Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 18
Jón, Magnús, Markús og Pélur. Á 12. og 13.
öld urðu kristin áhrif á nafnaforðann þó mun
meiri en þá voru tekin upp nöfn eins og
Andrés, Benedikt, Jakob, Páll, Margrét og
Sesselja (12. öld) og Stefán, Tómas, Katrín og
Kristín (13. öld) (sþr. Halldór Halldórsson
1967:55 og Þorsteinn Þorsteinsson 1964:227 —
228). Eftir siðaskiptin fór þiþlíunöfnum stór-
fjölgandi hér á landi. Þá fór fólk að tína alls
konar nöfn upp úr bókum gamla testamentis-
ins og víðar. Einnig var farið að nota ýmis nöfn
sem engum hefði dottið í hug að nota í kaþ-
ólskum sið. Þannig kemur nafnið Maria t.d.
fyrst fyrir í manntalinu 1855 (sbr. Hermann
Pálsson 1960:16 — 17).
Frá kristnitöku hafa ýmis fleiri tökunöfn ver-
ið tekin í notkun hér á landi. Þannig völdu
Oddaverjar t.d. börnum sínum nöfn sem lítið
eða ekkert höfðu tíðkast áður á íslandi. Nafna-
val þeirra minnir á margan hátt á austurnor-
ræna siði en þeir hafa einnig tekið upp mörg
nöfn sem tíð voru í norsku konungsættinni.
Þetta erlenda nafnaval hefur eflaust stafað af
sambandi Oddaverja við norsku konungsættina
en móðir Jóns Loftssonar úr Odda var Þóra
Magnúsdóttir berfætts, og af tíðum utanferðum
þeirra (sbr. Halldór Halldórsson 1967:55, Björn
Sigfússon 1953:45—47 og Einar Ólafur Sveins-
son 1936:190-196). Seldælir (12.-13. öld)
munu einnig hafa verið duglegir við að taka
upp erlend nöfn en það munu einkum vera
kirkjuleg nöfn sem þeir tíðkuðu (sbr. Björn Sig-
fússon 1953:47—48).
Síðar gætir þess í enn ríkari mæli að sam-
band Islendinga við útlönd hafi áhrif á nafna-
forðann. Sum norræn nöfn bárust þó ekki
hingað fyrr en tiltölulega seint. Um 1400 eru
tekin hér upp nokkur þýsk nöfn en þau hafa
líklega borist hingað frá Danmörku eða Nor-
egi. Þegar lengra líður fara dönsk áhrif á ís-
lenska nafnaforðann smám saman vaxandi en
það er þó ekki fyrr en á 18. öld sem danskir
nafnasiðir fara að hafa hér mikil áhrif. Á 17.
öld eru tekin upp dönsku konungsnöfnin
Kristján og Friðrik en þau urðu þó ekki vinsæl
hér fyrr en á 19. öld (sbr. Hermann Pálsson
1960:17—18 og Þorsteinn Þorsteinsson
1964:227-230).
3.2 Bastarðanöfn
í manntalinu 1703 ber langmest á fornum ís-
lenskum nöfnum og nöfnum sem tekin voru
upp hér á landi á fyrstu öldum kristninnar.
Auk þess var hér slangur af þýskum og dönsk-
um nöfnum auk nokkurra nafna sem óvíst er
hvaðan eru komin (sbr. Ólafur Lárusson
1960:5—6). Frá 1703 til 1855 hefur tala er-
lendra nafna aukist mikið og svokallaðra bast-
arðanafna er farið að gæta. Þau eru tvenns kon-
ar. Annars vegar eru nöfn þar sem tveimur
stofnum öðrum íslenskum og hinum erlendum
er skeytt saman. Þessi gerð bastarðanafna virð-
ist eiga sér gamlar rætur. Þannig koma nöfnin
Kristrún og Kriströður fyrir þegar á 13. öld og
sonarsonur Jóns Loftssonar í Odda var skírður
Jóngeir í byrjun 14. aldar. Algeng nöfn af
þessu tægi í dag eru karlmannsnöfnin Guðjón,
Sigurjón og Friðjón en þau eru öll frekar ung í
málinu og ekkert þeirra kom fyrir í manntalinu
1703 (sbr. Halldór Halldórsson 1967:56 og
1960:143 og Einar Ólafur Sveinsson
1965:182 — 183). Hin gerð svokallaðra bastarða-
nafna eru nöfn sem mynduð eru þannig að ís-
lenskum stofni og erlendu viðskeyti er skeytt
saman. Þessi myndun bastarðanafna er talin
vera mun yngri en hin gerðin og í manntalinu
1703 kemur ekkert slíkt nafn fyrir. Halldór
Halldórsson (1967:57) segir að nafnið Ólafía sé
elst þessara nafna en það nafn er kunnugt úr
Stephensens ætt snemma á 19. öld. í manntal-
inu 1855 gætir þessara nafna frekar lítið en frá
1855 til 1910 hefur þeim fjölgað mjög mikið
(sbr. Halldór Halldórsson 1967:57 og 1960:143
og Hermann Pálsson 1960:24—26). Þessi gerð
bastarðanafna mun einkum hafa verið notuð til
þess að mynda kvennanöfn af karlanöfnum og
karlanöfn af kvennanöfnum. Þó karlanafna
eins og Guðrúníus, Liljus, Pálínus, Sesseltus,
Sigurlínus o.s.frv. gæti töluvert í manntalinu
1910 þá gætir þess þó meira að kvennanöfn séu
mynduð á þennan hátt (sbr. Hagstofa Islands
1915:16—123 og Halldór Halldórsson
18