Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 61

Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 61
Þorbjörn eggjar Gísla með því að saka hann um kvenlegheit sem hefur greinilega þótt hin mesta skömm, því að Gísli fer þegar og vegur Kolþein. Og Þorþjörn er ánægður með vígið: „ok kann þá vera, at ek eiga eigi dcetr einar þarna.“16 Með því að drepa Kolþein og verja þannig heiður Þórdísar og ekki síður ættarinnar sýnir Gísli karlmennsku. Orð Þorbjarnar sýna að Gísli er orðinn gjaldgengur í ættarsamfélagi karlmanna. Hugrekki karlhetjanna er tengt karl- mennsku, hugleysi þeirra kvenleika. í þessum hugmyndum felst innrætingin. Þar er hreyfiafl- ið ógnun við karlmennskuna, þ.e. hræðsla karlanna við að vera kvenlegir eða brigsl um kynvillu sem kemur enn skýrar fram í eftirfar- andi dæmi. I M-gerð sögunnar er sagt frá því að Skeggi nokkur þiður Þórdísar og fær ekki. Þá þýður Skeggi Kolþirni, sem sagt var að væri í þingum við Þórdísi, hólmgöngu. En Kolbjörn vill ekki vinna það til ráðsins og kemur ekki til hólms- ins á réttum tíma. Þá biður Skeggi smið sinn, Ref, að gera mannslíkan eftir Gísla og Kolbirni þar sem annar stæði fyrir aftan hinn. Með þessu er Skeggi hreinlega að bera upp á þá kynvillu, sbr. skýringar Björns Karels Þórólfs- sonar: „í tréníði því, sem Refur skyldi reisa þeim Gísla og Kolbirni, felast brigzl um kyn- villu.“17 Andstæðunum kynvillu og hugrekki, sem felst í orðinu „þorir“, er þarna teflt saman. Með því að berjast við Skeggja sýnir Gísli karl- mennsku og hugrekki. Sögusamúðin er ótvírætt með Gísla. Vísað er í almannaróm: „ok þykkir Gísli mikit hafa vaxit af þessum málum.“18 Það er eins og að hann hafi þarna hlotið sína mann- dómsvígslu. í grein sinni „Ekki höfum vér kvennaskap“19 fjallar Helga Kress um hvernig hugrekki hetju- skaparins tengist karlmennsku í Njálu. Þarseg- 16 Sama, bls. 25. 17 íslensk fornrit VI, bis. 10, neðanmáls. 18 Sama, bls. 11. 19 Helga Kress, 1977. 20 Helga Kress, 1977: bls. 296. ir hún að ættarsamfélag Njálu byggist á feðra- veldi og hreyfiafl sögunnar sé karlmennska. Andstæða karlmennskunnar sé lítilmennska og eitt af því háðulegasta sem geti hent karlmann í Njálu sé að vera brigslað um kynvillu, að hafa kvenlega eiginleika. Ég tel harmsöguna um Gísla vera líka Njálu að því leyti að hún er „hetjusaga, þar sem sæmdin felst öðru fremur í karlmennsku og hugrekki.“20 í ættarsamfélagi karlmanna Gísla sögu gilda ákveðnar reglur og ríkir jafnvægi meðan regl- unum er fylgt. Þessum reglum ógna konur. í harmsögunni um Gísla koma konur fram sem ógnun við jafnvægið í samfélaginu og er þeim lýst sem friðarspillum. Forvitnilegt er að athuga með hverju kon- urnar ógna. Hvað getur kvenhetja gert? Þessar- ar spurningar spyr Joanna Russ í grein sinni „What Can a Heroine Do? or Why Women Can’t Write.“21 Hún kemst að þeirri niður- stöðu, að aðalhlutverk í bókmenntum séu gerð fyrir karla og það eina sem kvenhetja geti gert sé að vera aðalpersóna í ástarsögu.22 Og það kemur heim og saman; konurnar í harmsög- unni um Gísla raska jafnvæginu með ástamál- um, óleyfilegum ástamálum. í greiningu sinni á upphafskafla sögunnar sjá Grambye og Sonne Björn blakka sem helsta ógnvaldinn. Þeir gera lítið úr þeirri ógnun sem stafar af Ingibjörgu sjálfri í sögunni og sjá hana fyrst og fremst sem óvirkan þolanda sem Björn og Ari berjast um. En hún hefur raunveruleg áhrif á gang mála með því að láta Gísla fá galdrasverðið Grásíðu, en ekki Ara. Þegar hún lætur Gísla í té sverðið segist Ingibjörg heldur hafa viljað eiga hann en Ara. Ingibjörg er þarna sterkur gerandi og raunverulegur ógnvaldur. Hún Ijær bónda sínum ekki sverðið og orsakar þannig óbeint dauða hans vegna þess að hún vill heldur eiga Gísla. En í þessu ættarsamfélagi giltu strangar regl- 21 Joanna Russ, 1972. 22 Helga Kress fjallar einnig um þetta atriði í grein sinni um sagnahefð og kvenlega reynslu í Laxdælu, „Mjpk mun þér samstaft þykkja.“ 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.