Mímir - 01.04.1986, Síða 74

Mímir - 01.04.1986, Síða 74
að ræða og alþýðuskýring er hæpin. Ekkert hefði verið torkennilegt eða óskiljanlegt við fyrri liðinn *Eyja- og ekki gott að segja hvers vegna hann hefði átt að breytast í Eyjólfs-. Því er endurgerða myndin *Eyjastaðir ósennileg án frekari rökstuðnings og hæpið er að Eyj- ólfsstaðir séu auknir miðstofni. 3.5 Gaulverjabær Gaulverjabæjarhr., Árn. (ÞV 1969b:109,Grímnir 2:77-8) Gaulveria- Sturlubók Gavlveria- Hauksbók Landnámu, Flóamanna s. og oft í fornbréfum Gavlveriar- Kon.ann. golveria- [um 1220]/1598 Gaulveria- 1708 Jarðabók Gaulverja- 1930 Bæjatal Eftir að votlendi Flóans hefur verið lýst, segir: ,,Vaknar því sú spurning, hvort Gaul- í G. sé ekki af sama toga og gert er hér ráð fyrir um -» Gaul- í Staðarsveit og —>Gaularás í A-Land- eyjum, og bærinn hafi þá upphaflega heitið *Gaularbœr > Gaulverjabær, enda voru íbúarn- ir nefndir Gaulverjar“ (Grímnir 2:78). ÞV telur sennilegt að Gaul (bær í Staðarsveit, Snæf.) sé skylt no. göl í sænsku í merkingunni „djúp hola; vík; tjörn; mýri“ (s.r.:76) svo og flciri orðum svipaðrar merkingar úr öðrum germönskum málum; „liggur nærri að ætla, að bæjarnafnið G. sé fornt no. *gaul kvk. af fyrr- greindri rót, hér í merkingunni ‘foraðsmýri’ (s.st.). Við þetta er það að athuga að *gaul kvk. þekkist ekki í fornu máli eða síðar og óvíst að Gaul í Staðarsveit sé af þessum rótum runnið. Þar að auki eru engar heimildir til um orð- myndina *Gaularbær, aðeins Gaulverjabær, þannig að rökin fyrir miðstofni eru ekki sterk. 3.6 Háfdanarhurð í Ólafsfjarðarmúla (ÞV 1969a, 1969b: 108) Hálfdánarhurð ÞjsJÁ 1:502 Auk Hálfdanarhurðar eru ýmis Hálfdanar-/ Hálfdánar-örnefni víðs vegar um landið og virðist það sama eiga að gilda um uppruna (a.m.k. flestra) þeirra og hurðarinnar. Elsta dæmi um Hálfdanar-örnefni hér á landi mun vera Hálfdanartungur sem er eyðibýli fremst í Norðurárdal í Skagafirði „sem getið er í Guð- mundar sögu dýra í frásögn af atburði, er gerð- ist um 1190, og í Ljósvetninga sögu“ (ÞV 1969a:439). Um hugsanlegan uppruna Hálfdanarhurðar segir: „Af ástæðum, sem hér verða ekki raktar, vaknaði með mér grunur um, að örnefnið Hálfdanarhurð væri í rauninni ekki dregið af mannsnafni. heldur væri það landslagslýsingar- eða náttúrunafn, sem mannsnafn hefði verið lesið úr. Ef rétt væri til getið, mætti hugsa sér, að fyrsta atkvæðið, áherzluatkvæðið Hálf-, væri óbreytt, að frátalinni lengingu sérhljóðs, en hins vegar hefðu hin áherzluminni miðat- kvæði, -danar, breytzt“ (s.r.:432). Eftir að fjallað hefur verið um ýmis Hálfnað- ar- og Hálfnunar-örnefni, segir: „Hálfnaðar- örnefnin eru dregin af no. *halfnaðr ‘helming- ur’, af so. halfna, en nafnorðið kemur fyrir í fornu dönsku og sænsku lagamáli, d. halfnaþ, sæ. halfnadher. Hálfnunar-örnefni eru á sama hátt dregin af no *halfnun ‘helmingun’. Að fornu var viðskeytismyndin -an tíðari en -un í no„ sem dregin voru af sögnum, sbr. árnan, skemmtan, ætlan, og má því búast við, að Hálfnunar- í örnefnum hafi framan af verið *Halfnanar-, sbr. no fullnan, sem kemur fyrir í Nýjatestamentisþýðingu Odds Gottskálksson- ar“ (s.r.:434 —5). Síðan er þeirri spurningu varpað fram hvort hugsast geti „að Hálfdanarhurð og e.t.v. fleiri íslenzk Hálfdanar-örnefni séu í rauninni í þess- um flokki örnefna: *Halfnaðar-, *Halfnanar- hafi breytzt í Hálfdanar-T‘ (s.r.:435). Þessari spurningu er síðan svarað játandi með tilvísun í staðhætti. Ekki eru færð nein málsöguleg rök fyrir breytingu þessara örnefna. Hins vegar eru þau rök færð gegn því að áðurnefndar Hálf- danartungur dragi nafn af manni „1) að mannsnafnið Hálfdan kemur hvergi fyrir sem nafn á íslenzkum manni í hinum miklu heim- ildum um þjóðveldisöld að frátöldum Hálfdani á Keldum á 13. öld og 2) að Hálfdanartungur eru nefndar í frásögn af sögulegum atburðum, 74
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.