Mímir - 01.04.1986, Side 87

Mímir - 01.04.1986, Side 87
,,Uppgjörið við arfhelgi ljóðformsins í kvæð- inu Rímþjóð er enn miskunnarlausara fyrir það, að vísurnar eru með hefðbundinni hrynj- andi og kunnuglegu sköpulagi, en ljóðstöfum og rími hefur verið svipt burt.“8 Þessi orð Eysteins eiga jafnvel enn betur við ljóðið Ferskeytlur sem hlýtur að hafa farið fyrir brjóstið á mörgum hagyrðing- um. Þar segir m.a.: Rennurgegnum hjarta mitt blóðsins heita elfur: upp í strauminn bylta sér kaldir sorgarfiskar. (Ljóðasfn VII, bls. 31) Jóhannes gekk lengst í þeirri átt að hafna hinum fornu bragreglum í fyrstu því að eftir út- komu Sjödœgru (1955) verða rímlausar fer- hendur harla fáséðar í ljóðasögnum hans enda má segja, eins og Óskar Halldórsson bendir réttilega á9, að enn sem komið er hefur Jóhann- esi ekki tekist að losa Ijóð sín undan einhvers konar höftum. Ekki er hægt að tala um frelsi í Ijóðagerð fyrr en hvert ljóð lýtur aðeins þeim reglum sem höfundi virðast bestar, þ.e. hvert ljóð hefur sitt viðeigandi form. Þannig verður ljóðlínan stuðluð eða óstuðluð eftir því hvað best á við. Skáldið er ekki lengur háð formbylt- ingunni og þarf ekki að forðast eldri formfyrir- þæri. Þannig er hlutunum t.d. farið í lokabók Jóhannesar Ný og nið (1970) og þar sést að enn á ný hefur hann fylgt eftir ljóðþróuninni og þeim skáldum sem þekktust eru fyrir samruna eldri skáldskapar og nýrri ljóðhefðar, þeim Hannesi Péturssyni, Snorra Hjartarsyni og Þor- steini frá Hamri. Hér þarf þó ekki að vera um nein áhrif að ræða, heldur aðeins á ferðinni eðlileg skáldskaparþróun. En hvað annað skyldi hafa breyst í kveðskap Jóhannesar með Sjödægru? Nýtt inntak þolir ný form og vissulega hafði hið síðarnefnda breyst. Ljóð Jóhannesar voru nú orðin mið- leitnari en áður og myndmálið skipaði meira rúnt. Þrátt fyrir það stígur Jóhannes ekki skref- ið til fulls sem módernisti, t.d. eru viðlíkingar margar í kveðskap hans (Mallarmé sagði: „Je rai le met comme du dictionnaire.“ — „Ég þurrka orðið eins og úr orðabókinni"). Jó- hannes fylgir vart heldur þeim orðum T.S.Eli- ots: „Myndin sem hlutlæg samsvörun tilfinn- ingar“, því að myndmál hans og tákn eru ekk- ert nýstárleg. Segja má að það komi síðar, þ.e. með Óljóðum (1962). Innlak Ijóðanna var þó annað. Ásýnd heims- ins hafði breyst. Heimsstyrjöldin síðari hafði sýnt svo um munaði villidýrseðli mannsins, og nú lifði maðurinn á nýjum tímum, því að nú gat hann í fyrsta skipti í sögu sinni eytt sjálfunt sér og öllu öðru í einu gjöreyðingarstríði. Því er ekki að undra að dauða- og tortímingarminnið verði fyrirferðarmikið. Gott dæmi um ljóð af þessu tagi er Nceturóður (1955). í ritgerð sinni Sjödœgra, módernisminn og syndafall íslend- inga fjallar Halldór Guðmundsson unt hin módernísku viðhorf sem koma fram í kveðskap Jóhannesar. Nefnir hann tortíininguna og hina einangruðu stöðu skáldsins sem er þó ekkert sérlega ríkt ntinni í Sjödægru. Eiginleikar hins góða lífs eru t.d. samlíf við náttúruna og ást á landinu (sbr. Þú leggst í grasið). Tengd þessu er jarðræktin sem fjallað er um í Kveðju til Kína en Jóhannes hafði áður samið sérstaka Ijóðabók urn Kínaferð sína, Hlið hins himn- eskafriðar, sem kom út 1953. Fólkið, sem yrk- ir jörðina, er hinn göfugi stofn og um hann yrk- ir Jóhannes Lofsöng hinna hógvœru. Þetta fólk er fjarri gervilífi nútímans er hann hefur svó mikla andstyggð á og hann yrkir um í Kalt stríð. Einnig má sjá að Jóhannes gremst hvern- ig farið hefur í herstöðvannálum og hann telur íslendinga hafa snúið baki við lífinu, orðið dauðanum að bráð. Við höfum borið út hið barnunga lýðveldi sbr. Kveðið vestur á Granda. Hin þjóðfélagslega barátta nær einnig út fyrir landsteinana sbr. ljóð eins og Miðnœtti íKenía. Halldór Guðmundsson kemst að þeirri nið- urstöðu að gildiskreppa Jóhannesar sé önnur en annarra módernískra skálda. Þar sem þeir sjá engin sönn gildi er hans gildum ógnað. 8 Eysteinn Þorvaldsson. Könnun Sjödægru. Mímir 17., bls. 30. 9 Sama og 6, bls. 132. 87

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.