Mímir - 01.04.1986, Side 52
hitt að mér hefur alltaf þótt þetta mjög heill-
andi þegar persónur í skáldskap ganga aftur.
Og það eru auðvitað mjög margir rithöfundar
sem hafa notfært sér þetta og jafnvel sett það
upp í kerfi, Balzac og Faulkner t.d. og nú hér
hjá okkur er gott dæmi um þetta Guðbergur
Bergsson sem gengur svo langt að persónur úr
fyrri bókum hans eru farnar að skrifa sögur nú
í seinni tíð. Þetta fyrirbæri ætti einmitt að
höfða sérstaklega tii okkar Islendinga út af Is-
lendingasögunum. Þar er þetta sama á ferðinni,
þó það eigi sér allt aðrar orsakir og kannski
einhverja sannfræði á bak við sig upphaflega.
En mér finnst gaman að þessu að láta persónur
ganga svona aftur.
Nú hefur þú farið út á þá braut að gefa nýju
bókina þína út sjálfur. Er það framtíðin að
höfundar geji bcekur sínar út sjálfir?
Það er í sjálfu sér ekkert aðalatriði hver gefur
út bók, ef allt er með felldu.
Aðalatriðið er náttúrlega að geta lifað af rit-
störfunum?
Já, og ef gefin er út bók hjá forlagi þá koma
svo margir aðilar inn í sem þurfa að fá sinn bita
af kökunni að það sem verður eftir handa höf-
undinum er svo lítið að það er ekki hægt að lifa
af því. Samfélagið er svo lítið að jafnvel bækur
sem seljast stórkostlega vel miðað við höfða-
tölu, geta ekki gefið af sér nægileg höfundar-
iaun. Þess vegna hafa íslenskir rithöfundar
hreinlega ekki efni á að láta öðrum eftir hluta
af ágóðanum og vegna þess hvað samfélagið er
lítið er sjálfsútgáfan alveg gerleg. Það er hægt
að dreifa bókum í allar bókabúðir á höfuðborg-
arsvæðinu á tveim dögum og út allt land á
öðrum tveim dögum.
Þetta borgar sig?
Já, það margborgar sig.
En hefur þetta ekki aukna vinnu í för með
sér?
Sko vinnan er ekkert óskaplega mikil og þeg-
ar maður er farinn að gera svo margt sjálfur af
þessari forvinnu eftir að tölvutæknin kom til
þá er þetta bara spurning um að stíga loka-
skrefið. En svo er það dreifingin. Maður þarf
að starfa í einn og hálfan mánuð fyrst og fremst
sem sendisveinn. En ef salan er nokkur þá er
þetta ákaflega vel launað starf og getur kannski
orðið til þess að maður kemst á þann efnahags-
grunn að geta snúið sér af alvöru að ritstörfun-
um einum í stað þess að þurfa stöðugt að vera á
snöpum eftir aukavinnu við þýðingar og hina
og þessa textagerð sem til fellur. En sjálfsútgáf-
an getur falið í sér ákveðna áhættu, þegar til
lengdar lætur gæti svo farið að hún myndi leiða
til einhvers konar sjálfsritskoðunar. Setjum svo
að einhvern höfund langaði til að gefa út ein-
hvern algerlega klikkaðan texta eða hvað mað-
ur á að kalla það. Það er hætt við að hann þori
það síður, ef hann þarf að standa og falla efna-
hagslega algjörlega sjálfur með viðkomandi
bók. Það er miklu þægilegra að láta eitthvert
forlag út í bæ taka á sig skellinn ef úr verður
fiasko, en fiasko eru áreiðanlega mjög þörf fyrir
bókmenntirnar.
Leiðir aukin sjálfsútgáfa ekki til þess að
hinn frjálsi markaður mun alfarið ráða því
hvað gefið verður úl afbókum?
Jú, og hann hefur nú reyndar löngum gert
það, því ýmis forlög á íslandi hafa haft til-
52