Mímir - 01.04.1986, Qupperneq 88
Einnig er lífsfirringin ekki eins fyrirferðarmikill
þáttur í ljóðagerð hans. Aftur á móti er, eins og
Halldór bendir réttilega á, andstyggðin á mark-
aðssamfélaginu, þar sem allir hlutir verða að
vörum, sameiginleg Jóhannesi og mörgum
áhrifamönnum módemismans. Jóhannes reyn-
ir þó einnig að smíða kerfi og finna lausnir á
vandanum en það var hlutur senr módernist-
unum kom ekki til hugar að reyna.
Nú er komið að bók þeirri er lengst nær í
formbyltingarátt, bókinni Óljóð sem kemur út
1962 (undantekning er þó rímið í 1. hluta Þjóð-
vísna). Eins og Jóhann Hjálmarsson bendir
réttilega á í bók sinni Islensk nútímaljóðlist10
hefur Jóhannes íhugað hvernig kveða skuli ljóð
„á þessari rímlausu skeggöld.’1 Hann veltir síð-
an fyrir sér ýmsum ólíkum leiðum í þeim efn-
um en er þó alltaf samur við sig. Hann vill slá á
frelsistrumbur en ásakar hin ungu skáld, vænt-
anlega módernistana sem hann getur ekki sam-
samast að neinu ráði, fyrir að vantreysta orð-
inu. Menn eiga að leita á vit náttúrunnar frá
auðgildi og markaðshyggju að manngildi:
. . . er ekki kominn tími til að leita í grasinu
eða eru myntfalsararnir búnir að gleypa hinar
gullnu töflur
(Ljóðasafn VII, bls. 122)
Og enn á ný skýtur hann á hina módernísku
lífssýn hinna ungu skálda er hann spyr og segir
fyrir þeirra hönd:
markmið er einl'eldni boðskapur móðgun
(Ljóðasafn VII, bls. 134)
Jóhannes telur að kveðskapurinn eigi að
boða, skáldið að hafa markmið, takmarkið vera
betra líf á jörðinni. Menn eiga ekki að gefast
upp þrátt fyrir að draumsýnin um Stalín hafi
reynst blekking og hún þá þegar verið afhjúp-
uð. Hann segir svo í 5. hluta Hrakningsríma:
félagar
eitt sinn hrópuðum vér
öreigar allra landa sameinizt
nú sogumst vér inn í allsncegtaþriðjunginn
sem liggur á meltunni eins og kyrkislanga
meðan hinir tveir þriðjungarnir svelta
og hvílíkar allsnœgtir
enn á ný lýsir hann yfir andstyggð sinni á
markaðsþjóðfélagi Vesturlanda, hinni inni-
haldslausu tæknidýrkun og hann spyr:
en hvar er sáluhjálpin
hvar er hamingjan
hversvegna bregðast guðfrœðingarnir svona
hversvegna gqfst séra sigurður upp
hversvegna forhertist félagi slalín
(Ljóðasafn VII. bls. 207)
Hér vísar hann eflaust í afsökunarbeiðni Sig-
urðar Einarssonar frá Holti eftir afhjúpun Stal-
íns og þau hvörf sem segja má að orðið hafi hjá
mörgum vinstrimönnum um þetta leyti. Margt
er til í þessum orðum Jóhannesar. Þótt Stalín
hafi fyrir mörgum verið persónugervingur hins
glæsilega sigurs kommúnismans var óþarfi að
varpa frá sér hugmyndafræðinni þótt foringinn
reyndist ekki sú glæsta fyrirmynd sem menn
hefðu helst kosið.
Það er nú svo að í þessari bók er yrkisefnið
svipað og í hinum fyrri. Fjallað er um sölu
landsins í 4. hluta Dœgurlagatexta en í 6. hlut-
anum er hinn þríeini guð íslendinga, Atlants-
hafsbandalagið, Bandaríkjaher og Efnahags-
bandalagið, „vegsamaður“. Þjóðin verður að
vakna. Ellegar mun „íslandið sökkva í fyrir-
litningu" (2. hluti Draumkvæðis).
Jóhannes gleymir ekki heldur drottni sem
hann yrkir m.a. um í fyrsta hluta Dœgurlaga-
textanna. Minnir það helst á hið gamla kvæði
hans Eitt litið og sólskinsbjart Ijóð (1935).
Aðrar nryndir má sjá, eins og hina vitifirrtu
mynd í 2. hluta Þjóðvisu:
djöfullinn glottir við tönn
þegar heilagur andi
kann ekki að opna fallhlífina
(Ljóðasafn VII, bls. 162)
í þeim heimi sem guð ferst í, þar sem ekkert
markmið finnst og allur þoðskapur er hlægileg-
ur, er lítil von um bættara mannlíf. Þó held ég
að fá ljóð lýsi betur örvæntingu hans og hinni
nýju lífssýn en 4. hluti Draumkvœðis:
10 Jóhann Hjálmarsson. íslenzk nútímaljóðlist, bls. 63.
88