Mímir - 01.04.1986, Side 45

Mímir - 01.04.1986, Side 45
jákvætt,að svona bókmenntanám er svo óhag- nýtt að maður hefur í rauninni engu að tapa þó maður fari ekki að vinna neitt í launavinnu sem tengist því fagi. Það væri strax stærra skref ef maður væri verkfræðingur eða eitthvað þvíumlíkt, þá væri sjálfsagt miklu erfiðara að ákveða að láta það nám lönd og leið og gerast rithöfundur. Þú varst fyrst þekktur fyrir þátttöku þína í Útvarp Matthildi. TelurÖu að sú frœgð hafi á einhvern hátt hjálpað þér i upphafi skáldferils þíns? Ég veit nú ekki hvort það hefur haft nein jákvæð áhrif. Ætli það hafi ekki bara haft nei- kvæð áhrif. Ég hugsa að vegna þess hvað þetta urðu vinsælir þættir, þá hafi fólk almennt talið að þarna væri fyrst og fremst einhvers konar grínisti á ferð. Og ekki viljað taka þig alvarlega sem skáld? Nei. En ég hef ekkert á móti því að vera kall- aður grínisti, en ég vil að það sé tekið alvarlega að vera grínisti. Fyrsta bók þín KVÆÐI 1974 vakti ekki síst athygli fyrir það, að þú yrkir undir hefðbundn- um bragarháttum. Aldarfjórðungi fyrr höfðu orðið harðar deilur um nýtt Ijóðform í íslenskri Ijóðagerð. Þeim lauk sem kunnugt er með sigri hins nýja forms. Hvers vegna kaustu að ögra nýfrjálsa Ijóðstílnum og aga mál þitt við „stuðl- anna þrískiptu grein"? Ég held að ég hafi ekki gengið með neinar hugmyndir um að ég væri að ögra frjálsu formi. Ástæðan var miklu fremur sú að ég hafði og hef raunar enn, miklu meiri áhuga á þessari tegund ljóðlistar. Þegar ég fór svo sjálfur að yrkja af alvöru þá fannst mér þetta bara liggja beinna við fyrir mig. Þetta kom sem sé af sjálfu sér — skáldskap- ur eldri skálda höfðaði meira til þín? Já, hann gerði það. Eftir á að hyggja tel ég það hafa haft áhrif á að ég valdi mér þennan yrkingarmáta, að ég hafði alltaf miklu meiri ánægju af því að lesa sum eldri skáld eins og t.d. Stein Steinarr og Tómas Guðmundsson og þá vil ég undirstrika það að ég lít á Stein sem fullkomlega hefðþundið skáld, formlega séð. Ég vil nefna líka Halldór Laxness og jafnvel Þórberg Þórðarson. Þetta voru þau skáld sem framar öðrum höfðuðu til mín, en ég vil geta þess að ég kynnti mér heilmikið á sínum tíma skáldskap sem var að koma út þegar ég var að byrja að yrkja og sá skáldskapur var allur í nýfrjáisa stílnum. Þegar ég fer svo að læra í Svíþjóð, þá gerist það á sama hátt að þau sænsk skáld sem urðu á vegi mínum og vöktu áhuga minn voru skáld eins og Bellmann og Fröding og svo kannski ekki síst Dan Andersson og Nils Ferlin. Þetta eru skáld sem yrkja bundin ljóð í ballöðu- og vísnahefð sem lítið hefur farið fyrir hérlendis. Ég hef bara alltaf haft meiri áhuga á þessu og ég kann ekki alveg skýringar á því af hverju það þarf að vekja svona mikla athygli þó ungur maður komi fram með hefðbundinn brag, því í raun og veru á þetta að vera alveg sjálfsagt mál, en það er það því miður kannski ekki. Kannski spilar hér inn í að deilurnar um formið voru svo harðar að stutt var í öfgar á báða bóga. Ég nefni hin fleygu ummœli Steins Steinarrs sem dœmi: „Hið hefðbundna Ijóð- form er nú loksins dautt". Vœru þessi ögrandi 45

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.