Mímir - 01.04.1986, Síða 77
*HQlknaheiðr hefði frekar þarfnast alþýðu-
skýringar en t.d. HQlknárnar þrjár í næsta ná-
grenni. Alþýðuskýringin Hólkunar-ZHólknar-
heiði > Hólkonuheiði (í Dalasýslu) er varla
sambærileg því að hún gerðist á 19. öld þegar
hölkn er orðið fátítt í málinu sem sjálfstætt orð.
*HQÍkna- > Helkunduheiði hefði hins vegar
þurft að gerast fyrir ritunartíma Landnámu
þegar ætla má að hQlkn hafi verið mun algeng-
ara orð en síðar varð.
Þá er erfítt að sjá hvaða tilgangi alþýðuskýr-
ingin *Hglkna- > Helkundu- hefur átt að
þjóna: „Vant er nú að segja, hvaða skilning sá
Islendingur eða þeir Islendingar, er fyrstir tóku
sér í munn nafnið Helkunduheiði, sem sam-
kvæmt ofanrituðu hefur sennilega orðið til úr
Hplkna- eða Helknaheiði, Iögðu í nafnliðinn
Helkundu- [...] — ef þeir þá gerðu sér yfirleitt
nokkra ljósa hugmynd um merkingu hins
kynlega örnefnis“ (Grímnir 1:21). Breytingin
hefur því varla getað aukið skilning manna á
örnefninu.
Ég get því ekki séð betur en að rökin fyrir
miðstofni í Helkunduheiði séu fremur veik.
3.11 Hugljótsstaðir bær í Hofshr., Skag. (ÞV
1969b:108—9, 1971a:580, 1978:106, Grímnir
1:103-4)
huglœiks- 1388
Hugliotz-1550
„Sennilega hafa H. verið auknir miðstofni, sbr.
Silfr- > Silfreksstaðir, Mýla- > Mýlaugsstaðir,
*Hopru- > Hopreksstaðir í Noregi (NG XII,
158) o. s. frv„ og hafa þeir þá heitið upphaflega
*Huglarstaðir, af no. *hugl kvk. ‘hóll’, af sömu
rót og haugr, sbr. þ. Hugel ‘hóll’, norsku eyja-
heitin Hugl kvk. (Þulur Sn.-Eddu), nú Huglo, á
S-Hörðalandi og Hugla í Norðurlandi, sbr.
sjávarkenningarnar umbgprð Huglar (Einar
Skúlason) og grunnfpll Huglar (Háttatal
Snorra) (sjá Lexpoet3), og fjallsheitið Hugl-
hornet í Norðurlandi, svo og Hugle o. fl. sænsk
örnefni“ (Grímnir 1:103—4).
„Nafnmyndin Hugliotz- hefur að öllum lík-
indum orðið til fyrir áhrif frá nafni nágranna-
bæjarins, Ljótsstaða“ (s.r.:103).
Mannsnafnið Hugleikur kemur ekki fyrir
hér á landi að fornu en í Noregi frá 13. öld. Það
kemur hins vegar snemma fyrir í Danmörku og
Svíþjóð.
*Hugl kemur ekki fyrir sem samnafn í ís-
lensku heldur aðeins í kenningum skáldamáls-
ins þar sem um er að ræða norskt eyjarheiti.
Það er því ekki að sjá að *hugl hafi nokkurn
tíma merkt ‘hóll’ í íslensku og því hæpið að
hóllinn ofan við Hugljótsstaði hafi nokkurn
tíma verið *hugl eða kallaður *Hugl og jafn
hæpið að bærinn hafi heitið *Huglarstaðir.
3.12 Hvinverjadalur Kili (ÞV 1969b:109,
Grímnir 2:100—101)
Hvinveria- Sturlubók, Hauksbók
Vinveria- sama
Vijnveria- Þórðarbók Landnámu
Vinveria- Jóns s. helga (Gunnlaugs) (Sth. perg.
fol. 5), Sturlu s.' (Króksfjarðarbók, Reykjar-
Qarðarbók)
„Hvínveriadalr (hvilket Navn i nogle Codices
findes urigtig omsat nu til Vínberia- nu til
Hvinnveria-dalrý‘ 1794 SvPFerð (ÍB 3 fol., 25)
„Freistandi er að ætla, að öskrið í Öskurhóls-
hver í öræfakyrrðinni sé hvinurinn í H.-nafninu
(sbr. að Eggert Ólafsson notar orðið Hvinen um
hávaðann) og *Hvinar- hafi orðið Hvinverja-
dalr með innskeyttum miðlið, sbr. *Gaular- >
s-Gaulverjabær, Bpggu- > —>Bpggversstaðir
o. s. frv.“ (Grímnir 2:101).
Erfitt er að sjá hvað hefur átt að fá menn til
að breyta auðskiljanlegum fyrri lið *Hvinar- í
Hvinverja- og því hæpið að um alþýðuskýr-
ingu sé að ræða. Engar ritheimildir eru til um
orðmyndina *Hvinardalur og verður því að
telja sennilegt að Hvinverjadalur sé upphaflegt
nafn dalsins enda eru orðmyndir með -verja-
nær einhafðar allt frá Landnámu.
3.13 Indriðastaðir við Skorradalsvatn (ÞV
1971a:580)
Um þá segir „*Enda- (jfr. Ende-, Indestad
ved enden af Endestadvatnet i No.) > Indriða-
staðir (Harðar saga; ved enden af Skorradals-
77