Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 89

Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 89
í hjarta mínu er lítill skúti þar sem mannssonurinn bíður dauðvona eyðimörk í vestri frumskógur í austri það rignir eldi og brennisteini niður í myrkan dal örvæntingarinnar yfir lömb mín og kið einu sinni trúði ég á réttlætið suður æðar mínar ríða skapanornirnar gulnuðum hrífuskaftsbrotum á flótta undan rafmagnsljósinu en norður taugar mínar iljúga geltandi helsingjar oddaflug í leit að réttlætinu kannski það leynist í dauða skrælingjanum bak við sykurtoppinn (Ljóðasafn VII, bls. 181) I þessu magnaða ljóði er lýst hinni myrku heimssýn Jóhannesar úr Kötlum. Mannssonur- inn bíður dauðvona í litlum skúta í hjarta hans meðan eldi og brennisteini rignir yfir lömb hans og kið, þjóðina, fólkið hans. Hann hefur glatað trú sinni á réttlætinu. Hinu óhugnanlega kaosi nútímans er á snilldarlegan hátt lýst með áhrifsmiklum súrrealistískum myndum en eins og venjulega nær tómhyggjan aldrei föstu taki á Jóhannesi. Réttlætisleitinni verður haldið áfram, þetta er aldrei ferð án fyrirheits. Samt sem áður spyr Jóhannes þeirrar spurningar í lokaljóði bókarinnar hvort heilbrigt líf sé ekki tilgangslaust í brjáluðum heimi þar sem mannskepnan leikur sé sofandi að eldi: hvað stoðar nú að yrkja yrkja jörð sér til matar yrkja ljóð sér til gamans skepnurnar mínar tryllast sperra hala og eyru finna heimsendi nálgast (Ljóðasafn VII, bls. 209) Eftir þessa kraftmiklu og djarflegu bók sem var full af þrótti og dirfsku kom út bók sem var meir í anda Eilífðar smáblóma (1940) en þeirr- ar næstu á undan.11 Enda ber þessi bók nafnið Tregaslagur (1964) en það er nafn með rentu (hafa verður í huga að meginhluti kvæðanna er að sögn Jóhannesar eldri en kvæðin í Oljóð). Það er meiri friður yfir þessari bók en flestum öðrum bókum Jóhannesar. Mikið af „ofsan- um“ er horfið og trúlegt er að vonbrigðin hafi gert hann svona. Þannig má kalla tregann einu heildarmynd bókarinnar. Nú er horfinn sá ákafi og það þolleysi sem einkennir Jóhannes í ljóði hans Sovét ísland (Ljóðasafn II, bls. 208). Jóhann Hjálmarsson bendir á gott dæmi því til stuðnings en það er ljóðið Eftirvœnting (1964). Jóhannes bíður hinna nýju, frelsandi manna og hefur beðið þeirra lengi: En þeir komu ekki í fyrradag og ekki heldur í gær — ef þeir koina ekki í dag þá koma þeir sjálfsagt á morgun. (Ljóðasafn VIII, bls. 46) Vissulega mætti einnig skilja ljóðið á þann máta að hann vilji að menn rísi upp, allir sem einn, og gerist sjálfir hinir nýju menn (sbr. það sem Njörður P. Njarðvík segir í Vort er ríkið, 155. bls.) þó að mér virðist það ólíklegra. Þann- ig hefði hann án efa hugsað sem ungur maður, fullur af vonum og sjálfstrausti, en vonbrigðin hafa beygt hann. Honum finnst sínu hlutverki vera lokið, afrekin engin, tími hans er liðinn, framtíðin hvílir á herðum afkomendanna, hinna nýju kynslóða. Þannig má greina beiskju og harm Jóhannesar í lokaorðum Þér snauðu menn: „vor uppgjöf er nú glögg“, orð hans voru tilgangslítil sbr. lokaljóð bókarinnar Af hjartans lyst en þar segir í 2. og 3. erindi: ég hugðist leysa úr ánauð stund og stað en orðin virtust vindhögg sitt á hvað þau hittu aldrei okið og nú er skylt að sætta sig við það að bjarnarnóttin hljóð sé hnigin að og máli mínu lokið. (Ljóðasafn VIII. bls. 101) Einnig má finna enduróm við ljóðið Opið bréf (1932) í kvæðinu Ég ann ykkur þar sem 11 Sbr. orð Jóhanns Hjálmarssonar í íslenskri nú- tímaljóðlist, bls. 66. 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.