Mímir - 01.04.1986, Qupperneq 39

Mímir - 01.04.1986, Qupperneq 39
og færa mönnum í hendur eina vopnið sem getur sigrað veldi djöfulsins. Og boðskapur helgisagnanna er fólginn í því að þar sigrar undantekningarlaust sá sem þer þetta vopn — þoðþeri sannleikans. Söguhetjur helgisagnanna sem alltaf þera sig- ur úr þítum eru að þessu leyti náskyldar sögu- hetjum ævintýranna, sem oft þurfa að heyja harða baráttu við illræmdar verur annars heims, en sigra þó ávallt að lokum með hjálp góðra vætta. Þar, eins og í helgisögunum, er tryggður sigur hins góða yfir hinu illa. Helgi- sögurnar endurspegla eins og ævintýrin tog- streitu góðs og ills, sem á sér stað innra með manninum og í umhverfi hans enda þótt í helgisögunum sé djöfullinn eini fulltrúi alls hins illa meðan ævintýrin birta fjölmarga full- trúa þess. Ævintýrin hafa lifað í hugarheimi manna mun lengur en kristin trú og að baki þeim virðist búa rík mannleg þörf fyrir að trúa því að hið góða muni ávallt geta sigrað hið illa, enda þótt til þess kunni að þurfa yfirnáttúru- legan kraft. Kristin trú byggir á þessari sömu þörf og segja má að þar hafi þörfin umbreyst í trúarvissu. Og helgisögurnar hafa það ef til vill umfram ævintýrin, að sýna mjög sterkt fram á að það þurfi ekki yfirnáttúrulegan mátt til að ráða niðurlögum hins illa, heldur sé það í mannlegu valdi, ef menn trúi nógu sterkt á hið góða, á guð. Þótt djöflinum sé lýst sem grimmum og ógn- vænlegum í frásögnum helgisagnanna af of- sóknum hans eru þessar lýsingar síður en svo til þess fallnar að magna óttann við djöfulinn, þvert á móti, því hann er alltaf sigraður. í hin- um kristilegu dæmisögum kveður hins vegar við nokkuð annan tón og er fróðlegt að bera lýsingar á djöflinum þar saman við lýsingar helgisagnanna. I dæmisögunum fyrirfinnast ekki lýsingar hliðstæðar þeim sem koma fyrir í helgisögun- um. Þar er ógn djöfulsins ekki sýnd með ham- skiptum og sjónhverfingum, heldur er hún raunveruleg því djöfullinn fer þar oft með sigur af hólmi. Honum tekst þar að freista manna og gera þá andsnúna guði enda búa söguhetjur dæmisagnanna ekki yfir þeim trúarlega styrk sem þarf til að standast freistingar hans. Þess- ara afvegaleiddu manna bíður því ekkert annað en kvalarfull helvítisvist, nema þeir átti sig í tæka tíð og snúi sér til guðs. Eina bjargráð þeirra er að iðrast og skrifta og þá fá þeir fyrir- gefningu og öðlast náð guðs. Þetta er sá boð- skapur sem fólginn er í dæmisögunum og hann er reistur á trúarvissu kristninnar um að þótt djöflinum takist að spilla mannfólkinu og gera það andsnúið guði, muni honum aldrei takast að gera guð andsnúinn mönnum, því leiti menn ásjár hans bjargast þeir ávallt úr hel- greipum djöfulsins, eins og eftirfarandi dæmi sýnir: 25 einni [kuinnu| Af einni kvinnu ógiftri er það sagl at millum annarra hluta forðast hún mjög saurlífi langan tima. Og sem óvinur alls mannkyns sá hennar góðvilja þar til öfunclar hann fast og vitdi gjarna hana svikja og vekur upp eins ungs manns hjarta til lostagirndar með hana. Og svo kemur til fjandans tilstilli að hunn gerði með henni sinn vilja og þar verður barngetnað- ur þeirra milli. Og sem þann tími kom er hún átti barnið að fœða forðast hún alla menn að engi skyldi vita hennar slys og fékk sér einn leynilegan stað og fœddi þar sitt barn og þegar það var fcett veitir hún því bráðan dauða svo engi hefir þar grun af og nokkurri stundu síðar iðrast hún síns glœps af öllu hjarta. Enn aldrei vildi hún af honum skriftast svo þótti henni sinn glœpur orðinn mikill að hún þorði hann engum presti að segja . .. ... fékk hún sér gamlan prest til skrifta föðurs og sagði honum greinilega af öllum sínum fyrrgreindum misverkum með fagri iðran og fljótandi tárum .. . . .. hér með varð hún með guðs miskunn hreinsuð af sínum synndum. Hér af megum við hugsa hversu guði er það þœgilegt að við skriftumst rœkilega af öllum vorum synndum 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.