Mímir - 01.04.1986, Qupperneq 42

Mímir - 01.04.1986, Qupperneq 42
komu. Loftið var unaðslega hreint. Kviknandi líf náttúrunnar fór ekki fram hjá Össa er hann skondraði með rauðvínsgutlið í plastpoka áleiðis til Einars. „Nei veikominn gamli vin“ hrópaði Einar og faðmaði Össa að sér. „Hvar í ósköpunum hefurðu haldið þig?“ „Ég hef nú alltaf verið viðloðandi sömu staðina Einar minn“ sagði Össi vingjarnlega, „en ég hef ekkert rekist á þig.“ „Jæja kallinn. Heyrðu, fáðu þér bara sæti inn í stofu, ég kem með glös handa okkur. Vilt’ekki viskí?“ „Nei takk, bara glas, ég kom með rauðvín.“ Þegar Einar kom inn í stofu með glösin stóð Össi rótgróinn á miðju gólfi. „Blessaður fáðu þér sæti. Þú þarft ekki að vera hræddur við Ieðursófann, ég er ekki búinn að borga hann enn“ gall í Einari. Össi stóð sem fastast og horfði hvasst á bláklæddan, bústinn manninn sem brosti til þeirra af skjánum. „Ég sé að þú ert í áhættuhópnum“ sagði hann þungbúinn. „Ha, áhættuhópnum. Hvað mein- arðu maður. Ég nota alltaf verjur. Ég er búinn að fækka rekkjunautum um helming og vara mig sérstaklega á djúpu kossunum“ sagði Einar glottandi og dustaði ímyndað ryk af nýju bláu jakkafötunum. „Fáðu þér nú í glas.“ Össi sett- ist. „Ég er að tala um smit sem gúmmíverjur standast ekki. Sóttkveikju sem hefur opnað smitleiðir sínar inn á hvert einasta heimili í landinu. Eina mótefnið er eigin staðfesta. Þú þarft að kunna að velja og hafna. — Viltu ekki slökkva á þessari sjónvarpsrás Einar.“ „Nú, vilt’ekki glápa á kassann“ sagði Einar skiln- ingsvana. „Hugsaðu þér möguleikana og frjáls- ræðið núna maður“ sagði hann og slökkti treg- ur, „nú getur maður horft á sjónvarpið eða hlustað á útvarpið allan sólarhringinn. Þetta kalla ég frelsi.“ „Frelsi fyrir hverja?“ spurði Össi. „Þú opnar sál þína smitberanum, lætur smitið grafa um sig óhindrað uns þú gerir ekki greinarmun á réttu og röngu, segir bara já og amen eins og hlýðinn hundur og . .„Heyrðu Össi“ greip Einar fram í, „nú gefst ég upp. Ég botna ekkert í þér, ertu að grínast eða ertu orð- inn ruglaður maður?“ Össi andvarpaði. „Lít- um á staðreyndir. Segðu mér Einar, hvað varstu að gera í gær?“ „Ha, í gær. Ja það var leiðindaveður og ég góndi á kassann, þeir björguðu alveg deginum þarna á rás D, eins og þeir voru reyndar búnir að lofa, en vel á minnst, hvað varst þú að bauka úti í rigning- unni?“ Össi reis á fætur. „Veistu hvaða dagur var í gær?“ „Nú, svei mér var ekki fimmtu .. „Það var fimmtudagurinn 1. maí?“ þrumaði Össi. „Jájá, allt í lagi“ dæsti Einar óþolinmóð- ur. „Og hvað með það?“ . . . Rvík 17.12. 1985 S. Þór. Við erum ferðasKrifstofa allra sem ekki vaða í peningum. 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.