Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 42
komu. Loftið var unaðslega hreint. Kviknandi
líf náttúrunnar fór ekki fram hjá Össa er hann
skondraði með rauðvínsgutlið í plastpoka
áleiðis til Einars.
„Nei veikominn gamli vin“ hrópaði Einar
og faðmaði Össa að sér. „Hvar í ósköpunum
hefurðu haldið þig?“ „Ég hef nú alltaf verið
viðloðandi sömu staðina Einar minn“ sagði
Össi vingjarnlega, „en ég hef ekkert rekist á
þig.“ „Jæja kallinn. Heyrðu, fáðu þér bara sæti
inn í stofu, ég kem með glös handa okkur.
Vilt’ekki viskí?“ „Nei takk, bara glas, ég kom
með rauðvín.“ Þegar Einar kom inn í stofu
með glösin stóð Össi rótgróinn á miðju gólfi.
„Blessaður fáðu þér sæti. Þú þarft ekki að vera
hræddur við Ieðursófann, ég er ekki búinn að
borga hann enn“ gall í Einari. Össi stóð sem
fastast og horfði hvasst á bláklæddan, bústinn
manninn sem brosti til þeirra af skjánum. „Ég
sé að þú ert í áhættuhópnum“ sagði hann
þungbúinn. „Ha, áhættuhópnum. Hvað mein-
arðu maður. Ég nota alltaf verjur. Ég er búinn
að fækka rekkjunautum um helming og vara
mig sérstaklega á djúpu kossunum“ sagði Einar
glottandi og dustaði ímyndað ryk af nýju bláu
jakkafötunum. „Fáðu þér nú í glas.“ Össi sett-
ist. „Ég er að tala um smit sem gúmmíverjur
standast ekki. Sóttkveikju sem hefur opnað
smitleiðir sínar inn á hvert einasta heimili í
landinu. Eina mótefnið er eigin staðfesta. Þú
þarft að kunna að velja og hafna. — Viltu ekki
slökkva á þessari sjónvarpsrás Einar.“ „Nú,
vilt’ekki glápa á kassann“ sagði Einar skiln-
ingsvana. „Hugsaðu þér möguleikana og frjáls-
ræðið núna maður“ sagði hann og slökkti treg-
ur, „nú getur maður horft á sjónvarpið eða
hlustað á útvarpið allan sólarhringinn. Þetta
kalla ég frelsi.“ „Frelsi fyrir hverja?“ spurði
Össi. „Þú opnar sál þína smitberanum, lætur
smitið grafa um sig óhindrað uns þú gerir ekki
greinarmun á réttu og röngu, segir bara já og
amen eins og hlýðinn hundur og . .„Heyrðu
Össi“ greip Einar fram í, „nú gefst ég upp. Ég
botna ekkert í þér, ertu að grínast eða ertu orð-
inn ruglaður maður?“ Össi andvarpaði. „Lít-
um á staðreyndir. Segðu mér Einar, hvað
varstu að gera í gær?“ „Ha, í gær. Ja það var
leiðindaveður og ég góndi á kassann, þeir
björguðu alveg deginum þarna á rás D, eins og
þeir voru reyndar búnir að lofa, en vel á
minnst, hvað varst þú að bauka úti í rigning-
unni?“ Össi reis á fætur. „Veistu hvaða dagur
var í gær?“ „Nú, svei mér var ekki fimmtu ..
„Það var fimmtudagurinn 1. maí?“ þrumaði
Össi. „Jájá, allt í lagi“ dæsti Einar óþolinmóð-
ur. „Og hvað með það?“ . . .
Rvík 17.12. 1985
S. Þór.
Við erum ferðasKrifstofa allra
sem ekki vaða í peningum.
42