Mímir - 01.04.1986, Side 91

Mímir - 01.04.1986, Side 91
Ég vil trúa því að Jóhannes hafi í lokin verið orðinn sáttur við lífið og tilveruna, eða eins sáttur og hugsast gat, því að jafnnæmum manni og Jóhannes var hlýtur alltaf að hafa sviðið sárt hvers konar þjáningar og mannleg eymd. Ég vil trúa að hann hafi fram í lokin haldið í vonina um hið heilaga samband manns og náttúru, að hið mjúka sigri að lokum hið harða. Þannig örlar á Taoisma í ljóðum Jóhannesar. Tökum sem dæmi lokaorð ljóðsins Enn um gras: Já óskiljanlegt er það hið græna gras jarðarinnar: auðmýktin og uppreisnin í senn. (Ljóðasafn VIII, bls. 127) Hið sama má segja um Ijóðið Undur þar sem Jóhannes hvetur okkur til þess að draga ekki dárað ánamaðknum því: Sé hann skorinn í þrennt sprikla þrír nýir ormar í sólskininu: hefurðu vitað meira undur? þekkirðu stórkostlegri vitnisburð um sigur hins varnarlausa? Þríeinn ánamaðkur — heilög þrenning sem smýgur niður í moldina. (Ljóðasafn VIII, bls. 158) Jóhannes lofar sigur hins varnarlausa, sigur lífsins yfir dauðanum, hins náttúrulega yfir hinu framleidda í líki maðks annars vegar og gerviflugu hins vegar. Þannig má segja að náttúran frelsi son sinn, Jóhannes úr Kötlum, sem er alfrjáls í hinni al- góðu náttúru (Endur fyrir löngu), hinni unaðs- legu goðveru. Upprisan í næstsíðasta ljóði Jó- hannesar, Sólarsýn, og hin dulræna þögn sem umlykur allt í lokaljóðinu gefa mér það fyrir- heit að Jóhannes hafi lokið lífinu í þeim guðs- friði er hann átti skilinn, í kyrrðinni miklu: Þá verða öll orð tilgangslaus — þá er nóg að anda og finna til ' og undrast. Maðurinn í landinu landið í manninum — það erfriðurguðs. (/ guðsfriði. Ljóðasafn VIII, bls. 206) 6 Skáldferill Jóhannesar spannar iangan tíma í íslenskri ljóðagerð. A þeim tíma tók ljóðið gagngerðum breytingum, jafnt til forms og innihalds, og fylgdist Jóhannes með þeim þreytingum. Hann var þó trúr uppruna sínum (sþr. orð Erl. Jónssonar um Jóh. úr Kötlum í ísl. bókms. frá 1550—1950, bls. 155). T.d. geng- ur þjóðkvæðastíllinn gegnum allan hans kveð- skap, jafnt hefðbundin náttúruljóð og pólitísk- an byltingarkveðskap. Einnig var trú hans á hinni íslensku náttúru mikil og er hún alls staðar tákn hins milda og góða í mannlegri til- veru. Skáldið glímir við guð almáttugan í öllum sínum kveðskap en þjóðfélagslegt misrétti veld- ur því að Jóhannes tekur að efast um tilvist þess guðs sem hann áður trúði á. Samt leikur enginn vafi á að guð er aldrei langt undan og þótt Jóhannes yrki ljóð eins og Opið bréf (1932), Eitt lítið og sólskinsbjart Ijóð (1935) og síðar ljóð eins og sést í 1. hluta Dœgurlagatexta (1962) þá bera þau fremur trúarþörf hans vitni en trúleysi. Svo segir hann til dærnis í Jesúsi Maríusyni (1955) um Krist sjálfan sem alltaf birtist sér er allir aðrir hafi yfirgefið sig: Og þó hef ég ei beitt slíkum brögðum nokkurn mann: ég hef brennt á vör hans kossinn og hrækt síðan á nekt hans og nítt og slegið hann og neglt hann upp á krossinn. (Ljóðasafn VII, bls. 23) Þótt illska heimsins geti valdið því að mannssonurinn nánast deyi í hjartaskúta skáldsins þá er svo aldrei lengi því að Kristur er Jóhannesi tákn mannúðarinnar, trúarinnará mannlegt jafnræði. Þannig er myndin af Kristi í ljóðabókinni Mannssonurinn (1966) mun al- þýðlegri en menn eiga að venjast en ber um leið trúarþörf Jóhannesar glöggt vitni. 91

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.