Mímir - 01.04.1986, Qupperneq 94
Til vara voru:
Elín Bára Magnúsdóttir
Aðalsteinn Eyþórsson
María Kristín Jónsdóttir
Vetrarstarfið hófst þegar í stað við að undir-
þúa haustferðalagið. 10. nóvember var farið á
Reykjanesið undir fararstjórn Arna Björnsson-
ar, sem stóð sig vel eins og við var að búast. 55
Mímisliðar tóku þátt í þessari ferð.
Almennir félagsfundir voru 4 á starfsári þess-
arar stjórnar. Hinn fyrsti var haldinn 12. des-
ember 1984, en þar var rætt um þróunarskýrsl-
una svonefndu. Stjórnin bar fram tillögu um
það sem henni fannst vanta í skýrsluna að því
er Heimspekideild snerti. Tillagan var sam-
þykkt og var hún síðan send til Stúdentaráðs.
21 nemi sótti fundinn. 19. desember var al-
mennur félagsfundur haldinn til að ræða til-
lögu Kristjáns Kristjánssonar um að gerð yrði
könnun á gæðum og gildi námskeiða. Kosin
var nefnd til að sjá um framkvæmd þessarar
könnunar. Hana skipa:
Kristján Kristjánsson
Gunnar Þ. Haildórsson
Sigríður Steinbjörnsdóttir
Arnhildur Arnaldsdóttir
Þriðji almenni félagsfundurinn var síðan hald-
inn 13. febrúar 1985. Þar var rætt um hvort
æskilegt væri að binda námið á 1. ári og fjölga
kjarnanámskeiðum, væri íslenskan tekin til 90
eininga. Á þessum fundi var ekkert ákveðið,
heldur var honum frestað uns línur skýrðust.
Framhaldsfundur var síðan haldinn 27. febrúar
1985. Þar voru þessar tillögur báðar felldar.
Um 40 nemendur mættu á þennan framhalds-
fund.
1. desember 1984 var haldin „glaggargleði“ í
kaffistofunni í Árnagarði. 40 manns mættu og
undu sér vel við glöggina uns haldið var á al-
mennan stúdentadansleik í Sigtúni.
Jólarannsóknaræfing var haldin í Félags-
stofnun stúdenta þann 20. desember 1984. Örn
Ólafsson flutti erindið „Þú rauða lið, sem hófst
á hæsta stig“. Þann dag kom símaskráin úr
prentun og var henni dreift meðal Mímisliða á
Æfingunni.
Kraftakvöld var haldið 22. febrúar 1985 í
kaffistofunni í Árnagarði. Þar kom í Ijós að
kraftar Mímisliða voru engir og þeir 20 sem
mættu skenrmtu hverjir öðrum.
Þorrinn var liðinn þegar þorrablótið var
haidið, sem konr ekki að sök, þar sem þorra-
matur var ekki á borðum. 45 Mímisliðum var
ekið frá Árnagarði í hús Sjálfstæðisflokksins á
Seltjarnarnesi. Heiðursgestur var Matthías Við-
ar Sæmundsson. Skemmti fólk sér hið besta
fram eftir nóttu.
Laust eftir miðjan apríl var farið í Vorrann-
sóknarleiðangur á Snæfellsnes undir röggsamri
fararstjórn Sveins Skorra Höskuldssonar en
heiðursgestur var Vésteinn Ólason. Úr þessari
ferð minnast menn helst heimsóknar til alls-
herjargoðans og þess, að ferðin var í lengra lagi.
Þó sluppu allir heilir á húfi úr þessu ferðalagi.
Síðast liðið haust ákvað stjórnin að halda
kynningarfund í Stúdentakjallaranum fyrir 1.
árs nema. 15 nýnemar mættu og var þeim
kynnt starfsemi félagsins ásamt öðru nytsam-
legu.
12. október var síðan farið í haustrannsókn-
arleiðangur á Njáluslóðir. 45 ferðalangar tóku
þátt í henni. Fararstjóri var Sverrir Tómasson
sem stóð sig vel eins og hans er von og vísa, en
heiðursgesturinn Svavar Sigmundsson forfall-
aðist á síðustu stundu. Ferðin tókst hið besta,
þó menn væru ekki alltaf á eitt sáttir.
Þegar stjórn ársins 1984— 1985 lítur yfir lið-
ið starfsár, er engin ástæða til að miklast yfir
starfinu. Kraftar stjórnarinnar fóru mikið í
skemmtanahald, en minna fór fyrir menningar-
starfsemi og er það slæmt. En það þýðir ekki
að gráta liðna tíð og að lokum óska ég Mími
góðs gengis á ókomnum árum.
Hulda Sigtryggsdóttir, ritari
94