Mímir - 01.04.1986, Side 44

Mímir - 01.04.1986, Side 44
Þótt þú sért þjóðkunnur maður, Þórarinn, þá langar mig til að byrja á því að spyrja þig um œtt og uppruna. Já, ætt og uppruni. Já, ef ég byrja þá á mínu eigin upphafi, þá er ég fæddur í ljónsmerkinu 22. ágúst 1949 í Reykjavík. Ég er sonur Kristj- áns Eldjárns, sem var Svarfdælingur og Hall- dóru Ingólfsdóttur, sem er Isfirðingur að upp- runa. Móðurætt mín er öll vestfirsk en föður- ættir eru víða að, því þetta voru nú gjarnan prestar, en þó er þingeysk grein þar mjög áber- andi. Var ekki séra Hjörleifur á Skinnastað lang- afiþinn? Jú, hann mun hafa verið langalangafi minn, séra Hjörleifur Guttormsson. Og ef maður á að gerast verulega þjóðlegur og tengja sig við skáld, eins og menn gera nú gjarnan, þá er það að sjálfsögðu þannig að það er mikið af skáld- um í mínum ættum. Það má segja að hæst hafi risið þar sem annars staðar Jónas Hallgríms- son, en langalangafi minn og nafni séra Þórar- inn Kristjánsson sem síðast var prestur í Vatns- firði, hann og Jónas voru bræðrasynir. Þessi ætt er síðan sama ætt og Hallgrímur Pétursson er af og fleiri góðir menn. Nú enn framar get ég rak- ið mig til austfirsku skáldanna. Þess ber þó að geta að þegar komið er svona langt fram, þá er nú mjög líklegt að nokkurn veginn allir íslend- ingarséu komnir af þessum mönnum. Já, þú minntist áðan á Jónas Hallgríms- son. Mér virðist hann vera nálægur í mörgum verka þinna. Þú vísar til Ijóða hans, t.d. í KVÆÐUM, þar sem talað er um að tíminn vilji ekki tengja sig við Jónas og í YDDI er Ijóð sem heitir „Orðið okkar starf'. Já, já þetta er alveg rétt og ef ég á að fara að nefna enn eitt, þá er dálítið skrítin saga í nýj- ustu bókinni minni sem heitir „Völin á möl- inni“. Það er að sjálfsögðu upp úr Jónasi líka. Þú vísar þarna í ,,Leiðarljóð“ til Jóns Sig- urðssonar forseta sem sumir hafa talið fremur kuldalegt I garð Jóns. í bók sinni KVÆÐA- FYLGSNI hrekur Hannes Pétursson þá skoð- un og leiðir veigamikil rök að því að grcesku- laust sé ort af hálfu Jónasar. Hvað finnst þér í þessu máli? Ég held að réttast sé að láta Hannes hafa síð- asta orðið. Mig langar nœst til að spyrja um námsferil þinn. Þú ert stúdent frá MR? Já, ég tók stúdentspróf úr máladeild Mennta- skólans í Reykjavík vorið 69. Enda lá nú ekk- ert annað beinna við, því þegar ég byrjaði í menntaskóla, þá var nú bara einn slíkur í Reykjavík. Hamrahlíðarskólinn tók ekki til starfa fyrr en ári síðar. Það var semsé ekki um neitt annað að rœða fyrirþig? Nei, nei, það var ekki um neitt annað að ræða og fyrir mig persónulega kom ekkert ann- að til greina en að fara í máladeild vegna van- kunnáttu í stærðfræði. Nú og áður hafði ég gengið þessa klassísku vesturbæjarleið — verið í Melaskólanum og Hagaskólanum. Þegar ég lauk stúdentsprófi lá leiðin til Svíþjóðar. Það var nú eiginlega mest fyrir tilviljun að ég slæddist þangað svona að sumarlagi og fór síð- an að stúdera þar. Lastu bókmenntir? Já, haustið eftir las ég almenna bókmennta- sögu við háskólann í Lundi. Síðan gruflaði ég" dálítið í heimspeki. Svo svona eiginlega í miðju námi, þá var ég einn vetur hér heima. Það var veturinn 1972—73. Ég tók þá fyrsta stig í ís- lensku við háskólann og fékk það síðan metið í Svíþjóð þegar ég fór þangað aftur og lauk þessu fil kand námi sem er sambærilegt við B.A. nám hérna. Hvaða gagn telurðu þig hafa haft af bók- menntanáminu? Ég er nú ekki reiðubúinn til að halda því fram að ég hafi grætt eitthvað á því svona bein- línis. Ekki þannig að ég finni einhver bein tengsl á milli þess að hafa lært bókmenntafræði og vera rithöfundur. Ég get ekki fundið að mér nýtist það á einhvern algerlega beinan hátt í mínum skrifum. Hitt er svo annað mál að slíku námi fylgir auðvitað það að maður les mikið af bókmenntum sem maður hefði kannski ekki lesið annars. Svo er annað sem er áreiðanlega 44

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.