Mímir - 01.04.1986, Side 84
æ síðan. jafnt í lofkvæðum hans um Kjartan
Ólafsson, Stalín og MaoTse-tung. Þó beinir
hann lofsöngvum sínum inn á nýjar brautir
síðar meir á ævinni er hinar pólitísku skoðanir
hans skerpast og hann tekur kveðskapinn í
þágu verkalýðsbaráttunnar. Nefna má sem
dæmi að á upphafi skeiðs síns orti hann lof-
söngva um söguhetjur Islands en síðar orti
hann urn þegna þagnarinnar, hina kúguðu al-
þýðu.
Þannig breyttu hinar pólitísku skoðanir
aðeins viðhorfum hans til skáldskaparefnisins
en sjaldnast viðfangsefninu sem fékk þá á sig
nýjan svip.
6) Dansastefin og aðra ljóðræna „miðalda-
hætti“ notar Jóhannes mikið. Má þar finna
jafnt stef úr dönsum sem vikivökum. Nefna má
sem dæmi: Fyrir handan, Á flótta, Álfarnir í
Tungustapa (3. hluta) og Vikivaka (1926). Eins
og sjá má eru öll dæmin tekin úr fyrstu bók Jó-
hannesar en þaðan er og Háttalykillinn sem
kalla má grein af sama meiði. Finna má sams
konar dæmi í Álftirnar kvaka og þar eru hættir
þessir mun sjaldgæfari.
Jóhannes notar þjóðlagakveðskapinn þó
mun víðar en í hinum rómantísku verkum sín-
um. Besta dæmið um það er hið hápólitíska
Sóleyjarkvœði (1952) sem klætt er í þennan
danskvæða búning.
En snúum okkur nú að næsta stigi í skáld-
skaparþróun Jóhannesar úr Kötlum sem ein-
kennist að mestu af baráttuljóðum.
3
Eg orti áður fyrri
um ástir, vor og blóm.
En nú er harpan hörnuð
og hefur skipt um róm.
— Hún breytist, eins og annað,
við örlaganna dóm.
(Ljóðasafn II, bls. 8)
Þannig segir í einu erindi ljóðsins Ég lœt sem
ég sofi. Nú hefur kveðskapur Jóhannesar, eins
og áður sagði, tekið þeim breytingum að hann
yrkir nú pólitísk baráttuljóð í ríkum mæli á
kostnað þeirra nýrómantísku. Því að þótt finna
megi nýrómantísk yrkisefni í Ég lœt sem ég sofi
eru þau greinilega á undanhaldi.
Þannig fjallar Karl faðir minn um basl kot-
bóndans2 og í Sonur götunnar verður hungur-
skorinn snáði samnefnari framtíðarinnar, hinn
verðandi byltingarmaður múgsins sem í anda
Gorkys er látinn vera sonur lægstu stéttanna,
undirmálsfólksins, fortíðarlaus, því að faðirinn
gæti verið morðingi en móðirin þjófur:
Götunnar sonur er ellefu ára,
og enginn veit um hans kyn. —
Örlögin sköpuðu ’ann eitthvert kvöldið
við ástríðulogans skin.
— Hvort pabbinn var morðingi og
mamman þjófur,
sem mættust um stundarbil,
veit enginn maður; — en allt er blessað,
sem almættið stofnar til.
(Ljóðasafn II, bls. 31)
Kvæðið Sálmur má líta á sem sálm verka-
mannanna. Það eina sem þarf að gera er að
veita hinu mikla afli verkalýðsins gegn kúgur-
unum. Þó kemur þessi hugsun hvergi skýrar
fram en í ljóðinu Fyrsti maí þar sem náttúran
og stéttabaráttan haldast í hendur. Eins og allt
leysist úr læðingi með vorleysingunum mun
byltingin fossa um heimsbyggðina.
Sams konar hugsjónir má finna í Ijóðum eins
og Arðránsmenn og Atvinnulaus auk margra
annarra í komandi bókum.
Samt mun ég vaka (1935) hefst með svipuð-
um hugleiðingum og næsta bók á undan því að
svo segir í lokaerindi upphafsljóðsins:
„Bí, bí og blaka, álftirnar kvaka,“
lúllaði röddin við rúmið mitt forðum.
Og enn væri stautminnst í sveitinni að sofa
og láta sig dreyma um guðsbarna gleði
og sauðkindafegurð, en — samt mun ég vaka.
(Ljóðasafn II, bls. 116)
Vissulega væri auðveldast að sofa og láta sig
dreyma og engu skipta mannlega eymd en það
getur Jóhannes ekki gert. Hann finnur hjá sér
köllun til þess að ryðja sósíalismanum braut
hér heima á fslandi og gerir það í öreigakveð-
2 Sama og I.
84