Mímir - 01.04.1986, Page 74

Mímir - 01.04.1986, Page 74
að ræða og alþýðuskýring er hæpin. Ekkert hefði verið torkennilegt eða óskiljanlegt við fyrri liðinn *Eyja- og ekki gott að segja hvers vegna hann hefði átt að breytast í Eyjólfs-. Því er endurgerða myndin *Eyjastaðir ósennileg án frekari rökstuðnings og hæpið er að Eyj- ólfsstaðir séu auknir miðstofni. 3.5 Gaulverjabær Gaulverjabæjarhr., Árn. (ÞV 1969b:109,Grímnir 2:77-8) Gaulveria- Sturlubók Gavlveria- Hauksbók Landnámu, Flóamanna s. og oft í fornbréfum Gavlveriar- Kon.ann. golveria- [um 1220]/1598 Gaulveria- 1708 Jarðabók Gaulverja- 1930 Bæjatal Eftir að votlendi Flóans hefur verið lýst, segir: ,,Vaknar því sú spurning, hvort Gaul- í G. sé ekki af sama toga og gert er hér ráð fyrir um -» Gaul- í Staðarsveit og —>Gaularás í A-Land- eyjum, og bærinn hafi þá upphaflega heitið *Gaularbœr > Gaulverjabær, enda voru íbúarn- ir nefndir Gaulverjar“ (Grímnir 2:78). ÞV telur sennilegt að Gaul (bær í Staðarsveit, Snæf.) sé skylt no. göl í sænsku í merkingunni „djúp hola; vík; tjörn; mýri“ (s.r.:76) svo og flciri orðum svipaðrar merkingar úr öðrum germönskum málum; „liggur nærri að ætla, að bæjarnafnið G. sé fornt no. *gaul kvk. af fyrr- greindri rót, hér í merkingunni ‘foraðsmýri’ (s.st.). Við þetta er það að athuga að *gaul kvk. þekkist ekki í fornu máli eða síðar og óvíst að Gaul í Staðarsveit sé af þessum rótum runnið. Þar að auki eru engar heimildir til um orð- myndina *Gaularbær, aðeins Gaulverjabær, þannig að rökin fyrir miðstofni eru ekki sterk. 3.6 Háfdanarhurð í Ólafsfjarðarmúla (ÞV 1969a, 1969b: 108) Hálfdánarhurð ÞjsJÁ 1:502 Auk Hálfdanarhurðar eru ýmis Hálfdanar-/ Hálfdánar-örnefni víðs vegar um landið og virðist það sama eiga að gilda um uppruna (a.m.k. flestra) þeirra og hurðarinnar. Elsta dæmi um Hálfdanar-örnefni hér á landi mun vera Hálfdanartungur sem er eyðibýli fremst í Norðurárdal í Skagafirði „sem getið er í Guð- mundar sögu dýra í frásögn af atburði, er gerð- ist um 1190, og í Ljósvetninga sögu“ (ÞV 1969a:439). Um hugsanlegan uppruna Hálfdanarhurðar segir: „Af ástæðum, sem hér verða ekki raktar, vaknaði með mér grunur um, að örnefnið Hálfdanarhurð væri í rauninni ekki dregið af mannsnafni. heldur væri það landslagslýsingar- eða náttúrunafn, sem mannsnafn hefði verið lesið úr. Ef rétt væri til getið, mætti hugsa sér, að fyrsta atkvæðið, áherzluatkvæðið Hálf-, væri óbreytt, að frátalinni lengingu sérhljóðs, en hins vegar hefðu hin áherzluminni miðat- kvæði, -danar, breytzt“ (s.r.:432). Eftir að fjallað hefur verið um ýmis Hálfnað- ar- og Hálfnunar-örnefni, segir: „Hálfnaðar- örnefnin eru dregin af no. *halfnaðr ‘helming- ur’, af so. halfna, en nafnorðið kemur fyrir í fornu dönsku og sænsku lagamáli, d. halfnaþ, sæ. halfnadher. Hálfnunar-örnefni eru á sama hátt dregin af no *halfnun ‘helmingun’. Að fornu var viðskeytismyndin -an tíðari en -un í no„ sem dregin voru af sögnum, sbr. árnan, skemmtan, ætlan, og má því búast við, að Hálfnunar- í örnefnum hafi framan af verið *Halfnanar-, sbr. no fullnan, sem kemur fyrir í Nýjatestamentisþýðingu Odds Gottskálksson- ar“ (s.r.:434 —5). Síðan er þeirri spurningu varpað fram hvort hugsast geti „að Hálfdanarhurð og e.t.v. fleiri íslenzk Hálfdanar-örnefni séu í rauninni í þess- um flokki örnefna: *Halfnaðar-, *Halfnanar- hafi breytzt í Hálfdanar-T‘ (s.r.:435). Þessari spurningu er síðan svarað játandi með tilvísun í staðhætti. Ekki eru færð nein málsöguleg rök fyrir breytingu þessara örnefna. Hins vegar eru þau rök færð gegn því að áðurnefndar Hálf- danartungur dragi nafn af manni „1) að mannsnafnið Hálfdan kemur hvergi fyrir sem nafn á íslenzkum manni í hinum miklu heim- ildum um þjóðveldisöld að frátöldum Hálfdani á Keldum á 13. öld og 2) að Hálfdanartungur eru nefndar í frásögn af sögulegum atburðum, 74

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.