturóður (1955). í ritgerð sinni Sjödœgra, módernisminn og syndafall íslend- inga fjallar Halldór Guðmundsson unt hin módernísku viðhorf sem koma fram í kveðskap Jóhannesar. Nefnir hann tortíininguna og hina einangruðu stöðu skáldsins sem er þó ekkert sérlega ríkt ntinni í Sjödægru. Eiginleikar hins góða lífs eru t.d. samlíf við náttúruna og ást á landinu (sbr. Þú leggst í grasið). Tengd þessu er jarðræktin sem fjallað er um í Kveðju til Kína en Jóhannes hafði áður samið sérstaka Ijóðabók urn Kínaferð sína, Hlið hins himn- eskafriðar, sem kom út 1953. Fólkið, sem yrk- ir jörðina, er hinn göfugi stofn og um hann yrk- ir Jóhannes Lofsöng hinna hógvœru. Þetta fólk er fjarri gervilífi nútímans er hann hefur svó mikla andstyggð á og hann yrkir um í Kalt stríð. Einnig má sjá að Jóhannes gremst hvern- ig farið hefur í herstöðvannálum og hann telur íslendinga hafa snúið baki við lífinu, orðið dauðanum að bráð. Við höfum borið út hið barnunga lýðveldi sbr. Kveðið vestur á Granda. Hin þjóðfélagslega barátta nær einnig út fyrir landsteinana sbr. ljóð eins og Miðnœtti íKenía. Halldór Guðmundsson kemst að þeirri nið- urstöðu að gildiskreppa Jóhannesar sé önnur en annarra módernískra skálda. Þar sem þeir sjá engin sönn gildi er hans gildum ógnað. 8 Eysteinn Þorvaldsson. Könnun Sjödægru. Mímir 17., bls. 30. 9 Sama og 6, bls. 132. 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.