Mímir - 01.04.1986, Síða 76

Mímir - 01.04.1986, Síða 76
stofni til að kalla fram hugsanlegt mannsnafn, svo sem mörg dæmi eru um í bæjanöfnum, t. d. ->Silfra-(G\) > Silfreks- > Silfrúnarstaðir, *Kóra- > —>Kóreksstaðir [. . .] í öðru lagi, að Hallormsstaðir sé upphaflegt nafn bæjarins, en sú mynd nafnsins ereinráð í heimildum frá því um 1200“ (Grímnir 2:92). Engin dæmi munu finnast um kvk. *hpll í merkingunni ‘halli’ í fornu máli eða nýju og erfitt að sjá hvernig eða hvers vegna *Hallar- staðir hefðu átt að breytast í Hallormsstaði. Menn hefðu allt eins getað tengt *Hallar- við hina venjulegu merkingu nafnorðsins Iwll þannig að fyrri liðurinn hefði ekki þurft að verða neitt óskiljanlegur þótt merkingin ‘halli’ hefði gleymst. Því verður að telja líklegt að Hallormsstaðir sé upprunalegt nafn bæjarins og að þeir hafi aldrei verið auknir miðstofni. 3.9 Hávar(ð)sstaðir (ÞV 1969b: 109) Ekki er þess getið hvar Hávar(ð)sstaðir eru en í JbÁM eru þeir sex (ýmist ritað Havards- eða Hávards-): 1) í Leirársveit Borg. (JbÁM 4:128—9) 2) eyðibýli í Tyrðilmýrarlandi, Snæljallaströnd (nú Snæljallahr.) N-ís. Um þetta eyðibýli segir m.a.: „Hávardsstader. Fornt eyðiból hjer í landinu, og er sagt að Hávarður halti. öðru nafni ísfirðingur, hafi þar fyrst bygð sett“ (JbÁM 7:255). 3) í Viðidalshr. (nú Þorkelshólshr.) V-Hún. (JbÁM 8:232,233-4) 4) eyðibýli í Bólstaðarhlíðarhr. A-Hún. (JbÁM 8:394) 5) eyðibýli í Stærra Árskógslandi, Árskógs- strönd, Eyf. (JbÁM 10:107) 6) eyðibýli í Hvammslandi, Þistilfirði, N-Þing. (JbÁM 11:367) Ekki hef ég fundið annað um þetta örnefni í ritum ÞV en „+Hávastaðir > Hávar(ð)sstaðir“ (1969þ: 109) og á meðan ég hef hvorki vitneskju um rithætti þess, eða um röksemdir ÞV fyrir þeirri breytingu sem þarna á að hafa átt sér stað, né um merkingu fyrri liðarins *Háva-, leyfi ég mér að efast um að Hávar(ð)sstaðir hafí að geyma miðstofn. 3.10 Helkunduheiði Langanesi (Grímnir 1:7-23) Helkundu- Sturlubók Helkvndv- Hauksbók Helkundu- um 1200/1619 Kirknatal Páls bisk- ups Jónssonar Hoolkundu- um 1200/1600—20 Kirknatal Páls biskups Jónssonar Helkundar- 1449/1651 ogalloft síðar „Spurning er nú, hvort örnefnið Helkundu- heiðr sé í öndverðu dregið af no. Hglkn: *Hplknaheiðr > Helkunduheiðr aukin mið- stofni, sbr. Silfra- > Silfreks-, Silfrúnarstaðir, Kyrna- > Kýrunnarstaðir o. s. frv.“ (Grímnir 1:14). Um stofnsérhljóð segir: „Þegar hugað er að stofnsérhljóðunum í Hplkna-, Helk-, kemur í ljós, að í einu handriti hins forna kirknatals Páls biskups frá um 1200/1600—20 stendur Hoolkunduheidi, sem bent gæti til fomrar Hplkn-myndar. En hitt er ekki síður athyglis- vert, að hliðarmyndir no. hplkn eru helkn, hœlkn, en koma að vísu aðeins fyrir í norskum heimildum" (s.st.). ÞV gerir ráð fyrir að þróun- in hafi verið: „Helkundu-, -ar- < *Helkunnar- < *Helkunar- < *Helkna- < *Hplknaheiðr“ (s.r.:21). I neðanmálsgrein segir: „Miðliðurinn -kundu- má einnig eiga rót að rekja til sníkju- hljóðs snemma á öldum (sbr. Hólkunarheiði vestra). Ekki er mér kunnugt um sníkjuhljóð milli k og n í íslenzku fornmáli“ (s.st.). Ég kannast hvorki við að p hafi breyst í e að fornu né (frekar en ÞV) að u hafi myndast á milli k og n. Því er ólíklegt að um hljóðbreyt- ingu sé að ræða enda hefði þá mátt þúast við að önnur Holkn-örnefni hefðu breyst á sama hátt — sem þau hafa þó ekki gert. Ekki sýnist mér alþýðuskýring vænlegri kostur. Hölknár eru ófáar á landinu (sjá kort í Grímni 1:20) og flestar þeirra hafa tekið tiltölu- lega litlum breytingum (Hörkná, Hólkná, Hörtná, Höltnd). Einnig finnast fáeinir Hölknalœkir. Erfitt er að sjá af hverju 76
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.