Mímir - 01.04.1986, Qupperneq 64

Mímir - 01.04.1986, Qupperneq 64
um hlæjum við ekki að hetjunni Gísla heldur að því fólki „af lakara tagi“ sem hann skýlir sér bak við. En þetta er góðlátlegt grín. Sagnirnar bera þess merki að hafa gengið í munni aiþýðu sem hefur dáðst að útlaganum og því hvernig hon- um tekst að snúa á óvini sína með snjöllum brögðum. Óskar Halldórsson fjallar um útlagamýtuna í grein sinni „Goðsögnin um Gretti“.38 Þar segir hann að almenningsálitið sýkni oft glæpa- manninn og útlaginn haldi lífi vegna þess að fólkið heldur hlífiskildi yfir honum. í Gísla sögu er það alþýðufólk og konur sem veita Gísla skjól. „Hon var opt vqn at taka við skógarmQnnum.“ Það er söguleg staðreynd að í upphafi ritald- ar hér á landi var ritlistin í höndum karla, þar sem konur höfðu ekki sama aðgang að mennt- un og þeir. Guðrún P. Helgadóttir hefur íjallað um þátt kvenna í fornum skáldskap í bók sinni Skáld- konurfyrri alda. Þar segir hún að á því timabili sem kvæðin varðveitast í munnlegri geymd verði e.k. jafnaðarsamband milli karla og kvenna. Hún segir: „Enginn efast um hlut kvenna í varðveislu og flutningi hins dýra arfs milli kynslóðanna."39 Breytingin yfir í rithefð hefur því verið konum í óhag. Á þetta bendir Else Mundal réttilega í grein sinni „Kvinner og diktning“.40 Hún segir að munnmælahefðin hafi haldið áfram að vera í höndum kvenna og að í bókmenntum sem byggðar séu á munn- mælum skíni í gegn kvenlegt sjónarhorn, jafn- vel þó að þær séu ritaðar af körlum. Kvenlegt sjónarhorn alþýðusögunnar um Gísla kemur m.a. fram á þann hátt að þar er heimi kvenna nokkur gaumur gefinn. Konur fá hversdagslegri og friðsamlegri hlutverk en í 38 Óskar Halldórsson, 1977. 39 Guðrún P. Helgadóttir, 1961, bls. 12. 40 ElseMundal, 1983. 64 harmsögu karlahefðarinnar þar sem konum er lýst sem ógnvöldum. Konur eru t.d. helstu hjálparhellur Gísla í útlegðinni. Fyrir utan Ingjald í Hergilsey og Ref'bónda eru það konur sem veita útlaganum Gísla skjól og huggun. Þetta eru konur af öll- uin stéttum, allt frá ambáttinni Bóthildi til móður höfðingjans og spekingsins Gests Odd- leifssonar. Þessar konur eru alls óskyldar Gísla og eiga engra hagsmuna að gæta við að hjálpa honum. Þvert á móti, þær brjóta með því lög og leggja sig í hættu hans vegna. En samúð þeirra er með útlaganum. Óskar Halldórsson segir að í bændaþjóðfélaginu hafi gilt ákveðið lögmál ofar stað og tíma: „Útlaginn er hetja sem verðskuldar bæði aðdáun og vernd.“41 Þetta sýna konur alþýðusögunnar. Þær bjóða höfðingjum þeim sem elta Gísla byrginn. Margar þessara sagna eru fyndnar og er markmið þeirra að gera lítið úr óvinum Gísla í því skyni að upphefja hetjuna. Húmorinn felst í því að klókindum kvennanna og Gísla er teflt gegn heimsku karlanna. Kænska Bóthildar kemur glöggt fram er hún tekur þátt í Ieik Gísla á bátnum þar sem hann leikur fíflið. Hún Ieiðir Börk og félaga t.d. frá þeim með snjöllum tilsvörum sínum. Kraftar hennar eru líka þvílíkir að hún þreytir kapp við karlmennina og rær bátnum þannig að „rauk af henni“.42 Frásögnin af viðureign Álfdísar og liðs- manna Barkar er ein fyndnasta í sögunni. Lýs- ing Álfdísar er á þessa leið: Refr átti sé konu, er Álfdís hét, væn at yfirliti, en fárskona sent mest í skapi ok var inn mesti kvenskratti; með þeim Ref var jafnræði.43 Þrátt fyrir þessa neikvæðu lýsingu er grínið ekki á kostnað Álfdísar, heldur þeirra manna sem hún flæmir burt með hrakyrðum meðan hún situr á Gísla í rúmi sínu. Fræg er frásögnin af því er Eyjólfur býður 41 Óskar Halldórsson, 1977, bls. 632. 42 íslensk fornrit VI, bls. 85. 43 Sama, bls. 86. J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.